föstudagur, desember 01, 2006

1 des........

Jæja þá er 1. des runninn upp og aðeins 14 dagar í heimferð. Hlakka ekkert smá til að koma heim og hitt alla. Annars fékk ég svona nett sjokk um daginn. Áttaði mig á því að það er komið ár síðan ég komst að því að ég væri ólétt. Og árið 2006 að renna sitt skeið. Hvað er maður svo búinn að afreka þetta árið.
  • Nú ég byrjaði árið að skella mér í 3 mánuði til UK að vinna og skildi Finn eftir í DK.
  • Kláraði fyrsta árið mitt í IBA í sumar.
  • 4. ágúst eignuðumst við litla blómarós
  • tók lokaprófið mitt í IBA 6 dögum eftir fæðingu(keisara) og náði
  • er að klára 3 önnina mína ásamt því að hafa verið heima og hugsa um Ingu Rós
  • erum búin að segja upp íbúðinni okkar og munum flytja í hús eftir áramót
Ég er allavega voða stolt af sjálfri mér. Ég var í lokaprófinu mínu í gær og hreinlega bara ekki viss um hvernig mér gekk. En ef ég á að velja á milli vel eða illa þá vel ég illa. Ef ég fell þá tek ég það bara aftur 8 jan.
Á mánudaginn er ég að fara í munlegt próf úr Pilgrim verkefninu sem ég gerði um daginn. Og til að toppa það þá er ég fyrst. Ég þarf að tala í 5 mín. svo svara spurningum frá kennurum í 20 mín og svo fara 5 mín. í að ákveða hvernig mér gekk í því. Svo wish me luck

Jæja er að spá í að fara hætta þess. Kannski reyna koma þessum tveimur karlmönnum á fætur. Þ.e.a.s. Finni og Baldri. Já Baldur er ennþá hjá okkur. Hann breytti ferðinni sinni á síðustu stundu og fer heim á morgun. Við ætlum kannski að skella okkur til Århus á eftir svo það verður bara gaman.


Lítil blómarós er farin að kalla á mömmu sína, og finnur er að vakna líka svo það er besta að fara sinna þeim. :)

Þar til næst
See ya

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er sko ekkert lítið sem þú ert búin að afreka á einu ári :)
Gangi þér vel í prófinu. Ég er búin að spjalla við Önnu um hitting um jólin, hlakka til að sjá ykkur. Sirrý

Nafnlaus sagði...

já það er margt sem maður afrekar á sínum eldir árum snúllan mín... og tímin flýgur

Nafnlaus sagði...

Váts hvað þú ert dugleg og gangi þér alveg rosalega vel ;) Bið að heilsa í kotið
Knússss Heiða

Nafnlaus sagði...

HAHAHAHAAAA ég er sko kominn á lappir, en bíð spenntur eftir að fá ykkur heim í þennan skítakulda hérna á klakanum.