fimmtudagur, desember 14, 2006

Ísland here we come...........

Jæja þá er komin 14 desember og næsta stopp Ísland á morgun. Ótrúlegt að það er liðið ár síðan við vorum þar síðast. Tíminn líður hratt í Gleðibankanum, allavega var það sungið hér árum áður.

Já eins og ég sagði erum við að koma heim á morgun. Við ætlum að reyna vera ekki á eins miklu flakki og síðast þar sem við erum með Ingu Rós núna og við ætlum að reyna rugla ekki svefnrútínunni hennar og ég veit ekki hvernig bílamálin verða hjá okkur. Svo gott fólk ef þið viljið hitta okkur þá eru þið velkomin í heimsókn. Við munum búa upp í Mosó hjá mömmu og pabba og við verðum með gömlu símanúmerin okkar. Ása 895-0912 og Finnur 898-0768.


Ég veit ekki hversu mikið verður bloggað um jólin svo við viljum því bara segja:

Megið þið eiga Gleðileg jól og farsælt komandi nýtt ár.

Þar til næst
See ya

laugardagur, desember 09, 2006

Ég á afmæli í dag.......

Ég á afmæli í dag, ég á afmæli í dag, ég á afmæli í daaaaag, ég á afmæli í dag.

Ég er alltof gömul í dag, ég er alltof gömul í dag, ég er alltof gömul í daaaaaaag, ég er alltof gömul í dag.

Jæja þá líður óðum í þrítugsaafmælið. Allavega yngist maður ekki hehehe.

Þar til næst
See ya

föstudagur, desember 08, 2006

Til hamingju með afmælið

Elskan mín á afmæli í dag. Svo við óskum honum innilega til hamingju með daginn. Ætlum við bara að eiga kósý dag saman fjölskyldan.


Við vorum reyndar með julefrokost í gærkveldi sem geggjað gaman og mikið borðað og mikið drukkið. Getið kíkt á myndir frá því hérna.
Annars á ég afmæli á morgun og gerum við örugglega eitthvað sniðugt þá.

Þar til næst

See ya

fimmtudagur, desember 07, 2006

Til hamingju með afmælið


Við viljum óska Guðna innilega til hamingju með 27 ára afmælið í dag.
Guðni við fögnum afmælum okkar fljótlega eftir að við komum heim :)

Bestu kveðjur
Lille fam í DK

mánudagur, desember 04, 2006

Í fréttum er þetta helst..........

Í dag 4 desember þá á ein lítil blómarós afmæli. Hún er orðin 4ja mánaða gömul. Ég segi bara váááá hvað tíminn flýgur. Áður en maður veit af þá verða þau komin í skóla, fermd og flutt að heiman. En þangað til ætlum við að njóta þess að hún er svona lítil ennþá.

Og í tilefni þess að Inga Rós er orðin 4ja mánaða gömul þá ákvað mamma hennar að fagna því með að taka munnlegt próf sem hún stóðst með prýði. Fékk eina 8 fyrir það og er bara nokkuð stolt af því. Þá er bara að bíða eftir einkunninni úr skriflega prófinu en hún kemur rétt fyrir jólin.

Jæja ætla að hætta þessu bulli og fara slappa af í dag svona áður en ég byrja á næsta verkefni.

Þar til næst
See ya

föstudagur, desember 01, 2006

1 des........

Jæja þá er 1. des runninn upp og aðeins 14 dagar í heimferð. Hlakka ekkert smá til að koma heim og hitt alla. Annars fékk ég svona nett sjokk um daginn. Áttaði mig á því að það er komið ár síðan ég komst að því að ég væri ólétt. Og árið 2006 að renna sitt skeið. Hvað er maður svo búinn að afreka þetta árið.
  • Nú ég byrjaði árið að skella mér í 3 mánuði til UK að vinna og skildi Finn eftir í DK.
  • Kláraði fyrsta árið mitt í IBA í sumar.
  • 4. ágúst eignuðumst við litla blómarós
  • tók lokaprófið mitt í IBA 6 dögum eftir fæðingu(keisara) og náði
  • er að klára 3 önnina mína ásamt því að hafa verið heima og hugsa um Ingu Rós
  • erum búin að segja upp íbúðinni okkar og munum flytja í hús eftir áramót
Ég er allavega voða stolt af sjálfri mér. Ég var í lokaprófinu mínu í gær og hreinlega bara ekki viss um hvernig mér gekk. En ef ég á að velja á milli vel eða illa þá vel ég illa. Ef ég fell þá tek ég það bara aftur 8 jan.
Á mánudaginn er ég að fara í munlegt próf úr Pilgrim verkefninu sem ég gerði um daginn. Og til að toppa það þá er ég fyrst. Ég þarf að tala í 5 mín. svo svara spurningum frá kennurum í 20 mín og svo fara 5 mín. í að ákveða hvernig mér gekk í því. Svo wish me luck

Jæja er að spá í að fara hætta þess. Kannski reyna koma þessum tveimur karlmönnum á fætur. Þ.e.a.s. Finni og Baldri. Já Baldur er ennþá hjá okkur. Hann breytti ferðinni sinni á síðustu stundu og fer heim á morgun. Við ætlum kannski að skella okkur til Århus á eftir svo það verður bara gaman.


