Sorry fólk ætlaði að vera löngu búin að blogga eitthvað en gleymdi því hreinlega bara. Í stuttu máli þá var stór afmælishelgi hjá okkur síðustu helgi en við skötuhjúinn áttum 55 ára afmæli. Buðum við fólki í heita rétti og kökur sem runnu vel niður hjá fólki. Við fengum svo óvænta heimsókn frá Dabba og Mumma sem var bara gaman. Takk fyrir innlitið strákar. Restin af laugardagskvöldinu var eytt í Buzz og singstar. Mæli ég fólki eindregið frá því að syngja þegar maður er með pínu hálsbólgu. Ég endaði nefnilega gjörsamlega raddlaus daginn eftir og fékk ekki röddina almennilega tilbaka fyrr en á miðvikudeginum. Sunnudagurinn fór bara í afslöppun hjá okkur fjölskyldunni sem var frekar þægilegt. En við viljum þakka fyrir allar kveðjurnar og gjafirnar.
Í dag er 3 í aðventu og aðeins 8 dagar til jóla. Við fórum á jólaball hjá Íslendingafélaginu hérna í Kolding og komu allir með eitthvað góðgæti fyrir kökuhlaðborðið var þetta ekta íslenskt kökuhlaðborð með brauðtertum, smákökum og öðrum kökum og kláraðist allt saman. Ingu Rós fannst þetta voða gaman. Fullt af öðrum krökkum og 2 skrýtnir jólasveinar. Annar skellti mjög mikið hurðum og svona undir lokin fannst henni þetta orðið of mikill hávaði. En við dönsuðum í kringum jólatréð og sungum með. Inga Rós fékk svo nammipoka en þó hún hafði áhuga á jólasveinunum þá vildi hún nú ekki koma of nálægt þeim svo hún teygði sig bara eftir pokanum. Það var svo happdrætti líka og unnum við virkilega fallegt íslenskt málverk eftir Örnu Bjarnadóttur Maul.
Ég er farin að hlakka frekar mikið til jólanna og kemst ég í jólafrí á fimmtudaginn. Svo koma Óli, Unnur og Evíta á Þorláksmessukvöld verður mjög gaman að fá þau hingað. Það er allt að verða tilbúið. Á bara eftir að taka til og skreyta jólatréð og svo vantar bara örfáa hluti fyrir matargerðina.
Ég mun henda inn myndum frá jólaballinu inn á morgun þar sem klukkan er orðin margt núna og ég ætla að fara skríða upp í rúm.
Þar til næst
See ya
sunnudagur, desember 16, 2007
miðvikudagur, desember 05, 2007
Jæja ég ákvað að henda inn nokkrum línum um síðustu helgi þar sem við vorum flakkinu um helgina.
Á föstudaginn var okkur boðið í 25 ára starfsafmæli hjá Jens pabba hennar Helle. Var boðið upp á hlaðborð á veitingastaðnum Ribehoej Familiepark. Þetta var æðislegur matur í alla staði. Það var boðið upp á kalkúnabringu, Argentískt nautakjöt og hjartarkjöt ásamt meðlæti og eftirréttum. Ég smakkaði nautið og hjörtinn og smakkaðist það mjög vel. Inga Rós var náttlega miðdepill kvöldsins og skemmti sér og öðrum. Jens fékk íslenskt brennivín ásamt 6 brennivínsstaupum að gjöf frá okkur og var hann mjög ánægður með það því honum finnst það mjög gott.
Á sunnudaginn skunduðum við ásamt Einari og Sollu alla leið til Hamborgar. Við vorum komin þangað upp úr hádegi og eyddum við deginum í að kíkja í búðir og skoða jólamarkaðinn þar. Þetta var mjög gaman, reyndar rosalega mikið af fólki svo erfitt var að komast um með kerruna en þetta reddaðist allt saman. Þar sem við vorum á jólamarkaðinum þá náttlega var keypt jólglögg og heitt kakó. Við urðum svo heppin að sjá skrúðgöngu þarna fara um og Ingu Rós fannst þetta voða gaman. Við enduðum svo daginn á KFC og tívolíinu sem var frekar stórt og tók dágóðann tíma að labba í gegnum það. Inga Rós svaf nú hluta af tívolíinu af sér þar sem það var komið langt fram yfir háttatímann hennar. En hún svaf eins og steinn alla leiðina heim og hélt svo bara áfram að sofa þegar hún var lögð í rúmið um 2 leytið.
Fyrsti í aðventu var notaður til að skreyta hérna inn og setja upp jólaseríur. Inga Rós er mjög hrifin af jólaljósunum og segir alltaf vááá vááá. Orðaforðinn hennar eykst jafnóðum og er hún dugleg að herma eftir manni.
Hún er reyndar búin að vera veik síðan þá. Er búin að vera með kvef og fékk hálfgert kvef í augun svo hún fékk dropa fyrir því. Er nú að vona að hún komist til dagmömmunnar á morgun því það eru litlu jólin hjá þeim, vil ekki að hún missi af þeim.
Núna er hún bara sofandi við hliðin á mér á meðan Happy Feet er í sjónvarpinum. Litla krútt.
Ég er að vinna í því að setja inn myndir frá helginni inn á síðuna hennar. Svo þær koma á eftir. Annars fer að styttast í afmælin okkar og verður náttlega veisla haldin hér til að fagna því að maður verður orðin árinu eldri.
Afmælisbörn mánaðarins eru eftirfarandi: Guðni verður 28 ára 7 des, Finnur 28 ára 8 des, ég 27 ára 9 des, Eiríkur 24 ára 12 des og Guðrún frá Kolding verður 30 ára 16 des. Ef ég er að gleyma einhverjum þá biðst ég fyrirgefningar á því.
Jæja ætla fara hætta þessu bulli.
Þar til næst
See ya
Á föstudaginn var okkur boðið í 25 ára starfsafmæli hjá Jens pabba hennar Helle. Var boðið upp á hlaðborð á veitingastaðnum Ribehoej Familiepark. Þetta var æðislegur matur í alla staði. Það var boðið upp á kalkúnabringu, Argentískt nautakjöt og hjartarkjöt ásamt meðlæti og eftirréttum. Ég smakkaði nautið og hjörtinn og smakkaðist það mjög vel. Inga Rós var náttlega miðdepill kvöldsins og skemmti sér og öðrum. Jens fékk íslenskt brennivín ásamt 6 brennivínsstaupum að gjöf frá okkur og var hann mjög ánægður með það því honum finnst það mjög gott.
Á sunnudaginn skunduðum við ásamt Einari og Sollu alla leið til Hamborgar. Við vorum komin þangað upp úr hádegi og eyddum við deginum í að kíkja í búðir og skoða jólamarkaðinn þar. Þetta var mjög gaman, reyndar rosalega mikið af fólki svo erfitt var að komast um með kerruna en þetta reddaðist allt saman. Þar sem við vorum á jólamarkaðinum þá náttlega var keypt jólglögg og heitt kakó. Við urðum svo heppin að sjá skrúðgöngu þarna fara um og Ingu Rós fannst þetta voða gaman. Við enduðum svo daginn á KFC og tívolíinu sem var frekar stórt og tók dágóðann tíma að labba í gegnum það. Inga Rós svaf nú hluta af tívolíinu af sér þar sem það var komið langt fram yfir háttatímann hennar. En hún svaf eins og steinn alla leiðina heim og hélt svo bara áfram að sofa þegar hún var lögð í rúmið um 2 leytið.
Fyrsti í aðventu var notaður til að skreyta hérna inn og setja upp jólaseríur. Inga Rós er mjög hrifin af jólaljósunum og segir alltaf vááá vááá. Orðaforðinn hennar eykst jafnóðum og er hún dugleg að herma eftir manni.
Hún er reyndar búin að vera veik síðan þá. Er búin að vera með kvef og fékk hálfgert kvef í augun svo hún fékk dropa fyrir því. Er nú að vona að hún komist til dagmömmunnar á morgun því það eru litlu jólin hjá þeim, vil ekki að hún missi af þeim.
Núna er hún bara sofandi við hliðin á mér á meðan Happy Feet er í sjónvarpinum. Litla krútt.
Ég er að vinna í því að setja inn myndir frá helginni inn á síðuna hennar. Svo þær koma á eftir. Annars fer að styttast í afmælin okkar og verður náttlega veisla haldin hér til að fagna því að maður verður orðin árinu eldri.
Afmælisbörn mánaðarins eru eftirfarandi: Guðni verður 28 ára 7 des, Finnur 28 ára 8 des, ég 27 ára 9 des, Eiríkur 24 ára 12 des og Guðrún frá Kolding verður 30 ára 16 des. Ef ég er að gleyma einhverjum þá biðst ég fyrirgefningar á því.
Jæja ætla fara hætta þessu bulli.
Þar til næst
See ya
þriðjudagur, nóvember 20, 2007
Back in DK..........
Jæja þá er maður komin aftur til Denmark eftir frábæra helgi í London. Helle kom reyndar ekki með mér til London þar sem hún varð fárveik og gat því ekki komið með. Leiðinlegt fyrir hana, en Finnur kom með mér í staðinn fyrir Helle. Hvað gerðum við, við Ingu Rós? Nú við fengum pössun fyrir hana alla helgina. Solla og Einar komu mér til bjargar og buðust til að passa litla dýrið og húsið á meðan við myndum skella okkur til London. Og heppnaðist þessi helgi vel í alla staði. Hún var mjög góð alla helgina og gátum við því átt æðislega helgi bara tvö ein.
Það eina sem við gerðum í London var að versla, versla, versla. Við löbbuðum allt Oxford stræti upp og niður og náðum að klára fullt af jólagjöfum og fylla 2 ferðatöskur.
Á laugardeginum hittum við Charlene vinkonu því við ætluðum öll saman í leikhús. Við byrjuðum á að fara út að borða á TGI Fridays og hittum við einnig Hreiðar sem bjó hérna í Kolding þá en hann borðaði með okkur. Við fengum mjög góðan mat og drykki og skemmtum okkur konunglega.
Eftir mat kvöddum við Hreiðar og héldum okkar leið að Tottenham Court til að sjá Queen showið We Will Rock You. Sem by the way var geggjað. Frábær lög og sýning í alla staði. Langt síðan maður hefur sungið svona mikið. Getið séð myndir frá ferðinni hérna.
Það var voða gott að fara heim á sunnudaginn. Ég var farin sakna Ingu Rós frekar mikið og var því gaman að koma heim og knúsa litla dýrið.
Aftur við ég þakka Sollu og Einari æðislega fyrir pössunina.
Guðrún frænka er að koma núna á eftir í heimsókn með fulla tösku af íslensku góðgæti nammi namm.
En ég er að spá í að láta þetta gott heita í bili.
Þar til næst
See ya
Það eina sem við gerðum í London var að versla, versla, versla. Við löbbuðum allt Oxford stræti upp og niður og náðum að klára fullt af jólagjöfum og fylla 2 ferðatöskur.
Á laugardeginum hittum við Charlene vinkonu því við ætluðum öll saman í leikhús. Við byrjuðum á að fara út að borða á TGI Fridays og hittum við einnig Hreiðar sem bjó hérna í Kolding þá en hann borðaði með okkur. Við fengum mjög góðan mat og drykki og skemmtum okkur konunglega.
Eftir mat kvöddum við Hreiðar og héldum okkar leið að Tottenham Court til að sjá Queen showið We Will Rock You. Sem by the way var geggjað. Frábær lög og sýning í alla staði. Langt síðan maður hefur sungið svona mikið. Getið séð myndir frá ferðinni hérna.
Það var voða gott að fara heim á sunnudaginn. Ég var farin sakna Ingu Rós frekar mikið og var því gaman að koma heim og knúsa litla dýrið.
Aftur við ég þakka Sollu og Einari æðislega fyrir pössunina.
Guðrún frænka er að koma núna á eftir í heimsókn með fulla tösku af íslensku góðgæti nammi namm.
En ég er að spá í að láta þetta gott heita í bili.
Þar til næst
See ya
þriðjudagur, nóvember 13, 2007
London baby........
Ójá ég er að fara til London eftir 2 daga og ég hlakka ekkert smá til. Ég og Helle erum að fara stelpuferð sem felst í því að versla, borða góðan mat og leikhús. Taskan mín verður frekar tóm á leiðinni til London en ég vonast eftir því að geta fyllt hana áður en við förum heim aftur.
Ég held samt að þetta verði dáldið skrýtið þar sem ég verð frá Ingu Rós í 3 nætur og hef ég aldrei verið svona lengi frá henni frá því að hún fæddist. Þau feðgin eiga eftir að hafa það voða kósý held ég hérna heima.
