mánudagur, desember 19, 2005

Ég náði...................

lokaprófinu mínu jibbí. Við þurftum að vera með fyrirlestur um verkefnið okkar og svo þurftum við að verja það og það tókst nokkuð vel hjá okkur.
A+
Nú erum við í Köben hjá honum Mummsa okkar að slaka á. Við vorum að koma inn eftir labbitúr um jólatívolíið sem var kalt en mjög gaman. Á morgun förum við svo heim jibbí. Ég hlakka ekkert smá til. Þannig að á meðan ég er heim þá veit ekki hversu dugleg ég verð að blogga svo ég vil bara óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældir á komandi ári.
Seasons Greetings
Þar til næst
See ya

laugardagur, desember 17, 2005

Nú er það sko...........

Christmas Snow
Jólalegt hérna hjá okkur í Kolding og vika í jólin. Þegar ég vaknaði þá var búið að snjóa í alla nótt og allt þakið snjó. Vá hvað ég komst í jólaskapið þó það var nú komið nokkuð síðan hehehe. Nú setur maður bara jólalög á fóninn og fer að pakka niður fyrir Íslandsferð.

Nú ætla ég að koma mér í gang svo Finnur haldi ekki að ég geri ekki neitt á meðan hann er í vinnunni. Já hann er að vinna á laugardegi bömmer. Ég veit ekki hversu dugleg ég verð að blogga eftir að ég kem heim en ég skal gera mitt best. Fer í raun allt eftir bróður mínum ef hann leyfir mér að nota tölvuna sína hehehehe.

Jæja þar til næst

See ya
Rudolph

þriðjudagur, desember 13, 2005

JÆJA..........................................

Þá er enn ein helgin liðin hérna hjá okkur og var nóg að gera hjá okkur. Hjördís og Mikkel komu til okkar á föstudaginn og fögnuðu með mér 25 ára afmælisdeginn sem var haldinn á stúdentabarnum í skólanum mínum. Og það var svakalegt stuð hjá okkur. Þið getið kíkt á myndirnar.
Wakka Wakka
Annars fóru þau til baka á laugardeginum en það var rosa gaman að fá þau í heimsókn. Næstu gestir komu á sunnudeginum en þá komu Konni og Inga Jóna í heimsókn. Þau voru í jólagjafa verslunaferð í Köben og ákváðu að kíkja á okkur í eina nótt. Svaka fjör. Ég allaveg fékk fullt af íslensku nammi þessa helgina. Ásta og Óskar sendu mér íslenskt hangiálegg og flatkökur og kúlusúkk ásamt bók í afmælisgjöf og svo kom Konni með nóg af þristum og lakkrís handa mér nammi namm.
I Love Candy
Núna er farið að róast í skólanum og það er bara lokadagurinn eftir. Við þurfum að presentera stóra verkefnið okkar á mánudaginn og verja það og svo eigum við að krítisera annan hóp eftir það. Ég er sem betur fer búin kl 10 um morgunin svo ég og Finnur ætlum að hoppa upp í lest og fara til Köben. Við ætlum að gista eina nótt hjá honum Mummsa okkar og fara í jólatívolíið og svo förum við bara heim á þriðjudeginum. Get ekki beðið. Er farin að hlakka dáldið til.
Og þið sem viljið hitta okkur takið númer. Ég veit ekki hvernig bílamálin verða hjá okkur en þið getið náð í okkur í gömlu númerin okkar ef þið viljið tala við okkur.

Jæja ætla fara hætta þessu bulli.
Þar til næst

See ya

föstudagur, desember 09, 2005

Ég á ammæli í dag

Happy Birthday
Hún á ammæli í dag,
hún á ammæli í dag,
hún á ammæli hún Ása,
hún á ammæli í dag.

Jæja þá er stóri dagurinn runninn upp að maður er orðin 25 ára. Össssssssss hvað maður er orðinn gamall. Og hvað gerir maður svo á svona degi. Jú maður byrjar á því að fara í skólann og svo verður heljarinnar partý í kvöld gaman gaman.

Jæja ætla koma mér af stað.