Lítil blómarós er farin að kalla á mömmu sína, og finnur er að vakna líka svo það er besta að fara sinna þeim. :)

Þar til næst
See ya

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Area study og ungbarnasund............

Loksins, loksins stóra Area studyið búið. Búin að skoða fyrirtækið Pilgrim, sem selur skartgripi, fram og til baka og kanna hvort þeir eigi möguleika á USA markað. Er bara fegin að þetta er búið. Næst á dagskrá er 6 tíma próf þann 30 nóv. og svo munnlegt próf úr Area studyinu þann 4 des. Og hvað haldið þið. Ég mun brjóta ísinn með að byrja fyrst allra á því. Úff segi ég bara. Hin verða þó bara feginn þar sem ég set standardinn og ekki verður hann hár. Nei nei segi bara svona. Maður gerir sitt besta eins og alltaf og vonandi flýgur maður bara í gegn. Ég hef þó meiri áhyggjur af 6 tíma prófinu en við skulum vona að það gangi vel.
Baldur er annars að koma við hjá okkur í 2 daga akkúrat rétt fyrir próf en það verður í góðu lagi. Sendi strákana bara reglulega út með Ingu Rós þá get ég lært í friði hehe.


Ég er annars ekkert smá stolt af mér. Ég er búin að skrifa öll jólakortin og kaupa allar jólagjafir nema 3 sem verða líklega keyptar heima á Íslandi. Svo nú er bara að klára skólann og undirbúa skírn í leiðinni. En við ætlum að skíra milli jól og nýs árs. Það er nú eiginlega allt reddí fyrir það. Kjólllinn kominn, búið að panta prestinn, boðskortin farin út og bara eftir að panta kökuna, kertið og
gestabókina sem verður bara gert rétt áður en maður kemur heim. Maður er svo skipulagður hehehe.

Ég og Finnur fórum í dag með Ingu Rós í ungbarnasund og henni fannst það ekki leiðinlegt. Var ekkert smá dugleg skvísa. Kennarinn var ekkert smá ánægð að Finnur var þarna þar sem það er greinilega ekki algegnt að feðurnir koma með.

Jæja ætla hætta þessari vitleysu þar sem ein lítil blómarós er farin að kalla á mömmu sína.

Þar til næst
See ya

föstudagur, nóvember 10, 2006

Nóvember

Well hellú nú er nóvember genginn í garð og aðeins 35 dagar þangað til að við komum heim jibbí. Veðrið er fínt hérna hjá okkur. Komu reyndar nokkrir kaldir dagar þegar Gróa var hjá okkur en svo fór upp í 12°um daginn og hefur haldist í kringum 10°síðustu daga.
Gróa er annars búin að vera hjá okkur en hún fór heim s.l. miðvikudag og höfðum við það verulega kósý hérna. Við tókum bílaleigubíl og keyrðum um alla Kolding og sýndum henni bæinn. Við skelltum okkur til Flensborgar s.l. laugardag og eyddum deginum þar, reyndar komum við ekki þangað fyrr en upp úr hádegi þar sem ég fékk að sofa út því ég fór út og kíkti á jólabjórinn kvöldið áður og var það svakafjör.

En Flensborg var fín. Versluðum pínu á Ingu Rós og mig og fórum svo út að borða á Ítölskum stað sem heitir San Marino (minnir mig) og var borðað vel hehe.
Ég held annars að Gróa hafi skemmt sé mjög vel hérna og það var mjög gaman að fá hana í heimsókn.

Finnur er annars bara á fullu heimavinnandi faðir eins og er. Hann er að jafna sig vel eftir aðgerðina sem hann fór í s.l. föstudag og lítur það vel út. Inga Rós græðir allavega því hún fær þá meiri tíma með pabba sínum.

Skólinn minn er að klárast. Síðasti skóladagurinn var í dag en næsta vika fer í Area study. Eigum við að vinna svona desk-research fyrir Pilgrim á Amerískan markað. Þetta verkefni á ekki að vera nema 48.000 characterar og á að skilast eftir viku. Eftir það erum við komin í lestrar frí og svo er stóra prófið 30 nóv og svo förum við í munnlegt próf úr Arear study 4 og 5 des. En þá er ég komin faktískt í jólafrí. Ætla reyndar að klára eitt verkefni með Helle vinkonu áður en ég fer heim og svo er það bara Ísland here we come.

Jæja ætla fara hætta þessu bulli og reyna halda áfram með Area study-ið. By the way þá er ég búin að henda inn nokkrum nýjum myndum á síðuna hennar Ingu Rósar.

Þar til næst
See ya

mánudagur, október 30, 2006

Köben

Jæja maður er nú frekar blogglatur þessa dagana svo maður verður að fara gera eitthvað í þessu. Það gerist lítið hjá mér og Finni en alltaf eitthvað nýtt hjá Ingu Rós. Það er alltaf svo gaman hjá henni og um daginn þá hló hún í fyrsta sinni og ég veit ekki hvort hún eða við skemmtum okkur meira yfir þessu en þetta var frekar fyndið.

Við skelltum okkur annars til Köben um helgina. Fórum á föstudaginn eldsnemma um morguninn með lestinni. Það var bara fínt því Inga Rós svaf alla leiðina. Þegar við komum til Köben þá fórum við upp á hótel og skiluðum töskunni og fórum eftir það að hitta á Guðna og Laugu en þau voru í Köben um helgina.

