Jæja þá er páskarnir yfirstaðnir með tilheyrandi áti. Mummi og Árný komu hérna á föstudaginn og fóru aftur til síns heima í gær. Ákveðið var að hafa svona sumarbústaða þema yfir helgina sem er afslöppun, borða, drekka, sofa (þó ég og Finnur hafi ekki sofið eins mikið) og spila. Og þetta heppnaðist bara mjög vel og allir voru sáttir og saddir.
Og nú bíðum við bara eftir næstu gestum en Laufey og co frá Álaborg ætla að koma næstu helgi og gista eina nótt. Gaman gaman.
Það styttist óðum í skiladaginn á lokaverkefninu mínu en aðeins 28 dagar eru þangað til ég þarf að skila. Alltof mikið eftir og ekki veit ég hvernig ég á að fara að þessu. Finnst stundum eins og ég muni aldrei ná þessu. En það kemur í ljós 8 maí kl 12:00.
En það verður ósköp notalegt þegar þetta klárast og maður kemst í sumarfrí. Það verður nóg að gera hjá okkur í sumar. Finnur verður reyndar að vinna meirihlutann en Evíta María litla systir Finns ætlar að koma til okkar í byrjun júní og vera hjá okkur í þar til í endann júlí, en þá ætlum við að skreppa heim í nokkra daga og hún fer með okkur heim. Það verður gert ýmislegt með henni eins og að fara í Legoland og margt fleira.
Svo koma mamma og pabbi aftur í endann júní ásamt Danna bróður og Tinnu kærustu hans. Baldur er eitthvað að spá í að koma út í nokkra daga og svo Kristín vinkona líka. Svo það verður svaka fjör hér og vonandi skemmir veðrið ekki.
Jæja ætla fara hætta þessu rugli og fara reyna læra
Þar til næst
See ya
þriðjudagur, apríl 10, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hmmm er eitthvað verið að halda því fram að við höfum sofið mikið??;D Við erum bara að njóta þess þar til við förum að hrúga niður börnum!! Takk æðislega fyrir helgina:)
Hehehehehehe ekki illa meint :)
En við skemmtum okkur konunglega sérstaklega ég í Partý og co. ;)
Skrifa ummæli