See ya

fimmtudagur, desember 08, 2005

Í dag...............

Baby
kom í heiminn lítil stúlka. Foreldrar hennar eru Mæja og Óli vinir okkur frá DK. Finnur var voða glaður með þessa afmælisgjöf.

Við viljum bara óska Mæju og Óla innilega til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn.Baby Girl

Bestu kveðjur

Ása & Finnur

Afmælisbarn dagsins

Birthday Song
Er enginn annar en Finnur Karl. Kallinn bara orðin 26 ára gamall.
Til hamingju með daginn ástin mín.
Cheers
Bestu kveðjur
Ása

miðvikudagur, desember 07, 2005

Afmælisbarn dagsins

Birthday Song
Hann Guðni elskan á afmæli í dag. Orðin 26 ára össss hvað maður er að verða gamall.
Til hamingju með daginn

Bestur kveðjur

Baunabúar

fimmtudagur, desember 01, 2005

Hamborg

Bus Eins og ég sagði áður þá fór ég í dagsferð til Hamborgar með skólanum síðastliðinn mánudag. Ferðin hófst með rútuferð kl. 7 um morgunin. Þegar við komum til Hamborgar þá var skítakuldi og það var byrjað á því að fara í siglingu um höfnina sem farið hundleiðinlegt. Eftir það fórum við og skoðuðum City Hallið hjá þeim sem var ágætt og byggingin var mjög falleg. Fórum svo og skoðuðum verk eftir einhvern listamann en þau litu út eins 3 ára krakki hefði teiknað þau. við fengum svo 3 tíma útaf fyrir okkur sem við máttum nota til að versla eða skoða jólamarkaðinn sem var mjög gamann. Maður komst hreinlega bara í jólafíling þarna labbandi um í skítakulda og hlustandi á jólalög.
Reindeer
Núna styttist í það að við komum heim um jólin aðeins 19 dagar en áður en það gerist þá á mín bara afmæli bráðum og verður haldið upp á það. Hjördís vinkona ætlar að kíkja á mig og svo ætlar Konni loksins að láta sjá sig sömu helgi. Hlakka til að sjá þau bæði.

Jæja ég ætla að hætta þessu rugli og fara knúsa kallinn þar sem hann var að koma heim.

Þar til næst
See ya

föstudagur, nóvember 25, 2005

Verkefnavika

Student Head Explodes
Þá er verkefnaviku frá helv.......... lokið. Þetta er búin að vera strembin vika með erfiðum hópmeðlimum. Það er erfitt þegar fólk gerir ekki það sem það á að gera og maður endar á því að gera nánast allt. En Mæja elskan stóð sig eins og hetja þó hún væri heima á Íslandi. En ég er bara fegin að þetta er búið. Eitt project búið 2 eftir hehe.

Annars er ég að fara með skólanum til Hamborgar á mánudaginn. Hlakka bara til. Munum leggja af stað kl 7 um morgunin og komum tilbaka upp úr miðnætti. Þetta verður gaman og verða örugglega teknar einhverjar myndir.
German

Jæja ég hef eiginlega ekkert annað að segja.

Þar til næst

See ya

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Snjókorn falla lalalalalala

Snowstorm
Vildi bara láta ykkur vita að fyrsti snjórinn féll hérna í Danmörku. Alveg ekta jólasnjór en hann hvarf samt mjög fljótt aftur út af rakanum. En djöf....... var kalt í dag. Það var í kringum 5°C í dag sem þýðir í kringum -4°C á íslenskum mælikvarða.
Bundled

Þettu voru annars veðurfréttirnar frá Kolding, DK.