Á föstudaginn var hífandi rok og manni leið eiginlega eins og heima á Íslandi. Við drógum þau með okkur til Kristjaníu í sendiráðið því við þurftum að sækja um vegabréf fyrir Ingu Rós.
Í sendiráðinu hittum við Svavar Gestsson sendiherra sem kom og spjallaði við okkur almúgann hress gaur þarna á ferð.
Við röltum svo Strikið og enduðum svo á Jensens ásamt Konna. Eftir mat var rölt aftur á Strikið og drukkinn bjór og Mojito. Mikið gaman mikið gott.

Laugardagurinn fór í Fields og verslað aðeins. Alltof stórt moll og alltof mikið af fólki. En við komumst í gegnum þetta heil á húfi. Við komumst svo að því að Danir eru ekki mikið fyrir það að hafa reyklaus svæði á veitingastöðum svo við áttum í erfiðleikum að finna stað til að borða á um kvöldið án þess að kafna úr reyk. En við enduðum svo á einum geggjuðum Mexíkóskum/Ítölskum stað og sátum við úti með 2 hitara og flísteppa og hlustuðum á rigninguna. Geggjað kósý.


Á sunnudeginum fór Finnur upp á flugvöll til að ná í Gróu en ég fór með Guðna og Laugu upp í Fisketorvet í leiðangur eftir krítarskoti. Því miður fannst það ekki en Lauga ég mun athuga það næstu helgi þegar við förum til Germany :)

Ég, Finnur og Inga Rós fórum svo með Gróu í brunch og hittum þar Mumma og Árnýju svona áður en við tókum lestina svo heim.

Við viljum þakka fjölskyldunni í Álfheimunum, Stínu ömmu, Snorra og genginu og Guðrúnu og Smára fyrir gjafirnar. Inga Rós verður vel sett fyrir kalda daga í Danmörku.


Og já meðan ég man þá vil ég minna fólk á að nú erum við aðeins einum tíma á undan ykkur núna.

Og ég er líka búin að henda inn nýjum myndum og nýju videoi svona ef þið viljið kíkja.

Jæja held að þetta sé komið nóg í bili.

Þar til næst

See ya.

sunnudagur, október 15, 2006

Til hamingju Guðni

Þann 14 október kl. 16:46 fæddist lítil Rögnvaldsdóttir. Hún var 14 merkur(3550gr) og 51,5 cm.
Við óskum Guðna og Guðrúnu innilega til hamingju með litlu dótturina.

Bestu kveðjur
Lille fam í DK

þriðjudagur, október 10, 2006

Gullmolar fyrir allar mömmur

Ég sá þetta á blogginu hjá Höllu skvísu og varð bara að setja þetta hérna inn.

Hvers vegna Guð bjó til mömmur ?

- Hún er sú eina sem veit hvar plásturinn er geymdur.

- Aðalega til að þrífa húsið.

- Til að hjálpa okkur að fæðast.

Hvernig bjó Guð til mömmur ?

- Hann notaði súlu svona eins og í okkur flestum.

- Töfraefni og fullt af garni.

- Guð bjó til mömmu alveg eins og mig bara með stærri hlutum

Úr hverju eru mömmur búnar til ?

- Guð bjó til mömmur úr skýjum, englahári og öllu góðu í heiminum- og pínu slæmu.

- Það varð að byrja með rifbeini úr manninum og svo fullt af garni held ég.

Afhverju gaf Guð þér þína mömmu ekki einhverja aðra mömmu?

- Við erum skyld!!

- Guð vissi að henni líkaði miklu betur við mig en annara manna mömmum.

Hvernig var mamma þín þegar hún var lítil stelpa?

- Mamma var alltaf mamma mín og ekkert annað bull!!!

- Ég veit það ekki af því ég var ekki þar, en held hún hafi verið ansi stjórnsöm.

- Þeir segja að hún hafi verið nokkuð þæg !

Hvað þurfti mamma þín að vita um pabban þinn áður en þau giftust?

- Eftirnafnið hans.

- Hún þurfti að vita um fortíðina hans, ef hann var þjófur. Eða hvort hann varð fullur af bjór.

- Hvort hann átti milljón !

- Hvort hann sagði NEI við eiturlyfjum og JÁ við heimilisstörfum.

Afhverju giftist mamma þín pabba þínum?

- Pabbi býr til heimsins besta spagettí og mamma borðar mikið!

- Hún varð of gömul til að gera eithvað annað við hann !

- Amma segir að mamma hafi ekki hugsað ….

Hver ræður heima hjá þér?

- Mamma vill ekki ráða, en pabbi gerir svo mikið bull og vitleysu.

- Mamma, maður sér það þegar hún ætlar að gá hvort ég sé búin að taka til. Hún sér það sem ég faldi undir rúminu.

- Ég helda að það sé mamma,en bara af því að hún hefur miklu meira að gera en pabbi.

Hver er munurinn á mömmum og pöbbum?

- Mamma vinnur í vinnuni og vinnur heima, pabbi vinnur bara í vinnuni.

- Mömmur kunna að tala við kennara án þess að hræða þá, og þú þarft að spurja hana hvort þú megir sofa hjá vinum þínum…

- Mömmur eru næstum göldróttar, því þær fá mann til að líða betur án lyfja.