Ég er byrjuð á jólagjafastússinu og eru nokkrar komnar í hús og vonandi tekst mér að fjölga þeim á meðan ég verð í London. Ég hlakka ekkert smá til jólanna. Fram að jólum er búið að plana jólaföndur huggulegheit með stelpunum og ferð til Flensborg eða Hamborgar að skoða jólamarkaði. Svo 23 des þá fáum við gesti frá Íslandi sem hafa ákveðið að eyða jólum og áramótum hjá okkur í Baunalandi. Jú Tengdapabbi og co ætla koma hingað og vera með okkur jólin. Ég var farin að hlakka pínu til að vera 3 um jólin en að fá fjölskyldumeðlimi í heimsókn topppar allt. Og veit ég fyrir víst að það verður komið með hangikjet og laufabrauð svo þetta verður æðislegt.
Inga Rós er búin að vera frekar erfið síðustu daga þegar ég droppa henni af hjá dagmömmunni. Grætur hún frekar mikið og maður fær eiginlega sting í hjartað þegar maður labbar í burtu. En í morgun þá held ég að ég sé búin að komast að því afhverju hún hefur látið svona. Það er ein stelpa með henni þarna sem heitir Sofia og er hún búin að vera veik í næstum 2 vikur en hún var komin þegar við komum í morgun og Ingu Rós fannst það ekki leiðinlegt. Hún var allavega ekki lengi að kyssa mig blessi og hafði varla tíma til að vinka bæ. Ótrúleg þessi börn.
Jæja það eru þó nokkur afmælisbörn í þessum mánuði. 2 nóvember áttu Mæja, Helle og Toddi afmæli, 7 nóv. var það Baldur, 12 nóv Guðrún frænka, 16 nóv. á Ásdís stórafmæli, 19 nóv. á tengdapabbi afmæli og 24 nóv áTinna guðmóðir Ingu Rós afmæli. Ég held að ég sé ekki að gleyma neinum en ef svo er þá biðst ég afsökunar á því.
Annars er Guðrún frænka að koma til okkar í næstu viku og ætlar hún að stoppa í 2 daga áður en hún fer til Köben að hitta vinkonur sínar. Það kemur eitthvað góðgæti með henni sem verður gaman. Það er alltaf gaman að fá eitthvað gott frá Íslandi sérstaklega læri og hangikjöt.
Það er annars allt gott að frétta af okkur. Allir á fullu að gera sitt og veturinn er að ganga í garð. Fann það í morgun þegar það stóð -2,4 á mælinum og hrím yfir öllur. Brrrrrrrrrrr. Sem betur fer þurfti ég ekki að skafa þar sem bíllinn er geymdur undir bílskýlinu.
Jæja ætla láta þetta gott heita í bili og fara koma mér til kíropraktors. Hef nóg að gera í dag áður en ég fer til London.
Þar til næst
See ya
Ég held samt að þetta verði dáldið skrýtið þar sem ég verð frá Ingu Rós í 3 nætur og hef ég aldrei verið svona lengi frá henni frá því að hún fæddist. Þau feðgin eiga eftir að hafa það voða kósý held ég hérna heima.
Ég er byrjuð á jólagjafastússinu og eru nokkrar komnar í hús og vonandi tekst mér að fjölga þeim á meðan ég verð í London. Ég hlakka ekkert smá til jólanna. Fram að jólum er búið að plana jólaföndur huggulegheit með stelpunum og ferð til Flensborg eða Hamborgar að skoða jólamarkaði. Svo 23 des þá fáum við gesti frá Íslandi sem hafa ákveðið að eyða jólum og áramótum hjá okkur í Baunalandi. Jú Tengdapabbi og co ætla koma hingað og vera með okkur jólin. Ég var farin að hlakka pínu til að vera 3 um jólin en að fá fjölskyldumeðlimi í heimsókn topppar allt. Og veit ég fyrir víst að það verður komið með hangikjet og laufabrauð svo þetta verður æðislegt.
Inga Rós er búin að vera frekar erfið síðustu daga þegar ég droppa henni af hjá dagmömmunni. Grætur hún frekar mikið og maður fær eiginlega sting í hjartað þegar maður labbar í burtu. En í morgun þá held ég að ég sé búin að komast að því afhverju hún hefur látið svona. Það er ein stelpa með henni þarna sem heitir Sofia og er hún búin að vera veik í næstum 2 vikur en hún var komin þegar við komum í morgun og Ingu Rós fannst það ekki leiðinlegt. Hún var allavega ekki lengi að kyssa mig blessi og hafði varla tíma til að vinka bæ. Ótrúleg þessi börn.
Jæja það eru þó nokkur afmælisbörn í þessum mánuði. 2 nóvember áttu Mæja, Helle og Toddi afmæli, 7 nóv. var það Baldur, 12 nóv Guðrún frænka, 16 nóv. á Ásdís stórafmæli, 19 nóv. á tengdapabbi afmæli og 24 nóv áTinna guðmóðir Ingu Rós afmæli. Ég held að ég sé ekki að gleyma neinum en ef svo er þá biðst ég afsökunar á því.
Annars er Guðrún frænka að koma til okkar í næstu viku og ætlar hún að stoppa í 2 daga áður en hún fer til Köben að hitta vinkonur sínar. Það kemur eitthvað góðgæti með henni sem verður gaman. Það er alltaf gaman að fá eitthvað gott frá Íslandi sérstaklega læri og hangikjöt.
Það er annars allt gott að frétta af okkur. Allir á fullu að gera sitt og veturinn er að ganga í garð. Fann það í morgun þegar það stóð -2,4 á mælinum og hrím yfir öllur. Brrrrrrrrrrr. Sem betur fer þurfti ég ekki að skafa þar sem bíllinn er geymdur undir bílskýlinu.
Jæja ætla láta þetta gott heita í bili og fara koma mér til kíropraktors. Hef nóg að gera í dag áður en ég fer til London.
Þar til næst
See ya
miðvikudagur, október 31, 2007
Happy Halloween..........
Jæja ég vildu nú bara óska ykkur gleðilegra hrekkjavöku. Þó að við höldum nú ekkert sérstaklega upp þennann dag þá lét Finnur það ekki aftra sér í að skera út grasker sem kom nokkuð vel út. Ingu Rós fannst þetta rosa áhugavert svo ég smellti nokkrum myndum af henni vera skoða það.
Annars er ósköp lítið að frétta. Haustið er komið og ekki langt í veturinn því aðeins er farið að kólna hérna. Við fórum um daginn í göngutúr í Marielundskov hérna í Kolding og var það virkilega gaman og fallegir haustlitirnir og ekki skemmdi veðrið. Ingu Rós fannst mjög gaman að labba um í öllum laufblöðunum og spjalla við endurnar.
Hún er farin að auka við orðaforðann sinn. Heyrst hefur frá henni obbosí, tak, ahi(afi), dótið, úff og ó þegar kveikt er upp í kamínunni, daddi og dudda. Þetta er allt að koma hjá henni. En það er mjög gaman að sjá að hún skilur bæði dönsku og íslensku, þannig að við höfum engar áhyggjur af henni og þessum tungumálum sem töluð eru í kringum hana.
Jæja jólabjórinn kemur í hús á föstudaginn kl. 20:59 og erum við búin að fá pössun fyrir Ingu Rós. En Helle vinkona á líka afmæli svo það verða 2 flugur slegnar í einu höggi þetta kvöld.
Svo eru bara 15 dagar þangað til að ég fer til London. Jei ég hlakka svo til. Það verður verslað, borðaður góður matur og farið í leikhús. Verður örugglega mjög skrýtið að fara svona frá Ingu Rós en það verður þá bara ennþá meira gaman að koma heim.
Jæja ætla fara hætta þessu bulli og koma mér af stað í skólann. Þarf víst að fara í einn tíma í stærðfræði.
Þar til næst
See ya
Annars er ósköp lítið að frétta. Haustið er komið og ekki langt í veturinn því aðeins er farið að kólna hérna. Við fórum um daginn í göngutúr í Marielundskov hérna í Kolding og var það virkilega gaman og fallegir haustlitirnir og ekki skemmdi veðrið. Ingu Rós fannst mjög gaman að labba um í öllum laufblöðunum og spjalla við endurnar.
Hún er farin að auka við orðaforðann sinn. Heyrst hefur frá henni obbosí, tak, ahi(afi), dótið, úff og ó þegar kveikt er upp í kamínunni, daddi og dudda. Þetta er allt að koma hjá henni. En það er mjög gaman að sjá að hún skilur bæði dönsku og íslensku, þannig að við höfum engar áhyggjur af henni og þessum tungumálum sem töluð eru í kringum hana.
Jæja jólabjórinn kemur í hús á föstudaginn kl. 20:59 og erum við búin að fá pössun fyrir Ingu Rós. En Helle vinkona á líka afmæli svo það verða 2 flugur slegnar í einu höggi þetta kvöld.
Svo eru bara 15 dagar þangað til að ég fer til London. Jei ég hlakka svo til. Það verður verslað, borðaður góður matur og farið í leikhús. Verður örugglega mjög skrýtið að fara svona frá Ingu Rós en það verður þá bara ennþá meira gaman að koma heim.
Jæja ætla fara hætta þessu bulli og koma mér af stað í skólann. Þarf víst að fara í einn tíma í stærðfræði.
Þar til næst
See ya
föstudagur, október 12, 2007
Haustfrí og lasarus
Jæja þá er maður komin í haustfrí sem er bara ljúft. Ég ætla þó að nýta tímann í að lesa og læra eitthvað. En það verður farin ein ferð í IKEA með Einari og Sollu þar sem þeim vantar hitt og þetta og ég ætla nota tækifærið og skoða og kannski versla aðeins. Og svo verður líka skroppið til Þýskalands þar sem lagerinn er tómur.
Jónas frændi er komin og farin. Stoppaði stutt en það var mjög gaman að fá hann í heimsókn þar sem við höfum ekki séð hann síðan í janúar. Ingu Rós fannst ekki leiðinlegt að hitta hann þó hún hafði litla orku til að segja bless á laugardeginum þar sem litla skinnið var komin með 40°C hita.
Síðast liðin vika er því búin að vera strembin. Finnur er búin að vera heima alla vikuna með Ingu Rós því ég hef þurft að mæta í skólann og vinna að skilaverkefnum. Hann fór þó að vinna í dag.
Við fórum með Ingu Rós til læknis á þriðjudaginn og þar var okkur sagt að hún væri með vírus en ef hitinn lækkar ekki eftir 3-4 daga þá eigum við að koma aftur. Well ennþá er hún með hita, vill ekki leika sér, sefur meira og minna allann daginn og borðar lítið. Finnur hringdi í lækninn og okkur var sagt að það væri full seint að hringja núna þar sem þau væru að loka kl 13:30 og við þurfum því að bíða til kl 16 eftir að læknavaktin opni ef við viljum hitta lækni.
Ljúft líf að vera heimilislæknir.
Jæja litli lasarus er vöknuð svo ég þarf að fara sinna henni.
Þar til næst
See ya
Jónas frændi er komin og farin. Stoppaði stutt en það var mjög gaman að fá hann í heimsókn þar sem við höfum ekki séð hann síðan í janúar. Ingu Rós fannst ekki leiðinlegt að hitta hann þó hún hafði litla orku til að segja bless á laugardeginum þar sem litla skinnið var komin með 40°C hita.
Síðast liðin vika er því búin að vera strembin. Finnur er búin að vera heima alla vikuna með Ingu Rós því ég hef þurft að mæta í skólann og vinna að skilaverkefnum. Hann fór þó að vinna í dag.
Við fórum með Ingu Rós til læknis á þriðjudaginn og þar var okkur sagt að hún væri með vírus en ef hitinn lækkar ekki eftir 3-4 daga þá eigum við að koma aftur. Well ennþá er hún með hita, vill ekki leika sér, sefur meira og minna allann daginn og borðar lítið. Finnur hringdi í lækninn og okkur var sagt að það væri full seint að hringja núna þar sem þau væru að loka kl 13:30 og við þurfum því að bíða til kl 16 eftir að læknavaktin opni ef við viljum hitta lækni.
Ljúft líf að vera heimilislæknir.
Jæja litli lasarus er vöknuð svo ég þarf að fara sinna henni.
Þar til næst
See ya
þriðjudagur, október 02, 2007
Í fréttum er þetta helst........
Vá ég veit hreinlega ekki hvað ég á að skrifa um. Ég er eitthvað svo blanc. Ég er náttlega í skólanum á fullu. Þetta er frekar erfitt sérstaklega stærðfræðin. Kennarinn kennir á dönsku, bókin er á ensku og ég er að reyna rifja upp stærðfræðina á íslensku. Kannski ekki besta blandan en þetta reddast vonandi. Ég er í studiegrúppu þar sem við hittumst 5 og lærum stærðfræði saman og ég keypti mér einhverja heavy duty reiknivél í dag sem gerir gröf og margt annað. Geggjun ég veit en þetta reddast.
Veðrið er fínt hérna hjá okkur eins og er, allavega á daginn. Hann hangir í 15-16°C á daginn og sól en er svo að læðast í 5°C á næturnar svo það er frekar kalt þegar við förum út á morgnanna.
Litla dýrið er með smá kvef en annars er hún hress. Henni finnst rosa gaman að fara til dagmömmunnar og það er svo gaman að hún verður stundum fúl þegar maður kemur og sækir hana. Það er hægt að segja að hún er mjög ákveðin unga stúlka. Veit ekki hvaðan hún hefur það.