Þar til næst, see ya

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

England here I come

English FlagJæja þá er það komið á hreint að ég er að fara til Englands í janúar í placement og kem ekki til baka fyrr en í endan mars. Þetta er lítill bær sem heitir Wyre Borough og er í Lancashire sem er ekki langt frá Blackpool. Ég verð að vinna á ferðamannaskrifstofu ásamt tveimur öðrum úr bekknum mínum, Snorra og Ole. Við munum öll búa saman og fáum kannski bíl til umráða til að keyra til og frá vinnu og einnig til að fara í verkefni út í bæ. Bara geggjað, veit samt ekki hvernig það verður að keyra vinstra megin hehehehe en það kemur í ljós.
Og ef þið viljið vita hvað ég ætla gera við Finn, þá ætla ég að skilja hann eftir hérna í Danmörku. Það þarf einhver að vinna fyrir mér hehehehe Lol
En ég fæ að vita meira seinna í vikunni þar sem nýji yfirmaður minn ætlar að tala betur við okkur þá.


Annars er ég núna grasekkja þar sem Finnur er að vinna á Sjálandi og verður að vinna frá mánudegi til fimmtudags. Þetta verður fínn aukapeningur sem hann fær fyrir þetta.

Þetta var nú bara það eina sem ég vildi segja

Þar til næst
See ya

mánudagur, nóvember 07, 2005

Glædileg jul og godt Tub'år......

Jæja þá er komin 7 nóvember og aðeins 31 dagar þar til ég verð 25 ára. Gaman gaman.
Síðasta föstudag var jólatuborginn kynntur með pompi og prakt. Gervisnjór og allur pakkinn. Annars var þetta voða gaman að fá að upplifa þetta og var farið á Crazy Daizy og tjúttað.
Buried In Snow
Á laugardaginn brunuðum við á bílaleigubíl til Köben til að tjútta með Sálinni. Við gistum hjá Mumma og Árnýju og þökkum við fyrir gestrisnina. Við hittum svo Ástu og Óskar í Köbenog fórum við með þeim á Sálina. Það var rosalega gaman. Þeir voru geggjað góðir og við skemmtum okkur konunglega. Við hittum þó nokkra Íslendinga sem við þekkjum og var það bara gaman. En við fengum eiginlega samt svona overload af Íslendingum og ókurteisinni hjá þeim. Vááá ég var búin að gleyma því hvað Íslendingar geta verið dónalegir og frekir þegar þeir eru í glasi. Ég hitti gamlan skólabróður minn hann Ómar, sem býr hérna úti, og lenti hann í því að rekast aðeins utan í einn mann og baðst hann strax afsökunar en maðurinn var ekki á því að fyrirgefa það og ýtti við Ómari og hellti svo heilu bjórglasi yfir hann. En við fórum allavega heim með bros á vör eftir velheppnað kvöld. Við viljum þakka Sálinni fyrir frábært kvöld.

Nú snýr maður sér að lærdómnum þar sem það er eitt mjög stórt verkefni og tvö aðeins minni framundan og svo náttlega 25 ára afmælið mitt sem ég er búin að ákveða að halda upp á.

Eitt enn hann Baldur elskan á afmæli í dag svo við óskum honum til hamingju með daginn.

Happy Birthday

Jæja farin í bili
See ya

P.S nýjar myndir komnar inn

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Helgin sem leið

Nú hefur október runnuð sitt skeið með tilheyrandi partýstandi hjá okkur skötuhjúunum.
Föstudagskvöldið byrjaði á því ég hélt bekkjarpartý sem var bara bara stuð. Það var bara nokkuð góð mæting ásamt því að nokkrir Íslendingar sem eru ekki með mér í bekk kíktu inn. Þakka ég Hreiðari, Gumma og Ívari fyrir innlitið þótt stutt væri en Óli stóð sig eins og hetja og var með þeim síðustu út ásamt Mæju óléttu. En þegar allt kom til alls þá skemmtu allir sér mjög vel.
Cheers
Laugardagurinn fór í það að sofa aðeins og skera út grasker, handa Hjördísi, sem Finnur gerði með prýði. Svo lá leið okkar til Århus í 25 ára afmælið hennar Hjördísar. Þar var tekið vel á móti okkur af Hjördísi og Mikkel. Bauð Hjördís upp á rosa fínan mat sem innhélt mikið af chilli. Var hún rosa sniðug að hafa tvo missterka rétti sem víxluðust svo að rétturinn sem átti að vera sterkari var merktur mellem stærk sem ég fékk mér náttúrulega. Mér sveið svo mikið í kjaftinn að þetta náði örugglega að brenna langleiðina niður í rass. En þetta uppgvötaðist fljótt svo allir voru sáttir á endanum. Eftir mat var farið að drekka meira til að slökkva alla elda og mingla við aðra Íslendinga og dani. Við töluðum ekki mikla dönsku enn Finnur lærði aðalega tvær setningar sem voru "for helvede" og "for satan". Hjá Hjördísi var dansað og drukkið fram á rauða nótt eða til 6 um morgunin. Við vorum öll vöknuð upp úr hádeginu og héldum við út eftir morgun og/eða hádegismat í salinn þar sem afmælið var haldið og hjálpuðum við þeim að taka til. Við héldum svo heim á leið seinnipartinn og enduðum á að fá okkur kebab þar sem við nenntum ekki að elda.