Hvað gerir mamma þegar hún á frí?

- Mömmur fá ekki frí !!!

- Hún segist þurfa það borga reikninga allan daginn.

Hvað þarf mamma þín til að vera fullkominn ?

- Að innan er hún fullkominn, að utan - ég held kanski lýtaraðgerð.

- Megrunarkúr.

- Þú veist, hárið. Kanski lita það blátt.

Ef þú ættir að breyta einhverju við mömmu þína hvað væri það ?

- Hún er búin að ákveða að herbergið mitt eigi að vera heint. Ég mundi breyta því.

- Ég mundi gera hana klárari. Þá mundi hún vita að það var systir mín sem gerði það en ekki ég.

- Ég vildi óska að hún hefði ekki augu í hnakkanum.

miðvikudagur, október 04, 2006

2 mánaða í dag

Þá er þessi litla skvísa orðin 2 mánaða í dag. Vá hvað tíminn flýgur hratt. Finnst svo stutt síðan ég fékk hana í fangið í fyrsta sinn. En svona er þetta.
Af okkur er allt gott að frétta. Inga Rós brosir og hjalar eins og hún fái borgað fyrir það og skemmtir okkur foreldrunum á meðan.
Við mæðgurnar ætlum að fara hreyfa okkur og ná af okkur spikinu fyrir jólin og erum við búnar að skrá okkur í mömmuleikfimi en ég má taka hana hana með í tíma og svo er ég líka að byrja styrkja vöðvana með því að lyfta og kemur Inga Rós bara með en hún sefur bara í vagninum á meðan.

Annars er voða lítið að frétta eins og er. Ég er á fullu að púsla saman skóla og fæðingarorlofi sem gengur vel en vetrarfríið er að byrja eftir rúma viku eða 13 okt en þá verð ég bara heima að hugsa um skvísuna og læra. Og jú ég er komin með fyrirtæki fyrir placementið mitt JIBBÍÍÍ. Ég mun vinna lokaritgerðina mína fyrir Icepharma. Á eftir að finna út hvað ég geri en það verður eitthvað sniðugt. Konni er að koma í heimsókn núna á föstudaginn og verður yfir helgina. Svo erum við líka að bíða eftir að Guðni verði pabbi en barnsmóðir hans var sett í gær og vonum við að hún þurfi ekki að bíða svona lengi eins og við þurftum.

Jæja ætla að fara hætta þessu bulli. Sumar eru orðnar svangar og Finnur er í Þýskalandi að versla.

Þar til næst
See ya

mánudagur, september 25, 2006

Í dag kom Kirsten hjúkka í heimsókn og eins og alltaf heillaði Inga Rós hana upp úr skónum. Kirsten var ekkert smá ánægð með hana og Inga Rós brosti og hjalaði allan tímann sem hún var hérna. Kirsten vigtaði og mældi hana og er Inga Rós orðin 59 cm og 5 kg og svo sýndi hún Kirsten hvað hún var dugleg að liggja á maganum og halda höfðinu uppi.
Þar sem Inga Rós er orðin 5 kg þá megum við fara með hana í sund og við erum líka búin að skrá hana í ungbarnasund sem byrjar reyndar ekki fyrr en 22 nóvember en okkur hlakkar til að fara í það.

Annars er voða lítið að frétta af okkur. Inga Rós er algjört draumabarn og sefur mjög mikið sem er bara gott. Sérstaklega yfir nóttina en hún sefur frá 5 - 9 tíma án þess að vakna. Svo við foreldrarnir fáum góðan nætursvefn. Og þegar hún vakir þá brosir hún og hjalar næstum allan tímann.

Jæja ætli maður láti þetta ekki gott heita í bili. En við erum búin að bæta inn nýjum myndum í september albúmið á heimasíðu Ingu Rósar.

Þar til næst
See ya

mánudagur, september 11, 2006

Halló halló................

Úff hvað maður er búin að vera latur við bloggskriftir. Við biðjumst velvirðingar á þessu öllu saman hehe.

Það er annars bara allt gott að frétta af okkur. Finnur er byrjaður að vinna en hann vinnur bara 3 daga á viku og hina 2 er hann heima að passa svo ég geti farið í skólann. Og já skólinn er byrjaður hjá mér sem er fínt þó maður nenni stundum ekki að koma sér fram úr og horfa á Finn og Ingu Rós kúra saman upp í rúmi. En maður lætur sig hafa það og það er líka bara gaman að hitta annað fólk.

Inga Rós er alveg yndislega vær og góð. Hún er orðin 5 vikna gömul og það er eiginlega bara fyndið hvað tímanum líður. Hún drekkur mjög vel og ljósan og læknirinn eru voða ánægðar með hana hvað hún braggast vel. Við mæðgur fórum í 5 vikna skoðun s.l. fimmtudag og þá var skvísan orðin 4430 gr sem er bara gott og hún er orðin 55 cm. Svo það styttist í það að við getum farið að kíkja í sund.