Jæja hvað meira get ég sagt. Jú Jónas frændi er að koma í heimsókn. Hann er að keyra frá Frakklandi því hann er að fara taka Norrænu á laugardaginn svo hann ætlar að stoppa hér í 1-2 nætur. Það verður bara gaman að fá hann í heimsókn þar sem ég hef ekki séð hann síðan um áramót en hann er búinn að vera í Frakklandi að kokkast.
Jæja meira veit ég ekki hvað ég á að tala um því hér gengur allt sinn vanagang. Líkurnar á að við verðum hér um jól og áramót aukast svo sorry fólk ekkert djamm með okkur um áramót nema þið komið til okkar.
Jæja ætla fara bjarga geisladiskunum frá Ingu Rós.
Þar til næst
See ya
Veðrið er fínt hérna hjá okkur eins og er, allavega á daginn. Hann hangir í 15-16°C á daginn og sól en er svo að læðast í 5°C á næturnar svo það er frekar kalt þegar við förum út á morgnanna.
Litla dýrið er með smá kvef en annars er hún hress. Henni finnst rosa gaman að fara til dagmömmunnar og það er svo gaman að hún verður stundum fúl þegar maður kemur og sækir hana. Það er hægt að segja að hún er mjög ákveðin unga stúlka. Veit ekki hvaðan hún hefur það.
Jæja hvað meira get ég sagt. Jú Jónas frændi er að koma í heimsókn. Hann er að keyra frá Frakklandi því hann er að fara taka Norrænu á laugardaginn svo hann ætlar að stoppa hér í 1-2 nætur. Það verður bara gaman að fá hann í heimsókn þar sem ég hef ekki séð hann síðan um áramót en hann er búinn að vera í Frakklandi að kokkast.
Jæja meira veit ég ekki hvað ég á að tala um því hér gengur allt sinn vanagang. Líkurnar á að við verðum hér um jól og áramót aukast svo sorry fólk ekkert djamm með okkur um áramót nema þið komið til okkar.
Jæja ætla fara bjarga geisladiskunum frá Ingu Rós.
Þar til næst
See ya
laugardagur, september 08, 2007
Fréttir frá Baunalandi
Jæja þar sem ég hef fengið kvörtun vegna bloggleysis þá ákvað ég að skella nokkrum línum hérna inn. Jæja þá hvað erum við búin að vera gera af okkur síðast liðnar vikur. Nú við fengum heimsókn frá Álaborgargenginu og var það mjög gaman að fá þau í heimsókn. Ingu Rós og Önnu Valdísi kom bara nokkuð vel saman. Við skelltum okkur til Flensborgar og eyddum laugardegi þar. Borðuðum góðan mat og keyptum mjög góðan mat sem við grilluðum svo um kvöldið.
Jú ég er byrjuð í skólanum og veit ekki alveg hvernig mér finnst þetta nám. Þetta er kennt á dönsku og þó ég geti bjargað mér og chitt chattað aðeins á dönsku þá er er aðeins erfiðara að hlusta kennarana tala rosa hratt um fjármál og nota orð sem ég varla skil. En við skulum bíða og sjá hvort þetta lagist ekki.
Finnur er byrjaður að spila fótbolta og er hann að fara með strákunum næstu helgi til Horsens að spila á klakamótinu sem er fótboltamót Íslendinga hérna í DK. Honum finnst mjög gaman og hann fær góða hreyfingu út úr þessu.
Ég ákvað hins vegar að byrja í Pilates og lofaði fyrsti tíminn góðu.
Inga Rós er búin að vera hjá gestadagmömmu og finnst henni mjög gaman þar sérstaklega þar sem hún á hund. Inga Rós bara vinkar mér þegar ég skil hana eftir á morgnana og knúsar mig þegar ég sæki hana. Hún á að vera þarna í eina viku í viðbót og svo fer hún til sinnar reglulegu dagmömmu. Vonandi verður það í lagi. Annars braggast hún bara vel og er gaman að sjá hversu mikið hún breytist og þroskast á hverjum degi.
Annars er voða lítið að frétta af okkur hérna úr baunalandinu nema við erum að spá í að koma ekki til Íslands um jólin. Þannig að litla fjölskyldan er að spá í að eyða jólum og áramótum hérna í DK. Ástæðan er sú að ég er í skólanum til 21 des. og á svo að fara í próf í janúar og við spörum okkur pening. Þannig að við ætlum að eiga stresslaus jól þetta árið.
Jæja ætla láta þetta gott heita
P.S. Við viljum óska Mæju og Óla innilega til hamingju með litla prinsinn.
Þar til næst
See ya
Jú ég er byrjuð í skólanum og veit ekki alveg hvernig mér finnst þetta nám. Þetta er kennt á dönsku og þó ég geti bjargað mér og chitt chattað aðeins á dönsku þá er er aðeins erfiðara að hlusta kennarana tala rosa hratt um fjármál og nota orð sem ég varla skil. En við skulum bíða og sjá hvort þetta lagist ekki.
Finnur er byrjaður að spila fótbolta og er hann að fara með strákunum næstu helgi til Horsens að spila á klakamótinu sem er fótboltamót Íslendinga hérna í DK. Honum finnst mjög gaman og hann fær góða hreyfingu út úr þessu.
Ég ákvað hins vegar að byrja í Pilates og lofaði fyrsti tíminn góðu.
Inga Rós er búin að vera hjá gestadagmömmu og finnst henni mjög gaman þar sérstaklega þar sem hún á hund. Inga Rós bara vinkar mér þegar ég skil hana eftir á morgnana og knúsar mig þegar ég sæki hana. Hún á að vera þarna í eina viku í viðbót og svo fer hún til sinnar reglulegu dagmömmu. Vonandi verður það í lagi. Annars braggast hún bara vel og er gaman að sjá hversu mikið hún breytist og þroskast á hverjum degi.
Annars er voða lítið að frétta af okkur hérna úr baunalandinu nema við erum að spá í að koma ekki til Íslands um jólin. Þannig að litla fjölskyldan er að spá í að eyða jólum og áramótum hérna í DK. Ástæðan er sú að ég er í skólanum til 21 des. og á svo að fara í próf í janúar og við spörum okkur pening. Þannig að við ætlum að eiga stresslaus jól þetta árið.
Jæja ætla láta þetta gott heita
P.S. Við viljum óska Mæju og Óla innilega til hamingju með litla prinsinn.
Þar til næst
See ya
þriðjudagur, ágúst 14, 2007
Hitt og þetta
Jæja ég ákvað að henda hérna inn nokkrum línum aðallega til að láta fólk vita að við erum á lífi.
Kristín og Karen vinkona hennar eru búnar að vera hérna hjá okkur og skemmtum við okkur konunglega. Var náttlega farið með þær að shoppa og svo var kíkt á næturlífið hérna í Kolding og held ég að þær hafi verið nokkuð ánægðar með það. Allavega fannst þeim strákarnir hérna ekkert slor ;)
Anyway þá komst ég inn í Syddanski Universitet svo ég sest enn á ný á skólabekkinn í haust sem verður vonandi fínt og stefni ég að klára bachelorinn á næsta ári.
Inga Rós er einnig komin með dagmömmu sem er frábært. Hún heitir Malien og eru 4 börn hjá henni alltaf en svo er hún með aukapláss ef einhver önnur dagmamma verður veik eða fer í frí. Þær eru víst 4 dagmömmur sem vinna svona nokkurn veginn saman þ.e. þær hittast svo öll börnin kynnist þeim ef svo kemur til að þau þurfi að fara til aðra dagmömmu í smá tíma. En allavega þá held ég að Ingu Rós hafi litist ágætlega á aðstæður. Hún byrjaði í aðlögun í morgun í nokkra tíma. Þetta var mjög skrýtið ef ekki pínu erfitt að skilja hana eftir svona en þetta verður gott fyrir hana og mig. Dagurinn hjá henni var svona upp og niður. Vildi náttlega fá mömmu sína en svo inn á milli var hún fín. Hún fer svo aftur á morgun og þá kemur í ljós hvernig hún tekur því að vera skilin eftir því ég var með Ingu Rós í c.a. klst í morgun en á morgun mun ég ekkert stoppa.
Síðasti gestur sumarsins kemur á fimmtudaginn en þá kemur Charlene vinkona frá Englandi. Við eigum eftir að bauka eitthvað saman.
Jæja ætla að fara hætta þessu bulli og fara kannski að lesa einhverja bók áður en maður dembir sér í skólabækurnar.
Þar til næst
See ya
Kristín og Karen vinkona hennar eru búnar að vera hérna hjá okkur og skemmtum við okkur konunglega. Var náttlega farið með þær að shoppa og svo var kíkt á næturlífið hérna í Kolding og held ég að þær hafi verið nokkuð ánægðar með það. Allavega fannst þeim strákarnir hérna ekkert slor ;)
Anyway þá komst ég inn í Syddanski Universitet svo ég sest enn á ný á skólabekkinn í haust sem verður vonandi fínt og stefni ég að klára bachelorinn á næsta ári.
Inga Rós er einnig komin með dagmömmu sem er frábært. Hún heitir Malien og eru 4 börn hjá henni alltaf en svo er hún með aukapláss ef einhver önnur dagmamma verður veik eða fer í frí. Þær eru víst 4 dagmömmur sem vinna svona nokkurn veginn saman þ.e. þær hittast svo öll börnin kynnist þeim ef svo kemur til að þau þurfi að fara til aðra dagmömmu í smá tíma. En allavega þá held ég að Ingu Rós hafi litist ágætlega á aðstæður. Hún byrjaði í aðlögun í morgun í nokkra tíma. Þetta var mjög skrýtið ef ekki pínu erfitt að skilja hana eftir svona en þetta verður gott fyrir hana og mig. Dagurinn hjá henni var svona upp og niður. Vildi náttlega fá mömmu sína en svo inn á milli var hún fín. Hún fer svo aftur á morgun og þá kemur í ljós hvernig hún tekur því að vera skilin eftir því ég var með Ingu Rós í c.a. klst í morgun en á morgun mun ég ekkert stoppa.
Síðasti gestur sumarsins kemur á fimmtudaginn en þá kemur Charlene vinkona frá Englandi. Við eigum eftir að bauka eitthvað saman.
Jæja ætla að fara hætta þessu bulli og fara kannski að lesa einhverja bók áður en maður dembir sér í skólabækurnar.
Þar til næst
See ya
laugardagur, ágúst 04, 2007
Til hamingju með afmælið...
Elsku litla rósin okkar er orðin 1 árs gömul í dag. Varð reyndar 1 árs þegar við vorum að fara um borð í vélina í nótt. En vá ég trúi því varla að hún sé orðin eins árs. Hún er orðin svo stór og farin að labba (hlaupa) út um allt.
Innilega til hamingju með afmælið elsku Inga Rós
Knús og kossar
Mamma og pabbi
P.S. erum að henda inn myndum frá því í júlí.
Innilega til hamingju með afmælið elsku Inga Rós
Knús og kossar
Mamma og pabbi
P.S. erum að henda inn myndum frá því í júlí.
Fullt hús af gestum
Úff þar sem það hefur eiginlega ekki gefist tími til að blogga síðustu vikur þá verð ég að skella inn nokkrum línum.
Eins og fyrirsögnin gefur til kynna þá var júlí mjög busy. Það byrjaði á að Ásdís og strákarnir komu í heimsókn og nokkrum dögum seinna kom Íris Sól dóttir Ásdísar með lest frá pabba sínum. Það var alveg frábært að fá þau í heimsókn og var gert eitt og annað. Við fórum með strákana í Ljónagarðinn í mjög góðu veðri og svo tókum við allann krakkaskarann í Legoland. Úff segi ég bara. Við fengum 27°c og sól og garðurinn var stútfullur af fólki. Reyni þetta ekki í bráð. Ég og Ásdís skildum svo Finn eftir með öll börnin á meðan við fórum í verslunarleiðangur og verslaði Ásdís svo mikið að hún fékk eina litla tösku lánað hjá okkur en það var ekki nóg því við fórum heim með einn poka fullann af fötum sem gleymdist hehehe.
Á meðan Ásdís og co voru hérna þá renndu Baldur, Arna og Sonja Líf í hlaðið og var þá fólksfjöldin á Christen Bergs Vej 11 orðin 11. Þetta stóð í 2 daga eða þangað til að Ásdís fór heim með liðið sitt. Við gátum náttlega ekki svikið Baldur og co með Legoland svo það var haldið eina ferðina enn til Billund. Mjög fínt veður og troðinn garður. Eins og með aðra gesti þá var farið í mollið og tókst Baldri og Örnu að slá kaup Ásdísar út í H & M. Þessi verslunarferð endaði svo á að ég lenti á svörtum lista hjá H & M en það er löng og leiðinleg saga að segja frá. Þau fóru svo 22 júlí til Köben og það var fáranlega rólegt í húsinu :)
Við tókum lestina snemma til Köben 25 júlí til að fara í Tívolíið með Baldri og co og skemmtum við okkur konunglega. Enduðum við svo borgarferðina á að borða á geggjuðm Áströlskum stað sem heitir Reef N' Beef. Baldur og Finnur fengu sér 600 gr. steik sem var svona í stærri kantinum sem by the way þeir kláruðu og Baldur fékk sér eftirrétt. Þið getið séð hér til hliðar stærðina á þessari steik miðað við stærð á kveikjara. Ég og Arna fengum okkur Kengúru kjöt og Evíta fékk sér krókudíla kjöt. Ekkert smá stolt af minni stelpu þar sem hún var búin að ákveða löngu áður að hún ætlaði sér að fá sér kengúru eða krókudíl.