Þar sem við búum í Danmörku þá erum við alltaf 2 eða 1 tímum á undan okkar fallega Íslandi. Aðfaranótt sunnudags færðist klukkan aftur um einn tíma og var það voða næs að græða svona einn auka tíma. Finnur var þó ekki alltof sáttur við þetta og var ekki alveg að gúddera það að þurfa breyta öllum klukkum. En mér tókst að sannfæra hann að lokum, eða tókst mér það?????? Not Sure

Nú er nóvember byrjaður með trompi. Í því felst mikill heimalærdómur í skólanum og svo bætist við dönskukennslan. var að velta því fyrir mér hvort maður gæti ekki bara frestað öllum svefn til að fá fleiri klst. í sólahringinn. Þarf að kanna það betur.

Jæja ætla að fara hætta þessu bulli þar sem ég er að fara í eitthvað stórt stöðupróf á morgun. Og það fyndna við það að kennararnir geta ekki verið sammála um það hvort þetta próf gildir eitthvað eða ekki. Það kemur allt saman í ljós.

Vá ég gleymdi næstum því einu. Hann Toddi elskan á afmæli í dag. Til hamingju með afmælið vinur.

Og ég er búin að setja fleiri myndir inn.
See ya Black Kitty

þriðjudagur, október 25, 2005

Haustið er komið

Þá er haustið komið með kulda, rigningu og vindi. Svo það var ósköp notalegt að Finnur er með vinnubíl og var að fara vinna í Kolding í dag því ég fékk hann til að skutla mér í skólann í morgun þar sem það var svo leiðinlegt veður.
Rainy
Ég fór á listasafnið hérna í Kolding sem heitir Trapholt og það voru áhugaverðir hlutir þarna eins og gullfiskar í blandara, uppþornuð bananahýði og rotnandi fuglar. Og fólk kallar þetta list fuss og svei.
En það var eitt þarna sem ég hafði meiri áhuga á og það var svokölluð Plastic Fantastic sýning með fullt af dóti búnu til náttlega úr plasti en þessi stóll fékk alla mína athygli þar sem hann er alveg eins og stóllinn sem við frændsystkinin lékum okkar að þegar við vorum yngri ehima hjá ömmu & afa.






Geggjaður finnst ykkur ekki.
Jæja ég ætla að fara undirbúa mig fyrir dönskukennslun sem við erum að fara í í kvöld.