Við vorum annars mjög busy mæðgurnar í síðustu viku. Við fórum á mömmumorgun hjá kirkjunni sem ljósan okkar stendur fyrir og svo erum við í mömmugrúppu ásamt 4 öðrum mömmum og litlu stelpunum þeirra. Við munum hitta mömmugrúppuna reglulega sem verður bara gaman og ég get æft mig betur í að tala dönskuna og Inga Rós fær að hitta aðrar litlar skvísur.

Við erum búin að setja 3 lítil video af skvísunni inn á heimasíðuna hennar og svo endilega munið eftir að kvitta í gestabókina eða knúsa hérna á síðunni okkar. Það er svo gaman að sjá hverjir kíkja við.

Og svo á Gróa amma á afmæli í dag og við sendum henni innilega afmæliskveðjur.

Þar til næst
See ya

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Sumarið er búið......

Þá er ágúst að renna sitt skeið og Inga Rós að verða 3 vikna gömul. Lífið hefur verið bara nokkuð gott hjá okkur fjölskyldunni. Ég fór 10 ágúst í endurtektarpróf aðeins 6 dögum eftir keisarann og það var frekar erfitt. Ég var ekki alveg búin að jafna mig eftir fæðinguna en ég fékk þær frábæru fréttir í gær að ég náði. Ég fékk 7 og er ég ekkert smá ánægð og er þungu fargi létt af mér því nú get ég einbeitt mér að öðru árinu og Ingu Rós.

Skólinn er annars byrjaður hjá mér og er ég að reyna mæta á meðan Finnur er í fæðingarorlofi og svo verður restinni bara pússlað saman við vinnunna hans þegar hann byrjar aftur í september.

Ljósan kom í heimsókn til okkar þegar Inga Rós var 10 daga gömul og var hún komin upp í 3.8 kg sem er mjög gott og svo kemur hún aftur næsta mánudag svo það verður gaman að vita hvort hún sé að þyngjast meira. Hún hefur það annars rosa fínt. Hún borða vel og sefur þess á milli. Okkur finnst alveg æðislegt sérstaklega þar sem hún sefur frá 5-7 tíma á næturnar. Þannig að við fáum líka að sofa sem er gott.

Núna eru bara rólegheit á næstunni hjá okkur. Allar heimsóknir búnar í bili eða þar til Gróa amma kemur fljótlega. Mamma og pabbi fóru heim 16 ágúst og Charlene vinkona sem kom frá UK þann 16 fór 21 ágúst. Svo renndu Hjördís og Mikkel við með foreldrum Hjördísar og Inga Rós var vakandi mest allann tímann og tókst að bræða alla í kringum sig. Hún hélt áfram að bræða fólk þegar Laufey, Garðar og Anna Valdís kíktu við á leið sinni heim til Álaborgar. Inga Rós þakkar fyrir allar gjafirnar sem hún fékk. Hlökkum til að máta fötin.

Jæja ætli láti þetta ekki gott heita. Ég mun henda inn fleiri myndum inn á síðunna hennar Ingu Rósar fljótlega.

Þar til næst
See ya

föstudagur, ágúst 11, 2006

Vikugamlir foreldrar.......

Jæja þá er sú stutta orðin vikugömul og er algjört draumabarn foreldra sinna. Hún sefur bara og drekkur og það heyrist ekkert í henni.
Við erum búin að búa til heimasíðu þar sem við munum setja inn allar myndir af henni en við munum ekki skrifa neitt í vefdagbók þar inni því við munum halda áfram að nota þessa bloggsíðu.

Við viljum líka segja ykkur að við erum búin að nefna litlu dömuna. Hún hefur verið nefnd Inga Rós en hún verður skírð um jólin þegar við komum heim.

Jæja annars höfum við ósköp lítið að segja í bili. Mamma og pabbi eru að koma aftur á sunnudaginn eftir stutta ferð til Svíþjóðar og skólinn byrjar hjá mér í næstu viku.

Svo viljum við bara enn og aftur þakka fyrir allar kveðjurnar sem hafa borist okkur.

Þar til næst
See ya

sunnudagur, ágúst 06, 2006

Loksins loksins

Þá er maður loksins kominn í heiminn eftir langa og strembna bið. Mamma átti að fara í keisara föstudagsmorgunin en ég vildi koma fyrr því mamma missti vatnið rétt fyrir kl: 1 um nóttina. Pabbi var nú ekki viss hvort mamma væri að segja satt og spurði hvort hún væri ekki að grínast þar sem hann átti ekki að fara með hana fyrr en kl 8 um morgunin. En þetta var ekkert grín og pabbi rauk með mömmu upp á spítala því ég var enn sitjandi og mátti því ekki fæðast á venjulegan máta. Mamma var send í bráðakeisara og ég kom svo loks í heiminn kl. 2.45 aðfaranótt 4 ágúst 2006.

Ég var 53 cm og 3510 gr(14 merkur). Sem sagt fullkomin í alla staði og mamma og pabbi í skýjunum og geta ekki hætt að brosa.

Við þökkum kærlega fyrir allar kveðjurnar sem hafa borist og það verða settar inn fleiri myndir við tækifærið.

Bestu kveðjur til allra

Litla fjölskyldan í Kolding

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Nei ekkert barn enn.........