Við flugum svo heim um kvöldið og lentum á klakanum um 23:30 og skiluðum Evítu af okkur. Við eigum eftir að sakna hennar mjög mikið aðallega þó Inga Rós.
Takk Evíta fyrir æðislegt sumar :)
Íslandsförin var stutt en skemmtileg. Við héldum upp á afmælið hennar Ingu Rósar og heppnaðist það mjög vel. Hún fékk fullt af gjöfum og viljum við þakka aftur fyrir okkar dömu. Inga Rós skemmti sér konunglega hjá ömmu og afa í Mosó. Gaf þeim nokkrum sinnum vægt hjartaáfall og fór í pottinn með þeim og leiddist henni það ekki því hún elskar vatn. Það var erfitt að segja bless við mömmu og pabba en það verður gaman þegar við komum um jólin því Inga Rós verður orðin stærri og eldri. Við vorum 13 tíma að ferðast heim og greyið litla varð veik. Þegar við komum loks til Kolding þá var hún komin með 40°C og hálsbólgu að það heyrðist varla í henni. Við drifum okkum upp á læknavakt og fengum stíla til að gefa henni. Hún er þó öll að hressast en við missum að lítilli afmælisveislu sem mömmuhópurinn ætlar að vera með á morgun. En svona er þetta.
Jæja ætla láta þetta gott heita
Þar til næst
See ya
Eins og fyrirsögnin gefur til kynna þá var júlí mjög busy. Það byrjaði á að Ásdís og strákarnir komu í heimsókn og nokkrum dögum seinna kom Íris Sól dóttir Ásdísar með lest frá pabba sínum. Það var alveg frábært að fá þau í heimsókn og var gert eitt og annað. Við fórum með strákana í Ljónagarðinn í mjög góðu veðri og svo tókum við allann krakkaskarann í Legoland. Úff segi ég bara. Við fengum 27°c og sól og garðurinn var stútfullur af fólki. Reyni þetta ekki í bráð. Ég og Ásdís skildum svo Finn eftir með öll börnin á meðan við fórum í verslunarleiðangur og verslaði Ásdís svo mikið að hún fékk eina litla tösku lánað hjá okkur en það var ekki nóg því við fórum heim með einn poka fullann af fötum sem gleymdist hehehe.
Á meðan Ásdís og co voru hérna þá renndu Baldur, Arna og Sonja Líf í hlaðið og var þá fólksfjöldin á Christen Bergs Vej 11 orðin 11. Þetta stóð í 2 daga eða þangað til að Ásdís fór heim með liðið sitt. Við gátum náttlega ekki svikið Baldur og co með Legoland svo það var haldið eina ferðina enn til Billund. Mjög fínt veður og troðinn garður. Eins og með aðra gesti þá var farið í mollið og tókst Baldri og Örnu að slá kaup Ásdísar út í H & M. Þessi verslunarferð endaði svo á að ég lenti á svörtum lista hjá H & M en það er löng og leiðinleg saga að segja frá. Þau fóru svo 22 júlí til Köben og það var fáranlega rólegt í húsinu :)
Við tókum lestina snemma til Köben 25 júlí til að fara í Tívolíið með Baldri og co og skemmtum við okkur konunglega. Enduðum við svo borgarferðina á að borða á geggjuðm Áströlskum stað sem heitir Reef N' Beef. Baldur og Finnur fengu sér 600 gr. steik sem var svona í stærri kantinum sem by the way þeir kláruðu og Baldur fékk sér eftirrétt. Þið getið séð hér til hliðar stærðina á þessari steik miðað við stærð á kveikjara. Ég og Arna fengum okkur Kengúru kjöt og Evíta fékk sér krókudíla kjöt. Ekkert smá stolt af minni stelpu þar sem hún var búin að ákveða löngu áður að hún ætlaði sér að fá sér kengúru eða krókudíl.
Við flugum svo heim um kvöldið og lentum á klakanum um 23:30 og skiluðum Evítu af okkur. Við eigum eftir að sakna hennar mjög mikið aðallega þó Inga Rós.
Takk Evíta fyrir æðislegt sumar :)
Íslandsförin var stutt en skemmtileg. Við héldum upp á afmælið hennar Ingu Rósar og heppnaðist það mjög vel. Hún fékk fullt af gjöfum og viljum við þakka aftur fyrir okkar dömu. Inga Rós skemmti sér konunglega hjá ömmu og afa í Mosó. Gaf þeim nokkrum sinnum vægt hjartaáfall og fór í pottinn með þeim og leiddist henni það ekki því hún elskar vatn. Það var erfitt að segja bless við mömmu og pabba en það verður gaman þegar við komum um jólin því Inga Rós verður orðin stærri og eldri. Við vorum 13 tíma að ferðast heim og greyið litla varð veik. Þegar við komum loks til Kolding þá var hún komin með 40°C og hálsbólgu að það heyrðist varla í henni. Við drifum okkum upp á læknavakt og fengum stíla til að gefa henni. Hún er þó öll að hressast en við missum að lítilli afmælisveislu sem mömmuhópurinn ætlar að vera með á morgun. En svona er þetta.
Jæja ætla láta þetta gott heita
Þar til næst
See ya
miðvikudagur, júlí 11, 2007
Allt á fullu......
Úff ég afsaka bara þetta bloggleysi. Maður er bara búin að vera busy og svo þegar man að það sé komin tími til að blogga þá fer að maður að gera eitthvað annað svo bloggið gleymist.
Jæja hvað get ég sagt. Nú við erum búin að vera í gestapásu frá því að Konni fór 1 júlí en á morgun koma svo Ásdís og strákarnir og okkur hlakkar ekkert smá til að fá þau í heimsókn. Það verður gert eitt og annað á meðan dvöl þeirra stendur.
Síðustu helgi skellti ég mér á Bryan Adams tónleika með stelpunum. Þetta voru útitónleikar og það var búið að rigna meira og minna allann daginn en svo stytti upp eftir kl 19 og kvöldsólin mætti á svæðið og veðrið var geggjað. Frábærir tónleikar í geggjuðu veðri. Ég bjóst nú ekkert við miklu en við skemmtum okkur alveg konunglega. Laugardagurinn fór nú mestu í afslöppun hjá okkur öllum en svo á sunnudag skelltum við okkur í Legoland. Þar var farið í fleiri tæki en síðast og Evíta komst í rússibana sem hún komst ekki síðast og skemmti sér konunglega. Næsta Legoland ferð verður farin á mánudag með Ásdísi, strákunum og Írisi Sól (sem kemur hérna frá pabba sínum á sunnudag) og svo verður fjórða Legoland fer farin 19 júlí með Baldri og co. Gaman gaman.
En þið sem hafið ekki frétt það en þá erum við að koma á klakann 25 júlí. Þetta verður ekki langt stopp en við förum til baka 4 ágúst. Við þurfum að tæma geymsluna okkar í Hraunbænum og afhenda íbúðina þar sem við erum búin að selja. Við verðum upp í Mosó svo ef þið viljið hitta okkur þá vitið hvert þið getið komið þar sem við verðum ekki með bíl. Sömu símanúmer verða í gildi svo endilega verðið í bandi.
Inga Rós er komin á fullt skrið með að labba. Ég taldi nú 28 skref hjá henni í gær en hún labbar annars alveg ein frá herbergi til herbergis. Þeim frænkum kemur rosalega vel saman. Sú litla dýrkar stóru frænku sína og Evíta er mjög dugleg að leika við hana og hjálpa okkur að passa hana. Ég veit bara ekki hvað Inga Rós gerir þegar Evíta fer aftur heim.
Jæja ætla fara láta þetta gott heita og koma litla dýrina út í vagn að lúlla.
P.S. er að henda inn nýjum myndum hjá Ingu Rós.
Þar til næst
See ya
Jæja hvað get ég sagt. Nú við erum búin að vera í gestapásu frá því að Konni fór 1 júlí en á morgun koma svo Ásdís og strákarnir og okkur hlakkar ekkert smá til að fá þau í heimsókn. Það verður gert eitt og annað á meðan dvöl þeirra stendur.
Síðustu helgi skellti ég mér á Bryan Adams tónleika með stelpunum. Þetta voru útitónleikar og það var búið að rigna meira og minna allann daginn en svo stytti upp eftir kl 19 og kvöldsólin mætti á svæðið og veðrið var geggjað. Frábærir tónleikar í geggjuðu veðri. Ég bjóst nú ekkert við miklu en við skemmtum okkur alveg konunglega. Laugardagurinn fór nú mestu í afslöppun hjá okkur öllum en svo á sunnudag skelltum við okkur í Legoland. Þar var farið í fleiri tæki en síðast og Evíta komst í rússibana sem hún komst ekki síðast og skemmti sér konunglega. Næsta Legoland ferð verður farin á mánudag með Ásdísi, strákunum og Írisi Sól (sem kemur hérna frá pabba sínum á sunnudag) og svo verður fjórða Legoland fer farin 19 júlí með Baldri og co. Gaman gaman.
En þið sem hafið ekki frétt það en þá erum við að koma á klakann 25 júlí. Þetta verður ekki langt stopp en við förum til baka 4 ágúst. Við þurfum að tæma geymsluna okkar í Hraunbænum og afhenda íbúðina þar sem við erum búin að selja. Við verðum upp í Mosó svo ef þið viljið hitta okkur þá vitið hvert þið getið komið þar sem við verðum ekki með bíl. Sömu símanúmer verða í gildi svo endilega verðið í bandi.
Inga Rós er komin á fullt skrið með að labba. Ég taldi nú 28 skref hjá henni í gær en hún labbar annars alveg ein frá herbergi til herbergis. Þeim frænkum kemur rosalega vel saman. Sú litla dýrkar stóru frænku sína og Evíta er mjög dugleg að leika við hana og hjálpa okkur að passa hana. Ég veit bara ekki hvað Inga Rós gerir þegar Evíta fer aftur heim.
Jæja ætla fara láta þetta gott heita og koma litla dýrina út í vagn að lúlla.
P.S. er að henda inn nýjum myndum hjá Ingu Rós.
Þar til næst
See ya
laugardagur, júní 30, 2007
Útskrifuð
Yes þá er ég loksins útskrifuð úr IBA og komin með þennan fína titil Market Economist. Athöfnin fór fram í riddarasalnum upp í Kolding húsið og var þetta voða formlegt og fínt. Svo eftir athöfnina þá var skálað með samnemendum og fjölskyldum þeirra. Mér leið ekkert smá vel að fá skírteinið í hendurnar vitandi að þessum áfanga er lokið. Það var svo haldin hérna smá veisla enda kom hele famelíann alla leið frá Íslandi. Ekki nóg með að mamma, pabbi, Danni og Tinna kærasta hans komu heldur mætti Konni kallinn á svæðið líka. Það var tekið því aðeins á því hérna fimmtudagskvöldið enda þurftum við að sýna Danna og Tinnu næturlífið hérna. Þau héldu svo heim á leið í gær og mamma og pabbi fóru svo til Köben í dag og ætla þau að vera þar eina nótt.
Famelían fékk nú ekki það besta veður á meðan þau voru hérna. Það er búið að rigna alla daga hérna nema á útskriftardaginn þá hélst hann þurr en hann blés nú aðeins svo það var aðeins of kalt til að sitja úti og borða. Veðrið má nú alveg fara að lagast. Maður er nú komin með nettann leiða á þessari rigningu. Ég vil fara fá svona 1 til 2 þurra daga og það skemmir nú ekki ef gula kvikindið láti sjá sig líka Svo maður geti nú farið að fara í Legoland án þess að drukkna.
Annars er nú helst í fréttum að Inga Rós er búin að taka fyrstu skrefin og fleiri til. Hún tók fyrstu 2 skrefin föstudaginn fyrir viku síðan og svo á fimmtudaginn tók hún 16 skref. Ekkert smá gaman hjá henni.
Ég er að vinna í því að henda inn nýjustu myndunum inn á síðuna hennar Ingu Rósar og þið getið séð myndir frá útskriftinni og partýinu hérna.
Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili.
Þar til næst
See ya
Famelían fékk nú ekki það besta veður á meðan þau voru hérna. Það er búið að rigna alla daga hérna nema á útskriftardaginn þá hélst hann þurr en hann blés nú aðeins svo það var aðeins of kalt til að sitja úti og borða. Veðrið má nú alveg fara að lagast. Maður er nú komin með nettann leiða á þessari rigningu. Ég vil fara fá svona 1 til 2 þurra daga og það skemmir nú ekki ef gula kvikindið láti sjá sig líka Svo maður geti nú farið að fara í Legoland án þess að drukkna.