See ya

mánudagur, október 17, 2005

Vetrarfrír

Þá er vetrarfríið byrjað og fyrstu dagarnir eru búnir að vera æðislegir. Mamma og pabbi komu síðasta miðvikudag og það var ekkert smá gaman að fá þau í heimsókn. Þau komu með fullt af gotteríi frá Íslandi eins og kaldar sósur, harðfisk, BBQ sósu og svo fengum við líka flatkökur og hangikjet frá Stínu ömmu hans Finns.
Miðvikudagskvöldið var frekar rólegt hjá okkur en við átum öll yfir okkur af mínútusteik sem Finnur eldaði sem var mjög góð og svo kíkti Hjördís í heimsókn til okkar þar sem hún var að vinna hérna í Kolding. Á fimmtudeginum röltum við um bæinn og fórum á kaffihús og þeim leist bara vel á á litla bæinn sem við búum í. Ég og Finnur fórum svo í Sprogeskolen til að klára stöðuprófið og fengum svo að vita að við eigum að mæta í dönskukennslu 25 okt og er þetta ferli bara búið að taka rúman einn mánuð.
Á föstudeginum fórum við upp í Storcenter með foreldrasettið að versla nokkrar jólagjafir, eða ég og mamma versluðum og pabbi og Finnur sátu á pöbbnum You Will Never Walk Alone og drukku bjór. Chugger Ég fékk meira segja fyrirfram afmælisgjöf frá mömmu og pabba sem var geggjað pils og belti. Takk mamma og pabbi.
Við enduðum svo á Jensen Bofhouse og átum yfir okkur og hlógum eins vitleysingar að ég er búin að vera með verki í maganum alla helgina. Ég er bara hissa að okkur hafi ekki verið hent út fyrir að vera með hávaða. Too Funny
Laugardagurinn var notaður til að rölta um bæinn og fara í Koldinghúsið og kíkja á útsýnið yfir bæinn. En haldið ekki að slökkviliðið hafi ekki bara mætt á svæðið á sama tíma við til að slökkva eld í veitingahúsinu sem er í kjallaranum og eins og sannir Íslendingar fylgdumst við náttúrulega aðeins með.
Í gærkveldi elduðum við hátíðarskinku Ham með brúnuðum kartöflum og sveppasósu og váááááááá hvað þetta var gott.
Í morgun þurfti ég svo að kveðja mömmu og pabba þar sem þau fóru til Köben og fara svo til Íslands á morgun. Þó ég hefði alveg viljað hafa þau lengur snökt snökt.
Bye Bye
Núna nýt ég bara fríið í að læra á fullu. Ég er svo dugleg. En við erum með einar góðar fréttir. Finnur er komin með fasta vinnu. Fengum að vita það í gær. Þetta er frábært og mikill léttir hjá okkur skötuhjúunum. Hann fær meira segja bíl til að keyra til og frá vinnu og við megum nota hann hérna innanbæjar ef við viljum. Geggjað.

Jæja þar til næst
See ya

sunnudagur, október 09, 2005

Nýjustu fréttir

Jæja þá koma nýjustu fréttir af okkur skötuhjúunum í Kolding. Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur síðan ég bloggaði síðast að ég veit bara ekki hvar ég á að byrja. En jæja þá dembi ég mér í þetta. Finnur er búin að vera mjög heppin hvað varðar að fá einhverja vinnu hjá þessa Vikargruppen fyrirtæki þar sem hann er búin að vera vinna núna stanslaust síðastliðnar 2 vikur, sem er bara mjög gott og hann á að halda áfram hjá einhverju kíttisfyrirtæki næstu 2 vikurnar í viðbót.

Annars er ég búin að vera á fullu í skólanum og á að klára 2 verkefni fyrir næsta föstudag sem verður dáldið strembið en ég stefni á að klára þau bæði fyrir fimmtudaginn þar að segja ef stelpan sem ég er með í hóp í öðru verkefninu fer að drullast til að gera eitthvað en svona er það bara þegar maður er freelóder.
Studying
Fimmtudaginn fyrir rúmri viku síðan fórum við nokkur úr bekknum á stúdentapöbbinn og fengu okkur nokkra öllara en ég var ein af þeim vitru sem fór heim um eittleytið en það voru nokkrir sem fóru niðrí bæ og fóru víst ekki heim fyrr en um fjögurleytið og voru flestir frekar þreyttir og pínu þunnir á föstudeginum í skólanum hehehe.Blurry Drunk
Á laugardeginum var okkur boðið í afmæli. Ég fór til Heiðu í afmæli og var meirihlutinn kvenkyns í því afmæli sem var bara gaman en Finnur fór í afmæli til Dodda sem var haldið heima hjá Gumma og Ívari og var Selfoss þema þar sem þeir eru báðir frá Selfossi. Þeir sem vita ekki hvað Selfoss þema þýðir þá gengur það út á brúnku, tonn af hárgeli og sólgleraugu. Strákarnir borðuðu saman og spiluðu póker og enduðu svo á því að koma til Heiðu og þar var haldið áfram að djamma þar til allir fóru í bæinn eða heim til sín.