Jæja enn er maður ekki búin að fæða. Enda engin furða þar sem ljósurnar hérna gerðu gífurleg mistök. Á síðustu 3 vikum er ég búin að hitta 2 ljósur sem báðar sögðu að barnið væi fastskorðað og bara síðast í gær hitti ég ljósuna sem sagði það sama. Ég var send í sónar í morgun og átti að fara í mónitor í kjölfar þess og svo í gangsetningu þar á eftir þar sem ég er gengin 42 vikur.

Í sónarnum í morgun kom í ljós að barnið er sitjandi og var aldrei búið að skorða sig. Svo að ég er að fara í keisara í fyrramálið. Ef þær hefðu vitað fyrr hvað snéri upp og niður þá hefði ég verið send í vendingu á 38 viku og þá eflaust verið send fyrr í keisara AARG.

En góðu fréttirnar eru þær að við fáum krílið í hendurnar fyrir hádegi á morgun.
Vá ég varð bara pústa aðeins enda búin að vera upp á spítala í allan morgun í viðtölum og blóðprufum.


Næsta blogg kemur ekki fyrr en í seinnipart næstu viku ásamt myndum, þar sem við verðum einhverja daga upp á spítala.

Jæja þar til næst
See ya

sunnudagur, júlí 23, 2006

Hvað er að ske.......

Og nei það er ekkert að gerast. Ef einhver er að velta því fyrir sér. Þetta barn er eitthvað að þrjóskast og ég hef ekki hugmynd um hvaðan það fær þessa þrjósku hehe.
Annars erum við bara búin að vera chilla síðustu daga. Við fórum á ströndina á fimmtudaginn þegar hitinn fór upp í 32°C en það skrýtna við það þá var þetta besti sólardagur sem ég hef upplifað. Kannski af því að við höfðum hafgoluna og sjóinn til að kæla okkur í sem var geggjað.
Lion
Í dag skelltum við okkur í Givskud ZOO með Helle vinkonu og við gátum keyrt í gegn og skoðað allskonar villidýr eins og ljón, apa og fíla og Finnur missti sig aðeins á nýju myndavélina og þið getið kíkt á myndirnar hérna. En þetta var mjög gaman og enduðum við svo heima og borðuðum geggjað máltíð sem Finnur eldaði handa okkur.

Þetta var fréttaskot helgarinnar.

Þar til næst
See ya

mánudagur, júlí 17, 2006

Og það styttist óðum.......

í komu erfingjans. Eða við vonum það allavega. Ég er orðin frekar þreytt á þessu og komin með verki á hinum ýmsu stöðum og ég labba stundum eins og níræð kona. Not a pretty picture. En vonandi fer eitthvað að gerast. Við tókum nokkrar nýjar bumbumyndir og vonandi eru þetta síðustu bumbumyndirnar sem verða teknar þetta árið.

Annars er lítið að frétta. Við skelltum okkur á tónleika s.l. föstudag. Þetta voru Tuborg Grøn Koncert og voru þetta útitónleikar og það var geggjað gaman á þeim. Þeir voru haldnir á stóru íþróttasvæði og voru tvö svið en það var aldrei spilað á þeim báðum í einu svo maður gat hlustað á alla tónlistarmennina. Við létum fara vel um okkur á stólum, sleiktum sólina, drukkum bjór/vatn og hlustuðum á góða tónlist. Ég fékk nú ágæta athygli þarna sitjandi með bumbuna út í loftið og dillandi maganum í takt við tónlistana svo það var bara gaman. En við skemmtum okkur konunglega. Við tókum nokkrar myndir svo þið getið séð hvað það var gott veður hehe.

Jæja þetta var nú bara allt og sumt sem við vildum segja og vonandi verða næstu fréttir bara af komu erfingjans. Maður veit aldrei.

Þar til næst
See ya

miðvikudagur, júlí 05, 2006

Sól, sól skín á mig.........

Sweaty
Jæja er ekki best að skrifa eitthvað svo fólk sjá að maður enn á lífi hérna í Danmörku. Eða getur maður sagt að maður sé á lífi. Það er búið að vera svo heitt hérna og veðrið á að halda áfram svona næstu daga svo að ég ólétta konan er gjörsamlega að kafna. Maður situr hérna inn með alla glugga opna og viftuna á fullu að maður finnur engann mun hvort maður sé inni eða úti. Ekki sniðugt.
Hazzard Smileys
Annars vorum við skötuhjúin að koma frá útlöndum. Já tókum bílaleigubíl og skelltum okkur í bíltúr til Stokkhólms. Tók ekki nema 9 tíma að keyra en það var þess virði.
Við fórum í heimsókn til frændu mína þar og gistum við hjá Kristjáni og hans konu, Ulriku, en þau giftu sig í febrúar. Þetta var alveg æðisleg ferð. Við heimsóttum Kalla bróður hennar mömmu og Maríu konu hans, en þau þurftu reyndar að fara til Finnlands á föstudeginum svo það var stutt stopp hjá þeim.
Ég og Finnur gerðum annars lítið nema labba um Stokkhólm og sitja á kaffihúsum þegar ég var orðin of þreytt. Því það er ekkert grín að labba í þesum hita. Fæturnir á mér voru svo þrútnir á kvöldin að það var eins og einhver hefði tekið stóru tánna mína og blásið hana upp eins og blöðru.
Föstudagskvöldið kom Sammi frændi og við grilluðum og spiluðum viking spil eða Kubb eins og sumir kalla það. Þar rúlluðum ég og Ulrika strákunum upp. Spiluðum 4 leiki og þeir unnu einn leik hehehehe. En þetta er stórskemmtilegt spil sem maður þarf að eignast.
Á laugardeginum skelltum við okkur í siglingu til archipelago eða eyjarnar hérna út við Svíþjóð. Fórum reyndar bara í eina sem heitir Grinda því þær eru ekki nema 24.000. En þetta var ótrúlega gaman. Fengum náttlega bara gott veður og svo það var bara slakað á og borðaður góður matur. Við ákváðum að kíkja á sænska næturlífið sem var bara gaman sérstaklega þar sem það má ekki reykja á pöbbum og klúbbum í Svíþjóð vegna reykingarbanns. Þetta var bara einstök upplifun að fara út að skemmta sér og koma ekki reyktur heim.