Annars er nú helst í fréttum að Inga Rós er búin að taka fyrstu skrefin og fleiri til. Hún tók fyrstu 2 skrefin föstudaginn fyrir viku síðan og svo á fimmtudaginn tók hún 16 skref. Ekkert smá gaman hjá henni.
Ég er að vinna í því að henda inn nýjustu myndunum inn á síðuna hennar Ingu Rósar og þið getið séð myndir frá útskriftinni og partýinu hérna.
Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili.
Þar til næst
See ya
sunnudagur, júní 17, 2007
Gleðilegan 17 júní
Jæja nú er júní hálfnaður og gestir nr 3 farnir heim til Íslands. Ásta, Óskar og Ágúst Páll komu hingað s.l. þriðjudag og fóru heim í eldsnemma í gær. Það var ekkert smá gaman að fá þau hingað í heimsókn og Ingu Rós og Ágúst Pál kom mjög vel saman. Það var nú ekki stíft prógram á meðan dvöl þeirra stóð en við fórum upp í moll og ég sýndi þeim miðbæinn og svo var bara afslöppun inn á milli. Hefði nú viljað að veðrið hefði verið betra en maður fær nú ekki allt saman. Hjördís og Mikkel komu svo á föstudeginum og þá var borðaður mjög góður matur og spjallað fram eftir kvöldi því það er nú ekki oft sem við vinkonurnar hittumst allar saman. Svo fóru allir til síns heima á laugardeginum. En ég segi bara takk æðislega fyrir frábæra daga.
Nú er gestapása í rétt rúma viku en þá kemur fjölskyldan mín því maður er nú að fara útskrifast sem market economist svo það verður eitthvað húllum hæ. Hlakka bara til.
Þar sem það er nú 17 júní og við ekki stödd á klakanum þá varð maður að fagna honum einhvern veginn. Við skelltum okkur í Legoland. Við vissum að þeir voru búnir að spá einhverri rigningu og samkvæmt veðurspám þá átti að rigna c.a. 4 mm en ég held að það hafi ringt miklu meira því að við lentum í því að það rigndi stanlaust í 3 tíma og ég er að tala um úrhelli. Evíta lét það ekki stoppa sig í að draga okkur í tækin en það var voða notalegt að koma heim í heita sturtu og þurr föt. Evíta skemmti sér konunglega sem er gott.
Jæja ég er að spá í að segja þetta gott í dag og fara koma mér bara í bólið eftir langan og blautann dag.
Þar til næst
See ya
Nú er gestapása í rétt rúma viku en þá kemur fjölskyldan mín því maður er nú að fara útskrifast sem market economist svo það verður eitthvað húllum hæ. Hlakka bara til.
Þar sem það er nú 17 júní og við ekki stödd á klakanum þá varð maður að fagna honum einhvern veginn. Við skelltum okkur í Legoland. Við vissum að þeir voru búnir að spá einhverri rigningu og samkvæmt veðurspám þá átti að rigna c.a. 4 mm en ég held að það hafi ringt miklu meira því að við lentum í því að það rigndi stanlaust í 3 tíma og ég er að tala um úrhelli. Evíta lét það ekki stoppa sig í að draga okkur í tækin en það var voða notalegt að koma heim í heita sturtu og þurr föt. Evíta skemmti sér konunglega sem er gott.
Jæja ég er að spá í að segja þetta gott í dag og fara koma mér bara í bólið eftir langan og blautann dag.
Þar til næst
See ya
mánudagur, júní 11, 2007
Evíta og ströndin
Maður er nú voðalega latur eitthvað við að skrifa hérna inn. Enda er það ósköp skiljanlegt þar sem það er alltof gott veður hérna í baunalandinu. Jú jú hitinn er búin að vera yfir 25°C og í gær fór hann upp í 33°C þar sem við vorum á ströndinni.
Jæja heimilisfólið á þessum bæ er búið að vera frekar busy síðustu daga. Óli afi og Evíta María komu síðasta miðvikudag og hafði Unnur amma sent ýmislegt góðgæti með að ósk heimilisfólksins og þökkum við henni fyrir það. Tíminn var nýttur vel hérna á meðan Óli afi var hérna eins og kíkja í búðir, rölta um bæinn og borða góðan mat. Takk fyrir heimsóknina. Evíta María varð svo eftir þar sem hún ætlar að eyða sumrinu sínu hérna hjá okkur. Við byrjuðum á að fara til Rømø með hana sem er eyja við vesturströnd Danmerkur og getur maður keyrt þangað og svo parkerar maður bílnum bara á ströndinni eins nálægt sjónum og maður vill. Við skemmtum okkur öll mjög vel þarna en ég og Finnur lentum í því að brenna aðeins, Finnur þó meira en ég, greyið hann. Þetta var bara fyrsti dagurinn af vonandi fleirum sem notaðir verða til að fara á ströndina.
Á morgun koma Ásta, Óskar og Ágúst Páll í heimsókn en þau munu koma með ferjunni frá Osló og keyra þau frá höfninn fyrir norðan og hingað til okkar. Þau ætla að stoppa fram á laugardag og munu Hjördís og Mikel einnig kíkja við þannig að við verðum loksins 3 vinkonurnar saman, en það gerðist síðast held ég 2005 þegar Hjördís og Mikel komu til Íslands. En það verður vonandi bara gaman.
Og svo á sunnudaginn þá verður stefnan tekin á Legoland með Evítu og ég efast ekki að hún eigi eftir að skemmta sér þá.
Jæja ætla fara hætta þessu rauli því litla dýrið er farið að lykta illa.
Þar til næst
See ya
Jæja heimilisfólið á þessum bæ er búið að vera frekar busy síðustu daga. Óli afi og Evíta María komu síðasta miðvikudag og hafði Unnur amma sent ýmislegt góðgæti með að ósk heimilisfólksins og þökkum við henni fyrir það. Tíminn var nýttur vel hérna á meðan Óli afi var hérna eins og kíkja í búðir, rölta um bæinn og borða góðan mat. Takk fyrir heimsóknina. Evíta María varð svo eftir þar sem hún ætlar að eyða sumrinu sínu hérna hjá okkur. Við byrjuðum á að fara til Rømø með hana sem er eyja við vesturströnd Danmerkur og getur maður keyrt þangað og svo parkerar maður bílnum bara á ströndinni eins nálægt sjónum og maður vill. Við skemmtum okkur öll mjög vel þarna en ég og Finnur lentum í því að brenna aðeins, Finnur þó meira en ég, greyið hann. Þetta var bara fyrsti dagurinn af vonandi fleirum sem notaðir verða til að fara á ströndina.
Á morgun koma Ásta, Óskar og Ágúst Páll í heimsókn en þau munu koma með ferjunni frá Osló og keyra þau frá höfninn fyrir norðan og hingað til okkar. Þau ætla að stoppa fram á laugardag og munu Hjördís og Mikel einnig kíkja við þannig að við verðum loksins 3 vinkonurnar saman, en það gerðist síðast held ég 2005 þegar Hjördís og Mikel komu til Íslands. En það verður vonandi bara gaman.
Og svo á sunnudaginn þá verður stefnan tekin á Legoland með Evítu og ég efast ekki að hún eigi eftir að skemmta sér þá.
Jæja ætla fara hætta þessu rauli því litla dýrið er farið að lykta illa.
Þar til næst
See ya
fimmtudagur, maí 31, 2007
Jibbí sumarfrí
Jæja þá er þetta loksins búið. Eftir 28 daga mun ég útskrifast frá IBA með diplómagráðu í Market Economist. Vá hvað ég er fegin að þetta er búið. Sem sagt ég fór í lokaprófið mitt í gær sem var munnleg vörn á ritgerðinni minni. Ég nokkuð sátt við einkuninna en ennþá ánægðari með hvað þeir sögðu um fyrirlesturinn og vörnina sjálfa. Þeir sögðu and I quote: You put up an hell of a fight. Allavega ætla ég mér að taka þessu sem hrósi.
Svo er bara spurning hvað maður gerir í haust en það eru 2 valmöguleikar í gangi hjá mér svo það kemur allt í ljós. Annars ætla ég bara að njóta sumarfrísins og leika gestgjafa í sumar.
Litla dýrið er alltaf jafn yndisleg. Hún er farin að labba aðeins þegar maður heldur í hendurnar á henni og svo er hún alltaf að reyna standa sjálf án þess að halda í borðið eða sófann. Hún bara stendur upp og svo sleppir hún takinu. En hún dettur bara á bossann sem er vel varinn.
Heyrðu já við erum komin með "gæludýr" eða á maður kannski að segja nýjan leigjanda. Við erum með skúr hérna úti sem er opinn og við geymum eldivið og verkfæri þar og einnig Ingu Rós þegar hún sefur úti í vagninum. Við sáum um daginn broddgölt á röltinu í garðinum okkur og í gær þá fann Finnur híbýli hans undir eldiviðnum. Getið séð hérna á myndinni til vinstri þar sem Finnur er að benda á hann. En við bjóðum hann bara velkominn í fjölskylduna hann heitir eins og er bara Hr. Broddgöltur en við erum opin fyrir öðrum uppástungum.
Annars eru bara 5 dagar þar til Evíta kemur til okkar og við erum ekkert orðin neitt smá spennt yfir því. Búið er að plana hvað á að gera eins og Legoland, ströndina og margt fleira. Þið sem ætlið að koma í heimsókn í sumar ef þið viljið fara í Legoland þá erum við alveg til í það. Efast um að Evítu leiðist það að fara oftar en einu sinni. :)
Jæja ætla fara hætta þessu bulli og fara fá mér morgunmat.
Þar til næst
See ya
Svo er bara spurning hvað maður gerir í haust en það eru 2 valmöguleikar í gangi hjá mér svo það kemur allt í ljós. Annars ætla ég bara að njóta sumarfrísins og leika gestgjafa í sumar.
Litla dýrið er alltaf jafn yndisleg. Hún er farin að labba aðeins þegar maður heldur í hendurnar á henni og svo er hún alltaf að reyna standa sjálf án þess að halda í borðið eða sófann. Hún bara stendur upp og svo sleppir hún takinu. En hún dettur bara á bossann sem er vel varinn.
Heyrðu já við erum komin með "gæludýr" eða á maður kannski að segja nýjan leigjanda. Við erum með skúr hérna úti sem er opinn og við geymum eldivið og verkfæri þar og einnig Ingu Rós þegar hún sefur úti í vagninum. Við sáum um daginn broddgölt á röltinu í garðinum okkur og í gær þá fann Finnur híbýli hans undir eldiviðnum. Getið séð hérna á myndinni til vinstri þar sem Finnur er að benda á hann. En við bjóðum hann bara velkominn í fjölskylduna hann heitir eins og er bara Hr. Broddgöltur en við erum opin fyrir öðrum uppástungum.
Annars eru bara 5 dagar þar til Evíta kemur til okkar og við erum ekkert orðin neitt smá spennt yfir því. Búið er að plana hvað á að gera eins og Legoland, ströndina og margt fleira. Þið sem ætlið að koma í heimsókn í sumar ef þið viljið fara í Legoland þá erum við alveg til í það. Efast um að Evítu leiðist það að fara oftar en einu sinni. :)
Jæja ætla fara hætta þessu bulli og fara fá mér morgunmat.
Þar til næst
See ya
mánudagur, maí 21, 2007
Update........
Jæja ætli það sé ekki best að skella inn nokkrum línum hérna. Maður hefur verið frekar latur við að blogga og held ég að ég hafi barasta tekið þetta frí sem ég tók mér bókstaflega. Svo ég ætla nota tækifærið á meðan Inga Rós horfir á stuppana. En látum okkur nú sjá, hvað erum við búin að vera gera síðan ég skilaði verkefninu mínu. Nú Snorri mágur kom í heimsókn til okkar helgina eftir verkefnaskil og var það alveg geggjað að fá hann í heimsókn. Finni leiddist það ekki að fá bróður sinn til sín. Snorri kom náttlega með fullt af íslensku gúmmilaði með sér og þökkum við æðislega fyrir það allt saman. Þeir bræður skelltu sér til Þýskalands og á djammið og svo var bara afslöppun. Inga Rós var ekki alveg viss með hann Snorra frænda sinn en oftast var hann inn hjá henni. Þannig að við segjum bara takk Snorri fyrir heimsóknina og frábæra helgi.
Nú við famelían skelltum okkur á laugardaginn til Ribe á Tulipanfest. Við gistum heima hjá foreldrum Helle og pössuðu þau Ingu Rós á meðan við kíktum á næturlífið um kvöldið. Helle og foreldrar hennar eiga 2 labrador hunda og ég veit ekki hvor var hræddari við hvort annað Inga Rós eða þeir en allavega á sunnudeginu þá var Inga Rós ekki hrædd við þá heldur vildi bara æða í þá. En þetta var alveg frábær helgi og ekki skemmdi veðrið fyrir því það var alveg geggjað. Ég mun skella inn nokkrum myndum frá helginni inn á Barnanetsíðuna á eftir.