Síðasta vika fór bara í að læra, vinna og rólegheit hjá okkur skötuhjúunum. Reyndar hömuðumst við að taka til fyrir hann Konna félaga okkar sem ætlaði að koma í heimsókn en hann sveik okkur um það. Veit ekki hvort honum verði boðið aftur í heimsókn. Yellow Orange
Í gær skruppum við svo upp í storcenter með Óla og Mæju og versluðum 2 jólagjafir og annað smotterí. Um kvöldið komu þau svo í mat til okkar og ég eldaði þetta dýrindis læri, með brúnuðum kartöflum, gulum baunum, fersku salati og sveppasósu. Og ég held bara að öllum hafi þótt þetta mjög gott, allavega sátum við öll afvelta hérna og spiluðum svo póker, sem Óli vann(og var það víst í fyrsta skiptið).
Poker
Nú mamma og pabbi eru að koma í heimsókn til okkar á miðvikudaginn og verða hérna fram á mánudag. Ég hlakka svo til að fá þau í heimsókn því ég sakna þeirra bara mikið. Þau ætla líka koma með fullt af góðgæti frá Íslandi nammi namm.

Jæja þar til næst

See ya Rolly 1

mánudagur, september 26, 2005

Strandblak

Haldið þið ekki að mín hafi ekki bara skellt sér í strandblak í gær. Geðveikt dugleg. Þetta byrjaði á því að Íris hringdi í okkur og spurði hvort við værum game í smá strandblak og við játtum því og skelltum okkur bæði tvö. Fyrst þurftum við reyndar að labba dágóðan spöl að vellinum og inn í þessum dágóða spöl var brekka dauðans, þannig að þegar við loksins komum að vellinum þá var maður búin eftir allt þetta labb. En eftir 5 mín. pásu þá byrjuðum við að spila og vá hvað þetta tók á. Ég hef ekki spilað blak síðan í MS og það eru 7-8 ár síðan og Finnur hefur aldrei spilað blak en við stóðum okkur þokkalega. Svo var líka geggjað gott veður, fengum sól c.a. 17 stiga hiti. Við spiluðum blak í svona 2 1/2 tíma og enduðum svo í gamla góða skotboltanum. Mér leið eins og væri komin aftur í tímann og væri að spila skotbolta í fríminútunum í barnaskóla. Gömlu góðu dagarnir.
Volleyball
Eftir blakið var haldið heim á leið sem var mun auðveldara þar sem við þurftum ekki að labba upp neina brekku. Elduðum við svo þessa fínu lambasteik með smjörsteiktum sveppum nammi.
Við vorum reyndar svo búin eftir strandblakið að við lágum eins og skötur í sófanum og mér leið eins og níræðri kellingu öll lurkum lamin.
Tired
Ég er reyndar ekki frá því að vera með pínu harðsperrur eftir strandblakið og litla fjólublá bletti á framhandleggnum. Já já ég veit að íþróttir eru hættulegar en þetta var svo gaman að ég segi örugglega já aftur ef það verður farið aftur í strandblak.

Jæja er farin að læra.
See ya

föstudagur, september 23, 2005

Þú varst klukkuð

Jæja það er víst búið að klukka mig. Og hvað er það, jú þetta gengur út það að ef maður er klukkaður þá á maður að skrifa 5 tilgangslausa hluti um sjálfan sig og klukka svo 5 aðra bloggara. Jæja verður maður ekki bara að demba sér í þetta.

1. Ég á hægri hliðina í rúminu.
2. Ég elska gulrætur.
3. Ég labba alltaf í skólann.
4. Mér finnst bjór vondur.
5. Ég veit hvað eru margir dagar þar til ég á afmæli.

Og þeir óheppnu sem verða klukkaðir af mér eru, Laufey, Halla skvísa, Konni elskan, Unnur tengdó og Óli hennar Mæju.

Jæja þá er þetta búið og ég er búin að setja keðjuna af stað frá mér. Enjoy everybody
Roll
See ya