Ég henti inn nokkrum myndum frá Svíþjóð inn svo þið getið skoðað þær hérna ef þið viljið.

Núna er maður bara að gera allt reddí fyrir krílið sem má nú alveg fara koma, er eiginlega ekki að nenna þessu lengur. Ég er búin að þvo allt saman nema sængina sem við fengum frá Stínu ömmu þar sem þurrkarinn er bilaður og ég er að bíða eftir að hann komist í lag. Svo erum við búin að setja saman rúmið sem mamma hans Finns gaf okkur og svo fengum við skiptiborð og upp í barnavagninn frá mömmu og pabba og er þetta allt komið á sinn stað.

Annars var ég að spá í að henda inn óformlegri könnun. Það eru nokkrir farnir að spá því hvenær barnið kemur og hvort það sé stelpa eða strákur, svo það væri gaman að fá að heyra frá ykkur hvenær þið haldið að barnið komi í heiminn og hvort kynið það er. Svo það sé á hreinu þá er ég sett 20 júlí. Finnur segir að það komi seinnipart næstu viku og hann segir að þetta sé strákur. Ég segi 16 júlí og ég held að þetta sé strákur. Endilega látið ljós ykkar skína.
It's A Boy It's A Girl
Allavega þar til næst
See ya

mánudagur, júní 19, 2006

Nýjar myndir

Snappy
Vildum bara láta ykkur vita að það væru komnar inn nýjar bumbumyndir. Við höfum annars ekkert merkilegt að segja nema bara að ég stækka og nýti sumarfríið í að horfa á HM og Finnur er að vinna alla daga. Hann fær reyndar frí í næstu viku þar sem við erum að fara til Svíþjóðar í nokkra daga.

Allavega þar til næst
See ya


P.S. gaman væri að sjá hverjir kíkja hér inn svo munið eftir að knúsa.

þriðjudagur, júní 13, 2006

Sumarfrí...........

School's Out
Þá er mín bara komin í sumarfrí eftir erfiðar síðustu vikur í skólanum. Stóra prófið er búið og ég get nú ekki sagt að mér hafi gengið neitt súper vel og voru allir á sama máli. Þetta var mega erfitt próf. En ég fæ að vita hvort ég þurfi að taka prófið aftur eftir 30 júní svo nú er bara að bíða og sjá.
Sweaty
En sumarfríið mitt byrjar vel. Búin að vera sól og allt að 30°C á hverjum degi núna. En það er ekkert grín að vera gengin 35 vikur í þessum hita. Gjörsamlega ólíft bæði úti og inni. Við erum með eina viftu inn í stofu sem er í gangi allan daginn og ég er búin að fá leyfi til að kaupa aðra viftu til að hafa inn í svefniherbergi því það dugar ekki einu sinni að hafa gluggann opinn. Ég verð að fá að sofa eitthvað áður en krílið kemur. Annars gengur meðgangan bara nokkuð vel. Ég er að fara skoða fæðingardeildina á morgun og svo fer til læknis á fimmtudaginn í rútín tjékk svo eins og er þá er allt í góðu. Krílið hreyfir sig mjög mikið enda minnkar plássið sem það hefur og maginn gegnur bara í bylgjum magnað. Ég vona bara að það fari að snúa sér rétt nenni ekki að fara vinna í því sjálf að snúa því, veit reyndar ekkert hvernig það er gert svo það kemur í ljós.

Núna bíðum við bara eftir að fólkið frá Íslandi komi hingað í stríðum straumi. Stína amma og Ragnheiður frænka hans Finns eru að koma hingað á næstu dögum og ætlum við að reyna hitta á þær. Óli tengdó og Unnur og Evíta eru að koma eftir eina og hálfa viku með Norrænu og verða hérna í 3 vikur eða svo. Hlakka geggjað til að sjá þau og þau munu líka koma með barnarúmið sem Ásdís ætlar að lána okkur svo það verður bara gaman, því þá get ég farið að gera allt reddí.
Svo ætlum við að skella okkur til Stokkhólms að hitta Kalla frænda og alla strákana nema Janna sem verður í Finnlandi. Svo það verður stuð því ég hef aldrei farið til Svíþjóðar.
Eftir það fer bara að styttast í krílið og að mamma og pabbi komi í heimsókn. Svo það verður fjör hjá mér í sumar.