Fríið mitt er búið í bili en ég mun eyða þessari viku í að undirbúa vörnina mína sem verður 30 maí. En ég þarf að búa til fyrirlestur sem ég þarf svo að flytja fyrir Niels supervisorinn minn og svo einhvern external prófdómara. En þetta kemur allt í ljós í næstu viku hvernig þetta fer.
Inga Rós blómstrar alveg núna. Hún er komin á fullt með að skríða á fjórum fótum og er ekkert smá dugleg að reisa sig upp og labba meðfram hlutum. Hún fer frá sófanum að borðinu og svo tilbaka og reynir að teygja sig í allt sem hún sér.
Nú eru aðeins 15 dagar þangað til að Evíta kemur í heimsókn og bíðum við spennt eftir að fá hana hingað.
Jæja ætli það sé ekki best að fara hætta þessu bulli enda orðið allt of langt.
Þar til næst
See ya
Nú við famelían skelltum okkur á laugardaginn til Ribe á Tulipanfest. Við gistum heima hjá foreldrum Helle og pössuðu þau Ingu Rós á meðan við kíktum á næturlífið um kvöldið. Helle og foreldrar hennar eiga 2 labrador hunda og ég veit ekki hvor var hræddari við hvort annað Inga Rós eða þeir en allavega á sunnudeginu þá var Inga Rós ekki hrædd við þá heldur vildi bara æða í þá. En þetta var alveg frábær helgi og ekki skemmdi veðrið fyrir því það var alveg geggjað. Ég mun skella inn nokkrum myndum frá helginni inn á Barnanetsíðuna á eftir.
Fríið mitt er búið í bili en ég mun eyða þessari viku í að undirbúa vörnina mína sem verður 30 maí. En ég þarf að búa til fyrirlestur sem ég þarf svo að flytja fyrir Niels supervisorinn minn og svo einhvern external prófdómara. En þetta kemur allt í ljós í næstu viku hvernig þetta fer.
Inga Rós blómstrar alveg núna. Hún er komin á fullt með að skríða á fjórum fótum og er ekkert smá dugleg að reisa sig upp og labba meðfram hlutum. Hún fer frá sófanum að borðinu og svo tilbaka og reynir að teygja sig í allt sem hún sér.
Nú eru aðeins 15 dagar þangað til að Evíta kemur í heimsókn og bíðum við spennt eftir að fá hana hingað.
Jæja ætli það sé ekki best að fara hætta þessu bulli enda orðið allt of langt.
Þar til næst
See ya
miðvikudagur, maí 09, 2007
Signed, sealed & delivered
Loksins loksins er stóra ritgerðin búin og komin í hendur skólans. Þetta hafa verið erfiðir og strembnir mánuðir og ég er alveg óskaplega fegin að vera búin með þetta því nú get ég aðeins slakað á og notið þess að vera með Ingu Rós áður en ég byrja á vörninni minni. Finnur var enn í fríi í gær svo ég og Helle skelltum okkur á kaffihús og vorum þar í allan gærdag drekkandi kaffi og bjór og skemmtum okkur konunglega.
Finnur er byrjaður aftur að vinna en reyndar vinnur hann bara í dag og á morgun því Snorri er að koma í annað kvöld og fer svo aftur heim á mánudaginn. Það verður gert eitthvað sniðugt hérna á meðan dvöl hans stendur. Allavega er eurovisuion helgin núna svo maður verður náttlega að styðja Eirík og vona að hann komist lengra en Sylvía Nótt.
Það eru nokkur afmæli búin að vera síðustu daga eins og 1 mai áttu Snorri og Stína amma afmæli. 4 maí voru það Leifur og Anna Valdís 2ja ára, 5 maí var það Katla frænka 2ja ára og 6 maí var það Ingunn Anna 1 árs og fórum við í afmæli til hennar um helgina og var voða gaman þar. Á morgun á svo Evíta María afmæli og verður hún 8 ára. Viljum við óska öllu þessu fólki innilega til hamingju með afmælin.
Ég hef voða lítið að segja núna en ég og Inga Rós ætlum að skella okkur upp í moll með Helle og kíkja á föt.
Þar til næst
See ya
Finnur er byrjaður aftur að vinna en reyndar vinnur hann bara í dag og á morgun því Snorri er að koma í annað kvöld og fer svo aftur heim á mánudaginn. Það verður gert eitthvað sniðugt hérna á meðan dvöl hans stendur. Allavega er eurovisuion helgin núna svo maður verður náttlega að styðja Eirík og vona að hann komist lengra en Sylvía Nótt.
Það eru nokkur afmæli búin að vera síðustu daga eins og 1 mai áttu Snorri og Stína amma afmæli. 4 maí voru það Leifur og Anna Valdís 2ja ára, 5 maí var það Katla frænka 2ja ára og 6 maí var það Ingunn Anna 1 árs og fórum við í afmæli til hennar um helgina og var voða gaman þar. Á morgun á svo Evíta María afmæli og verður hún 8 ára. Viljum við óska öllu þessu fólki innilega til hamingju með afmælin.
Ég hef voða lítið að segja núna en ég og Inga Rós ætlum að skella okkur upp í moll með Helle og kíkja á föt.
Þar til næst
See ya
miðvikudagur, apríl 25, 2007
Kolding inn 2007
Jæja að styttist óðum í ritgerðarskil og ég reyni að hamast eins og ég get á lyklaborðið til að fjölga orðunum og skrifa 120.000 charactera. Sem mér finnst bara rugl en hvað getur maður gert annað að en hlýða.
Finnur er náttlega bara búin að vera yndi með að styðja mig í þessu rugli. Hann tekur sér frí í vinnunni svo ég geti einbeitt mér að skrifa og á meðan hugsar hann um Ingu Rós.
Það styttist óðum í sumarið og bókunartaflan okkar er að fyllast sem er gott. Þannig að verður nóg að gera hjá mér í sumar sem verður geggjað og hlakka ég mikið til því Finnur verður að vinna meirihlutann í sumar en hann mun taka sér frí daga vegna gestagangs. Evíta kemur náttlega 6 júní og fer svo heim með okkur í 25 júlí og við erum á fullu að skipuleggja sumarið og hvað á gera. En svona lítur bókunartaflan okkar út. Þannig að ef að þið eruð að spá í að koma út í heimsókn þá skulu þið fara drífa í því að panta. Ég held að ágúst er ennþá laus. Svo Kristín þú verður að fara setja fótinn niður og sparka í ákveðinn rass :)
Jæja ég er að spá í að fara halda áfram að skrifa og hætta þessari leti.
Þar til næst
See ya
Finnur er náttlega bara búin að vera yndi með að styðja mig í þessu rugli. Hann tekur sér frí í vinnunni svo ég geti einbeitt mér að skrifa og á meðan hugsar hann um Ingu Rós.
Það styttist óðum í sumarið og bókunartaflan okkar er að fyllast sem er gott. Þannig að verður nóg að gera hjá mér í sumar sem verður geggjað og hlakka ég mikið til því Finnur verður að vinna meirihlutann í sumar en hann mun taka sér frí daga vegna gestagangs. Evíta kemur náttlega 6 júní og fer svo heim með okkur í 25 júlí og við erum á fullu að skipuleggja sumarið og hvað á gera. En svona lítur bókunartaflan okkar út. Þannig að ef að þið eruð að spá í að koma út í heimsókn þá skulu þið fara drífa í því að panta. Ég held að ágúst er ennþá laus. Svo Kristín þú verður að fara setja fótinn niður og sparka í ákveðinn rass :)
Jæja ég er að spá í að fara halda áfram að skrifa og hætta þessari leti.
Þar til næst
See ya
mánudagur, apríl 16, 2007
Legoland og geggjað veður
Þá er enn ein geggjuð helgin liðin. Um helgina má segja að hafi verið klikkað veður. Hitinn fór í 22°C hérna hjá okkur og mjög svo léttskýjað.
Annars fengum við gesti um helgina. Álaborgargengið kíkti til okkar og skemmtum við okkur konunglega hérna. Ingu Rós fannst Anna Valdís alveg stórskemmtilega og leiddist sko ekki við að hafa hana hérna.
Þau komu hérna á laugardeginum í blíðskaparveðri og sátum við það sem eftir var af deginum og enduðum svo daginn á að grilla hamborga með íslenskri hamborgarasósu. Um kvöldið eftir að ungarnir voru komin í bólið var fengið sér aðeins í aðra tánna og spilað.
Á Sunnudeginum þegar allir voru vaknaðir mis hress þá var fengið sér í gogginn og eftir það lá leiðin svo í Legoland. Það var svona rosalega gaman í Legolandi. Það skemmdi nú ekki að veðrið var bara geggjað og garðurinn var ekki troðinn af fólki. Ingu Rós fannst þetta mjög gaman en ég held að Anna Valdís hafi örugglega skemmt sér best.
Ég og Finnur keyptum okkur Sísonpassa þar sem við eigum eftir að fara oftar þangað í sumar.
Við kvöddum svo Laufeyju, Garðar og Önnu Valdísi í Legolandi og fórum svo í sitthvora áttina.
Ég er búin að vera í dag á fullu í ritgerðarskrifum eða allavega reyna það á meðan Finnur og Inga Rós nutu góða veðrið. En það koma vonandi fleiri góðir dagar eftir ritgerðarskil svo það er allt í lagi.
Annars er ég búin að henda inn fullt af myndum inn á síðuna hjá Ingu Rós frá helginni. Og við viljum bara segja takk Laufey og co fyrir geggjað helgi og vonandi sjáumst við aftur í sumar.
Ætla hætta þessu rugli og fara koma mér í háttinn.
Þar til næst
See ya
Annars fengum við gesti um helgina. Álaborgargengið kíkti til okkar og skemmtum við okkur konunglega hérna. Ingu Rós fannst Anna Valdís alveg stórskemmtilega og leiddist sko ekki við að hafa hana hérna.
Þau komu hérna á laugardeginum í blíðskaparveðri og sátum við það sem eftir var af deginum og enduðum svo daginn á að grilla hamborga með íslenskri hamborgarasósu. Um kvöldið eftir að ungarnir voru komin í bólið var fengið sér aðeins í aðra tánna og spilað.
Á Sunnudeginum þegar allir voru vaknaðir mis hress þá var fengið sér í gogginn og eftir það lá leiðin svo í Legoland. Það var svona rosalega gaman í Legolandi. Það skemmdi nú ekki að veðrið var bara geggjað og garðurinn var ekki troðinn af fólki. Ingu Rós fannst þetta mjög gaman en ég held að Anna Valdís hafi örugglega skemmt sér best.
Ég og Finnur keyptum okkur Sísonpassa þar sem við eigum eftir að fara oftar þangað í sumar.
Við kvöddum svo Laufeyju, Garðar og Önnu Valdísi í Legolandi og fórum svo í sitthvora áttina.
Ég er búin að vera í dag á fullu í ritgerðarskrifum eða allavega reyna það á meðan Finnur og Inga Rós nutu góða veðrið. En það koma vonandi fleiri góðir dagar eftir ritgerðarskil svo það er allt í lagi.
Annars er ég búin að henda inn fullt af myndum inn á síðuna hjá Ingu Rós frá helginni. Og við viljum bara segja takk Laufey og co fyrir geggjað helgi og vonandi sjáumst við aftur í sumar.
Ætla hætta þessu rugli og fara koma mér í háttinn.
Þar til næst
See ya
þriðjudagur, apríl 10, 2007
Páskarnir búnir
Jæja þá er páskarnir yfirstaðnir með tilheyrandi áti. Mummi og Árný komu hérna á föstudaginn og fóru aftur til síns heima í gær. Ákveðið var að hafa svona sumarbústaða þema yfir helgina sem er afslöppun, borða, drekka, sofa (þó ég og Finnur hafi ekki sofið eins mikið) og spila. Og þetta heppnaðist bara mjög vel og allir voru sáttir og saddir.
Og nú bíðum við bara eftir næstu gestum en Laufey og co frá Álaborg ætla að koma næstu helgi og gista eina nótt. Gaman gaman.
Það styttist óðum í skiladaginn á lokaverkefninu mínu en aðeins 28 dagar eru þangað til ég þarf að skila. Alltof mikið eftir og ekki veit ég hvernig ég á að fara að þessu. Finnst stundum eins og ég muni aldrei ná þessu. En það kemur í ljós 8 maí kl 12:00.
En það verður ósköp notalegt þegar þetta klárast og maður kemst í sumarfrí. Það verður nóg að gera hjá okkur í sumar. Finnur verður reyndar að vinna meirihlutann en Evíta María litla systir Finns ætlar að koma til okkar í byrjun júní og vera hjá okkur í þar til í endann júlí, en þá ætlum við að skreppa heim í nokkra daga og hún fer með okkur heim. Það verður gert ýmislegt með henni eins og að fara í Legoland og margt fleira.
