- Nú ég byrjaði árið að skella mér í 3 mánuði til UK að vinna og skildi Finn eftir í DK.
- Kláraði fyrsta árið mitt í IBA í sumar.
- 4. ágúst eignuðumst við litla blómarós
- tók lokaprófið mitt í IBA 6 dögum eftir fæðingu(keisara) og náði
- er að klára 3 önnina mína ásamt því að hafa verið heima og hugsa um Ingu Rós
- erum búin að segja upp íbúðinni okkar og munum flytja í hús eftir áramót
Á mánudaginn er ég að fara í munlegt próf úr Pilgrim verkefninu sem ég gerði um daginn. Og til að toppa það þá er ég fyrst. Ég þarf að tala í 5 mín. svo svara spurningum frá kennurum í 20 mín og svo fara 5 mín. í að ákveða hvernig mér gekk í því. Svo wish me luck
Jæja er að spá í að fara hætta þess. Kannski reyna koma þessum tveimur karlmönnum á fætur. Þ.e.a.s. Finni og Baldri. Já Baldur er ennþá hjá okkur. Hann breytti ferðinni sinni á síðustu stundu og fer heim á morgun. Við ætlum kannski að skella okkur til Århus á eftir svo það verður bara gaman.
Lítil blómarós er farin að kalla á mömmu sína, og finnur er að vakna líka svo það er besta að fara sinna þeim. :)
Þar til næst
See ya
4 ummæli:
Þetta er sko ekkert lítið sem þú ert búin að afreka á einu ári :)
Gangi þér vel í prófinu. Ég er búin að spjalla við Önnu um hitting um jólin, hlakka til að sjá ykkur. Sirrý
já það er margt sem maður afrekar á sínum eldir árum snúllan mín... og tímin flýgur
Váts hvað þú ert dugleg og gangi þér alveg rosalega vel ;) Bið að heilsa í kotið
Knússss Heiða
HAHAHAHAAAA ég er sko kominn á lappir, en bíð spenntur eftir að fá ykkur heim í þennan skítakulda hérna á klakanum.
Skrifa ummæli