Þá er enn ein geggjuð helgin liðin. Um helgina má segja að hafi verið klikkað veður. Hitinn fór í 22°C hérna hjá okkur og mjög svo léttskýjað.
Annars fengum við gesti um helgina. Álaborgargengið kíkti til okkar og skemmtum við okkur konunglega hérna. Ingu Rós fannst Anna Valdís alveg stórskemmtilega og leiddist sko ekki við að hafa hana hérna.
Þau komu hérna á laugardeginum í blíðskaparveðri og sátum við það sem eftir var af deginum og enduðum svo daginn á að grilla hamborga með íslenskri hamborgarasósu. Um kvöldið eftir að ungarnir voru komin í bólið var fengið sér aðeins í aðra tánna og spilað.
Á Sunnudeginum þegar allir voru vaknaðir mis hress þá var fengið sér í gogginn og eftir það lá leiðin svo í Legoland. Það var svona rosalega gaman í Legolandi. Það skemmdi nú ekki að veðrið var bara geggjað og garðurinn var ekki troðinn af fólki. Ingu Rós fannst þetta mjög gaman en ég held að Anna Valdís hafi örugglega skemmt sér best.
Ég og Finnur keyptum okkur Sísonpassa þar sem við eigum eftir að fara oftar þangað í sumar.
Við kvöddum svo Laufeyju, Garðar og Önnu Valdísi í Legolandi og fórum svo í sitthvora áttina.
Ég er búin að vera í dag á fullu í ritgerðarskrifum eða allavega reyna það á meðan Finnur og Inga Rós nutu góða veðrið. En það koma vonandi fleiri góðir dagar eftir ritgerðarskil svo það er allt í lagi.
Annars er ég búin að henda inn fullt af myndum inn á síðuna hjá Ingu Rós frá helginni. Og við viljum bara segja takk Laufey og co fyrir geggjað helgi og vonandi sjáumst við aftur í sumar.
Ætla hætta þessu rugli og fara koma mér í háttinn.
Þar til næst
See ya
mánudagur, apríl 16, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Takk sömuleiðis fyrir frábæra gestrisni og frábæra helgi í alla staði. Gerum þetta sko pottþétt aftur og því fyrr því betra ;o)
Skrifa ummæli