Svo koma mamma og pabbi aftur í endann júní ásamt Danna bróður og Tinnu kærustu hans. Baldur er eitthvað að spá í að koma út í nokkra daga og svo Kristín vinkona líka. Svo það verður svaka fjör hér og vonandi skemmir veðrið ekki.
Jæja ætla fara hætta þessu rugli og fara reyna læra
Þar til næst
See ya
Og nú bíðum við bara eftir næstu gestum en Laufey og co frá Álaborg ætla að koma næstu helgi og gista eina nótt. Gaman gaman.
Það styttist óðum í skiladaginn á lokaverkefninu mínu en aðeins 28 dagar eru þangað til ég þarf að skila. Alltof mikið eftir og ekki veit ég hvernig ég á að fara að þessu. Finnst stundum eins og ég muni aldrei ná þessu. En það kemur í ljós 8 maí kl 12:00.
En það verður ósköp notalegt þegar þetta klárast og maður kemst í sumarfrí. Það verður nóg að gera hjá okkur í sumar. Finnur verður reyndar að vinna meirihlutann en Evíta María litla systir Finns ætlar að koma til okkar í byrjun júní og vera hjá okkur í þar til í endann júlí, en þá ætlum við að skreppa heim í nokkra daga og hún fer með okkur heim. Það verður gert ýmislegt með henni eins og að fara í Legoland og margt fleira.
Svo koma mamma og pabbi aftur í endann júní ásamt Danna bróður og Tinnu kærustu hans. Baldur er eitthvað að spá í að koma út í nokkra daga og svo Kristín vinkona líka. Svo það verður svaka fjör hér og vonandi skemmir veðrið ekki.
Jæja ætla fara hætta þessu rugli og fara reyna læra
Þar til næst
See ya
föstudagur, apríl 06, 2007
Vorið er komið
Og páskarnir með því. Við viljum bara óska öllum gleðilegra páska og hafið það sem allra best yfir helgina.
Við erum bara að dúlla okkur í garðinu á meðan við bíðum eftir að Mummi og Árný láti sjá sig hérna. Finnur er að bera á garðhúsgögnin og sit ég og horfi á og baða mig í sólinni á meðan góð verkaskipti haha :)
Þar til næst
See ya
Við erum bara að dúlla okkur í garðinu á meðan við bíðum eftir að Mummi og Árný láti sjá sig hérna. Finnur er að bera á garðhúsgögnin og sit ég og horfi á og baða mig í sólinni á meðan góð verkaskipti haha :)
Þar til næst
See ya
sunnudagur, apríl 01, 2007
Komin til baka og geggjað veður í DK
Þá er maður komin til baka frá klakanum. Ferðin til Íslands var mjög skemmtileg þó stutt hafi verið. Ingu Rós fannst voða gaman að fara til Íslands enda fékk hún alla þá athygli sem hún vildi og gott betur. Hún fór í sína fyrstu næturpössun til ömmu Gróu og Stínu langömmu og gekk það bara mjög vel. Á meðan skemmti ég mér konunglega í afmælinu hans pabba og síðustu gestirnir fóru ekki fyrr en undir morgun.
Áður en ég fór heim aftur þá átti ég góðan fund með contact aðilanum mínum hjá Icepharma og ræddum aðeins verkefnið mitt og var hann ánægður það sem komið er.
Ég og Inga Rós lögðum svo í 12 tíma ferðalag síðast liðinn fimmtudag og tók það aðeins á þar sem ég var með þunga tösku og lenti í smá rifrildi við leiðinglega kellu upp á velli. Hún sagði að ég mætti ekki vera með tösku þyngri en 23 kg en mín var 33 kg, (þar sem ég var með mitt dót og Ingu Rósar ásamt smá mat). Henni fannst bara eðlilegt að Inga Rós væri með sér tösku og ég ætti bara að bera þær báðar ásamt því að vera með kerru og Ingu Rós. Ég er viss um að þessi kella hafi aldrei ferðast ein með barn. Aaaarrrrgggghhhhhh
En við komumst loksins á leiðarenda þar sem Finnur tók á móti okkur á Kastrup með bros á vör.
En vá veðrið sem tók á móti okkur var bara geggjað og er búið að vera geggjað síðan við komum til baka. Í góða veðrinu í dag fórum við í göngutúr með Helle og keyptum okkur ís og sátum svo í sólinni og borðuðum hann með bestu lyst.
Í kvöld var svo grillað á nýja gasgrillinu okkar og við notuðum einnig tækifærið í dag og keyptum okkur garðhúsgögn. Maður þarf nú að eiga góða stóla og borð til að hafa úti þegar maður vill setjast út í góða veðrið ;)
Já meðan ég man. Inga Rós er komin með tönn nr. 3 og fann Halli afi hana og beit Inga Rós hann að launum. En hún lætur ekki þar við sitja. Heima á Íslandi byrjaði hún að bakka út um allt á maganum og svo í gær byrjaði hún á fullu að fara áfram á maganum. Þannig að nú verður ekki langt í að maður verður hlaupandi á eftir henni út um allt. Ekkert smá dugleg stelpa. Hún er samt búin að vera eitthvað lítil í sér. Búin að vera með einvherja magakveisu og svo í dag var hún komin með smá hita. Við vonum bara að hún nái sér sem fyrst.
Nú eru bara páskarnir framundann og Mummi og Árný ætla að heiðra okkur með nærveru sinni hérna í nokkra daga. Það verður mikið gaman og mikið fjör. Trúi ekki öðru.
Jæja ætla að fara hætta þessu bulli og koma mér í bólið
Þar til næst
See ya
Áður en ég fór heim aftur þá átti ég góðan fund með contact aðilanum mínum hjá Icepharma og ræddum aðeins verkefnið mitt og var hann ánægður það sem komið er.
Ég og Inga Rós lögðum svo í 12 tíma ferðalag síðast liðinn fimmtudag og tók það aðeins á þar sem ég var með þunga tösku og lenti í smá rifrildi við leiðinglega kellu upp á velli. Hún sagði að ég mætti ekki vera með tösku þyngri en 23 kg en mín var 33 kg, (þar sem ég var með mitt dót og Ingu Rósar ásamt smá mat). Henni fannst bara eðlilegt að Inga Rós væri með sér tösku og ég ætti bara að bera þær báðar ásamt því að vera með kerru og Ingu Rós. Ég er viss um að þessi kella hafi aldrei ferðast ein með barn. Aaaarrrrgggghhhhhh
En við komumst loksins á leiðarenda þar sem Finnur tók á móti okkur á Kastrup með bros á vör.
En vá veðrið sem tók á móti okkur var bara geggjað og er búið að vera geggjað síðan við komum til baka. Í góða veðrinu í dag fórum við í göngutúr með Helle og keyptum okkur ís og sátum svo í sólinni og borðuðum hann með bestu lyst.
Í kvöld var svo grillað á nýja gasgrillinu okkar og við notuðum einnig tækifærið í dag og keyptum okkur garðhúsgögn. Maður þarf nú að eiga góða stóla og borð til að hafa úti þegar maður vill setjast út í góða veðrið ;)
Já meðan ég man. Inga Rós er komin með tönn nr. 3 og fann Halli afi hana og beit Inga Rós hann að launum. En hún lætur ekki þar við sitja. Heima á Íslandi byrjaði hún að bakka út um allt á maganum og svo í gær byrjaði hún á fullu að fara áfram á maganum. Þannig að nú verður ekki langt í að maður verður hlaupandi á eftir henni út um allt. Ekkert smá dugleg stelpa. Hún er samt búin að vera eitthvað lítil í sér. Búin að vera með einvherja magakveisu og svo í dag var hún komin með smá hita. Við vonum bara að hún nái sér sem fyrst.
Nú eru bara páskarnir framundann og Mummi og Árný ætla að heiðra okkur með nærveru sinni hérna í nokkra daga. Það verður mikið gaman og mikið fjör. Trúi ekki öðru.
Jæja ætla að fara hætta þessu bulli og koma mér í bólið
Þar til næst
See ya
fimmtudagur, mars 22, 2007
Iceland here we come
Jú jú ég er á leiðinni á klakann. Við komum nú ekki öll 3 í þetta skiptið heldur verður það bara ég og Inga Rós. Finnur verður grasekkill á meðan.
Ástæðan fyrir ferð okkar er að pabbi gamli varð fimmtugur um daginn og verður haldin veisla í tilefni þess á laugardaginn. Mamma og pabbi eru búin að vera hérna hjá okkur síðan á sunnudaginn og verðum við samferða þeim heim. Pabbi fékk ekkert að vita fyrr en í gær að við við færum heim með þeim en þá fattaði hann loksins að eitthvað var í gangi. Þetta fylgir víst aldrinu hehe.
Ég verð með gamla númerið mitt á meðan ég verð á klakanum en ekki búast við að ég verði á rúntinu með Ingu Rós. Við förum aftur heim 28 mars svo þetta er ekki langur tími. Við munum gista hjá mömmu og pabba upp í Mosó svo ef þið viljið hitta okkur endilega sláið á þráðinn og ég býð ykkur í kaffi.
Jæja ætla láta þetta gott heita og halda áfram að pakka
Þar til næst
See ya
Ástæðan fyrir ferð okkar er að pabbi gamli varð fimmtugur um daginn og verður haldin veisla í tilefni þess á laugardaginn. Mamma og pabbi eru búin að vera hérna hjá okkur síðan á sunnudaginn og verðum við samferða þeim heim. Pabbi fékk ekkert að vita fyrr en í gær að við við færum heim með þeim en þá fattaði hann loksins að eitthvað var í gangi. Þetta fylgir víst aldrinu hehe.
Ég verð með gamla númerið mitt á meðan ég verð á klakanum en ekki búast við að ég verði á rúntinu með Ingu Rós. Við förum aftur heim 28 mars svo þetta er ekki langur tími. Við munum gista hjá mömmu og pabba upp í Mosó svo ef þið viljið hitta okkur endilega sláið á þráðinn og ég býð ykkur í kaffi.
Jæja ætla láta þetta gott heita og halda áfram að pakka
Þar til næst
See ya
fimmtudagur, mars 15, 2007
Til hamingju með afmælið...
....elsku pabbi minn. Jú jú pabbi á afmæli í dag og hefur hann náð þeim merka áfanga að vera orðinn 50 ára gamall ( þó hann vilji meina að hann er bara 29 ára) en við hin vitum betur.En hann má eiga það að hann er ungur í anda og það er fyrir öllu. Og við hérna í DK hlökkum ofsalega til að fá hann og mömmu í heimsókn á sunnudaginn. Og með því viljum við óska pabba/tengdó/afa
Innilega til hamingju með daginn
Bestu kveðjur
Lille fam í Kolding
Bestu kveðjur
Lille fam í Kolding
sunnudagur, mars 04, 2007
Alltaf stuð í Danmörku
Jæja ákvað að henda inn nokkrum línum bara svona aðallega til að láta vita að við erum á lífi.
Já eins og þið hafið séð í fréttum þá hafa verið óeirðir í Köben síðan á fimmtudaginn. Fólk hefur verið að kasta múrsteinum og mólotov kokteilum í lögguna, kveikt í ruslagámum og bílum. Alls hafa 600 manns verið handteknir og þó nokkrir útlendingar (engir Íslendingar svo vitað sé um). Við sáum í féttunum í gær af einum mjög óheppnum manni sem lenti í því að kveikt var í eins árs gömlum bílnum hans og það sem eftir var af honum var lyklakippann. Hann ákvað að færa bílinn frá Hans torv þar sem mótmælendur voru föstudagskvöldið til þess að sleppa við að skemmdir á bílnum en svo fór sem fór.
En það eru ekki bara leiðindafréttir héðan úr DK. Nú hún Alexandra "ekki prinsessa lengur" giftist í gær sínum almenna borgara Martin. En þar sem hún missti prinsessu titilinn þá fékk hún í staðinn greifynju titil og verður því greifynjan af Fredriksborg. Kátt á þeim bæ vonandi.
En við megum ekki gleyma einu, en það er að litla blómarósin okkar er orðin 7 mánaða.
Það er alveg ótrúlegt hvað hún breytist á hverjum degi. Hún situr nánast alveg óstudd, er farin að toga sig upp með því að grípa í hluti og reynir að gera tilraun til að skríða en hún lítur alltaf út eins og fiskur á þurru landi og baðar út öllum öngum. Svo það er alltaf gaman af henni og hún kemur öllum alltaf til að brosa.
Svo eru aðeins 14 dagar þar til mamma og pabbi koma í heimsókn og það styttist í 50 ára afmælið hans pabba. Hlakka bara til.
Jæja ætla láta þetta duga í bili
Þar til næst
See ya
Já eins og þið hafið séð í fréttum þá hafa verið óeirðir í Köben síðan á fimmtudaginn. Fólk hefur verið að kasta múrsteinum og mólotov kokteilum í lögguna, kveikt í ruslagámum og bílum. Alls hafa 600 manns verið handteknir og þó nokkrir útlendingar (engir Íslendingar svo vitað sé um). Við sáum í féttunum í gær af einum mjög óheppnum manni sem lenti í því að kveikt var í eins árs gömlum bílnum hans og það sem eftir var af honum var lyklakippann. Hann ákvað að færa bílinn frá Hans torv þar sem mótmælendur voru föstudagskvöldið til þess að sleppa við að skemmdir á bílnum en svo fór sem fór.
En það eru ekki bara leiðindafréttir héðan úr DK. Nú hún Alexandra "ekki prinsessa lengur" giftist í gær sínum almenna borgara Martin. En þar sem hún missti prinsessu titilinn þá fékk hún í staðinn greifynju titil og verður því greifynjan af Fredriksborg. Kátt á þeim bæ vonandi.
En við megum ekki gleyma einu, en það er að litla blómarósin okkar er orðin 7 mánaða.
Það er alveg ótrúlegt hvað hún breytist á hverjum degi. Hún situr nánast alveg óstudd, er farin að toga sig upp með því að grípa í hluti og reynir að gera tilraun til að skríða en hún lítur alltaf út eins og fiskur á þurru landi og baðar út öllum öngum. Svo það er alltaf gaman af henni og hún kemur öllum alltaf til að brosa.
Svo eru aðeins 14 dagar þar til mamma og pabbi koma í heimsókn og það styttist í 50 ára afmælið hans pabba. Hlakka bara til.
Jæja ætla láta þetta duga í bili
Þar til næst
See ya
sunnudagur, febrúar 18, 2007
Til hamingju konur.....
með daginn í dag. Jú mikið rétt það er konudagur í dag og þó maður sé í öðru landi þá heldur maður upp á þennann dag. Ég fékk að sofa út í dag sem var mjög ljúft og í tilefni dagsins þá bakaði ég vöfflur og bollur í tilefni bolludagsins á morgun, en elskan mín eldaði mjög góða máltíð fyrir okkur. Vöfflurnar runnu ljúft niður og verður tekið forskot á bolludaginn núna á eftir :)
Það var öskudagur hérna í Danmörku um helgina og var kötturinn sleginn úr tunnunni í gær og dag þá var dinglað hérna hjá okkur og sungið fyrir okkur og í staðinn fengu krakkarnir nammi. Ég hafði ekki hugmynd um þetta svo það varð smá panik hér á bæ og það litla nammi sem til var var sett í poka og afhent og svo var Finnur rekinn út í búð til að kaupa meira svo maður ætti nú eitthvað. En sú búðarferð var til einskis því ekki var dinglað meir.
Í dag er mánuður þar til mamma og pabbi koma í heimsókn en þau ætla að stoppa við á leið heim frá Svíþjóð í nokkra daga og verður það bara gaman. Þau verða með bílaleigubíl svo maður notar hann eitthvað í að rúnta.
Annars er bara allt gott að frétt af okkur. Ég er að byrja á lokaritgerðinni minni og á ég aðeins eftir að skrifa 100.000 characters, en þetta gengur ágætlega hjá mér.
Ójá meðan ég man, ef fólk er að spá í að kíkja í heimsókn til okkar í sumar endilega látið okkur vita tímalega svo við getum skipulagt sumarið og bókað gestaherbergið. Fyrstur kemur fyrstur fær :)
Jæja ætla láta þetta duga í bili og fara fá mér rjómabollu :)
Þar til næst
See ya
Það var öskudagur hérna í Danmörku um helgina og var kötturinn sleginn úr tunnunni í gær og dag þá var dinglað hérna hjá okkur og sungið fyrir okkur og í staðinn fengu krakkarnir nammi. Ég hafði ekki hugmynd um þetta svo það varð smá panik hér á bæ og það litla nammi sem til var var sett í poka og afhent og svo var Finnur rekinn út í búð til að kaupa meira svo maður ætti nú eitthvað. En sú búðarferð var til einskis því ekki var dinglað meir.
Í dag er mánuður þar til mamma og pabbi koma í heimsókn en þau ætla að stoppa við á leið heim frá Svíþjóð í nokkra daga og verður það bara gaman. Þau verða með bílaleigubíl svo maður notar hann eitthvað í að rúnta.
Annars er bara allt gott að frétt af okkur. Ég er að byrja á lokaritgerðinni minni og á ég aðeins eftir að skrifa 100.000 characters, en þetta gengur ágætlega hjá mér.
Ójá meðan ég man, ef fólk er að spá í að kíkja í heimsókn til okkar í sumar endilega látið okkur vita tímalega svo við getum skipulagt sumarið og bókað gestaherbergið. Fyrstur kemur fyrstur fær :)
Jæja ætla láta þetta duga í bili og fara fá mér rjómabollu :)
Þar til næst
See ya
föstudagur, febrúar 02, 2007
Verkefnaskil jibbí........
Vá hvað ég er fegin að það sé komin föstudagur. Ég er búin að vera síðastliðna viku liggur við lokuð inni með hausinn ofan í tölvuskjánum. En í morgun skilaði ég verkefni mínu í Feasibility study og fór í munnlega prófið, nett stressuð. Það fór sem fór að ég þurfti ekki að hafa neinar áhyggjur því ég náði munnlega hlutanum svo nú er bara bíða og sjá hvort þeim hafi líkað við skriflega partinn.
Nú verður stefnan bara tekin á lokaverkefnið mitt eftir vikufrí frá öllu sem heitir eða tengist skóla.
Ég ætla bara að eyða tíma með Ingu Rós og Finni þegar hann er ekki í vinnunni og slaka á.
Inga Rós er orðin ekkert smá dugleg. Hún situr alveg ein núna, allavega í nokkrar mínútur, borðar vel og fer svo í sund 1 sinni í viku sem henni finnst bara gaman. Finnur er búin að fara með hana einn síðust 2 skipti og hún er svo dugleg að sögn kennarans. Bara stoltir foreldrar hehe. Svo er þessi litla blómarós að verða 6 mánaða eftir 2 daga. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt.
Heyrðu já meðan ég man. Við erum komin með nýtt heima símanr. Það er 496-0229 og er það íslenskt númer. Það kostar okkur ekkert að hringja í íslensk nr. og ef þið viljið hringja í okkur þá borgi þið bara venjulegt mínútuverð innanlands. Svo nú er ekkert sem stoppar ykkur í að hringja hehehe.
Jæja ég held ég láti þetta duga í bili. Held að heilinn minn sé komin í viku pásu eftir þessa törn.
Þar til næst
See ya
Nú verður stefnan bara tekin á lokaverkefnið mitt eftir vikufrí frá öllu sem heitir eða tengist skóla.
Ég ætla bara að eyða tíma með Ingu Rós og Finni þegar hann er ekki í vinnunni og slaka á.
Inga Rós er orðin ekkert smá dugleg. Hún situr alveg ein núna, allavega í nokkrar mínútur, borðar vel og fer svo í sund 1 sinni í viku sem henni finnst bara gaman. Finnur er búin að fara með hana einn síðust 2 skipti og hún er svo dugleg að sögn kennarans. Bara stoltir foreldrar hehe. Svo er þessi litla blómarós að verða 6 mánaða eftir 2 daga. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt.
Heyrðu já meðan ég man. Við erum komin með nýtt heima símanr. Það er 496-0229 og er það íslenskt númer. Það kostar okkur ekkert að hringja í íslensk nr. og ef þið viljið hringja í okkur þá borgi þið bara venjulegt mínútuverð innanlands. Svo nú er ekkert sem stoppar ykkur í að hringja hehehe.
Jæja ég held ég láti þetta duga í bili. Held að heilinn minn sé komin í viku pásu eftir þessa törn.
Þar til næst
See ya
þriðjudagur, janúar 23, 2007
Flutningar
Jæja ég ætla að byrja á því að biðjast afsökunar á þessu bloggleysi hjá okkur. Í fyrsta lagi þá datt netið okkar út vegna þess að við vorum að fara flytja og svo erum við búin að vera á fullu á mála, pakka og flytja. Og nú erum við loksins flutt og nýja heimilisfangið okkar er Christen Bergs Vej 11, endilega kíkið á linkinn og skoðið myndir af húsinu. Og ef þið viljið sjá meira af húsinu þá verðið þið bara að koma í heimsókn :)
Annars höfum við það bara nokkuð gott. Ég er búin að vera í skólanum síðan við komum til baka. Ég er í kúrs sem heitir Feasibility study og er núna að fara gera verkefni í því. Basically snýst þetta um að finna út hvort eitthvað project sé feasible/ þess virði að halda áfram með það eins og að opna búð. Ég er að gera verkefni fyrir NIKE á Íslandi og ætla ég að finna út hvort það sé möguleiki á að opna NIKE búð heima. Spennó.
Finnur er bara staying home dad á meðan og hugsar um Ingu Rós. Inga Rós blómstrar gjörsamlega. Hún er komin með 2 tennur í neðri góm (fundust reyndar um áramótin) svo hún er algjör dúlla þegar hún brosir þá glittir í þær.
Veðrið hér í Danmörku er ekki búið að vera upp á marga fiska bara rigning og rok, en í morgun þegar við vöknuðum þá var allt hvítt. Þá var bara búið að snjóa í alla nótt og það á víst að vera snjór næstu daga svo við sjáum til hversu lengi hann verður hérna hjá okkur. Maður var kominn með nettann leiða af rigningunni.
Jæja ætla fara hætta þessu rauli og fara koma mér í að halda áfram að læra.
Þar til næst
See ya
Annars höfum við það bara nokkuð gott. Ég er búin að vera í skólanum síðan við komum til baka. Ég er í kúrs sem heitir Feasibility study og er núna að fara gera verkefni í því. Basically snýst þetta um að finna út hvort eitthvað project sé feasible/ þess virði að halda áfram með það eins og að opna búð. Ég er að gera verkefni fyrir NIKE á Íslandi og ætla ég að finna út hvort það sé möguleiki á að opna NIKE búð heima. Spennó.
Finnur er bara staying home dad á meðan og hugsar um Ingu Rós. Inga Rós blómstrar gjörsamlega. Hún er komin með 2 tennur í neðri góm (fundust reyndar um áramótin) svo hún er algjör dúlla þegar hún brosir þá glittir í þær.
Veðrið hér í Danmörku er ekki búið að vera upp á marga fiska bara rigning og rok, en í morgun þegar við vöknuðum þá var allt hvítt. Þá var bara búið að snjóa í alla nótt og það á víst að vera snjór næstu daga svo við sjáum til hversu lengi hann verður hérna hjá okkur. Maður var kominn með nettann leiða af rigningunni.
Jæja ætla fara hætta þessu rauli og fara koma mér í að halda áfram að læra.
Þar til næst
See ya
þriðjudagur, janúar 09, 2007
Back in DK
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla
Jæja þá er litla fjölskyldan mætt aftur til Danmerkur. Home sweet home. Og það var ekkert smá gott að koma heim aftur. Koma heim í sitt eigið dót og ekki eins mikla geðveiki og er heima á Íslandi.En það var mjög gaman á Íslandi. Nóg að gera og náðum við að hitta held ég alla. Jólin voru frábær og var borðað vel og mikið. Enda verður tekið á því núna á nýju ári og losa sig við aukakílóin sem söfnuðust í jólafríinu. Auka kílóin hennar Ingu Rósar voru vigtuð í fötum sem hún fékk í jólagjöf og þurftum við að skilja meirihlutann eftir á Íslandi.
Inga Rós skemmti sér konunglega held ég bara. Var ekkert feiminn við allt þetta fólk sem hún var að hitta, suma í fyrsta sinn.
Við notuðum tækifærið og skírðum Ingu Rós þann 30 des. og gekk allt eins og í sögu. Inga Rós varð reyndar pínu cranky þegar beðið var eftir prestinum og restinni af gestunum og eftir athöfnina þá steinsofnaði hún í fanginu á mér. Litla dúllan.
Gamlárskvöld gekk mjög vel og svaf hún allar sprengingarnar af sér. Ótrúlegt en satt því hávaðinn var svo mikill að maður gat eins veriðstaddur í Írak.
Við komum heim síðastliðinn föstudag og gekk heimferðin eins og í sögu, fyrir utan smá seinkun á lestinni, og Inga Rós kvartaði ekkert í fluginni nema bara pínu út af þreytu. Hún svaf nú ekki mikið allann daginn en hún tók það út í 12 tíma svefn eftir að við komum heim.
Skólinn byrjaði hjá mér í gær og verð ég á fullu í skólanum næstu 6 vikur og Finnur verður staying home dad á meðan. Reyndar byrjar skólaárið ekki vel. Ég og Inga Rós erum báðar veikar og ákvað ég að vera heima í dag, svo Finnur er hérna og hugsar mjög vel um stelpurnar sínar. Algjört yndi á meðan við hóstum, hnerrum og með hor í nös til skiptis. hehehe
Ó já meðan ég man, þá fáum við lyklana á nýja húsinu okkar á morgun. Hlakka ekkert smá til og um helgina verður málað og svo flutningar eftir það. Gaman gaman.
Jæja ætla fara hætta þessari vitleysu og fara snýta mér
Þar til næst
See ya
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)