Jæja ég ætla að koma mér út í sólina og leggjast í sólbað
Þar til næst Tanny
See ya

sunnudagur, júní 04, 2006

Hvítasunnuhelgi

Studying
Þá er hvítasunna gengin í garð, eða eins og Daninn segir Pinsedag, og aðeins 4 dagar í stóra prófið mitt. Ég er sem sagt komin í upplestrarfrí og reyni að vera duglega að fara yfir gamalt efni. Krílið er ekki að auðvelda mér þetta og leyfir mér ekki að sofa. Ég vaknaði klukkan 4 í morgun með klikkaði samdrætti sem hættu ekki fyrr enn í kringum 10 leytið. En maður reynir hvað maður getur. Maður hugsar bara um það að ég er að komast í sumarfrí og get farið að slaka á allavega þar til barnið fæðist. Finnur verður náttlega að vinna alla daga svo ég verð að finna mér eitthvað að gera á daginn. Vonandi verður geggjað veður í sumar þá get ég bara setið úti og notið sólarinnar.

Tanny
Guðni félagi kom annars í stutta heimsókn á fimmtudaginn og fór í gær. Það var frábært að fá hann í heimsókn enda kom hann náttlega ekki tómhentur til okkar þar sem mamma hafði sent lifrapylsu og sparikaffi með honum nammi namm. Annars held ég að hann hafi bara skemmt sér þokkalega hérna, allavega tóku þeir vel á því á föstudagskvöldið hehe.
Chugger
Jæja þar til næst
See ya

sunnudagur, maí 28, 2006

Á lífi.............

Hi Ya
Já við erum á lífi. Maður hefur eiginlega ekki haft tíma til að blogga því það er svo brjálað að gera hjá manni. Það er búið að vera brjálað að gera hjá manni í skólanum og er enn. Það er aðeins ein vika eftir og svo er stóra lokaprófið eftir 11 daga og ég er ekki frá því að vera frekar stressuð. Ég er reyndar búin að vera í 4ja daga helgarfríi þar sem það var uppstigningardagur á fimmtudaginn og skólinn ákvað að gefa okkur bara frí líka á föstudaginn sem var ljúft.

Ég fór með Helle vinkonu minni í bíó á föstudaginn og hef ég ekki farið í bíó í ár og aldir. Við fórum að sjá Da vinci code sem var mjög góð. Bumbubúanu leið bara mjög vel á meðan en mér var frekar heitt þarna inni. Ég og Finnur skelltum okkur svo með nokkrum úr bekknum á Lucca í nokkra öllara og það var bara gaman. Gott að komast aðeins út. Ég dillaði bara bumbunni í takt við tónlistana og barnið hreyfði sig ekki, hefur greinilega fílað þetta.
Belly Dancer
Annars fór ég til Ljósunnar síðasta þriðjudag og það lítur allt mjög vel út. Barnið snýr ennþá þannig að höfuðið er upp við rifbeinin. sem er í lagi so far. Ég vona bara að það fari að snúa sér því hún sagði að ef það er ekki búið að snúa sér í viku 37 þá þarf ég að reyna snúa því. Ekki veit ég hvernig en það kemur í ljós.

Jæja ég ætla hætta þessu bulli og fá mér djöflatertu með bananakremi sem ég bakaði í gær og kannski ís og jarðaber, nammi gott.
Chompy
Þar til næst
See ya

sunnudagur, maí 14, 2006

Mæðradagurinn

Mother's Day Flowers
Í dag 14 maí er mæðradagurinn svo í tilefni þess viljum við óska mæðrum okkar innilega til hamingju með daginn.

Við skelltum okkur í heimsókn til Hjördísar og Mikkels í Árósum og var Hjördís búin að vippa upp þessum dýrindis hádegismat og var vel borðað af honum. Þau fóru svo með okkur í göngutúr um downtown Árósa og var margt um manninn þar enda þvílík blíða í gær. Við enduðum svo daginn á að fara í IKEA og versla pínu sem var bara gaman.

Í gær sigruðu Liverpool West Ham United í mögnuðum úrslitaleik í FA CUP og endaði hann í vítaspyrnukeppni. Ég var alveg pottþétt á að hann yrði of spennandi fyrir minn smekk og ákvað ég því ekki að horfa á hann. Miðað við fyrri reynslu af úrslitaleik eins og AC Milan vs Liverpool í fyrra. Þar sem það yrði örugglega ekki gott fyrir taugarnar og blóðþrýstinginn minn hehehe.
Svo ég óska öllum Liverpool mönnum til hamingju með sigurinn í gær.

Well þar til næst
See ya

miðvikudagur, maí 10, 2006

Sól, sól og aftur sól


Mostly Sunny
Sólarblíðan heldur áfram þessa dagana og virðist ekki ætla láta sig hverfa fyrr enn í næstu viku. Ég væri þó alveg sátt við að hafa hana ekki hérna hjá okkur þessa dagana þar sem ég er á fullu að undirbúa mig fyrir æfingarprófið sem er á morgun og það er mjög freistandi bara að skella sér út í veðurblíðuna.

Maður nær nú ekki að slaka mikið á þessa dagana þar sem í næstu viku er 4 verkefni sem þarf að skila + lesa heima og undirbúa sig fyrir stóra 6 tíma prófið 8 júní. Úff maður verður bara þreyttur við tilhugsunina.

Annars er ósköp lítið að frétta af okkur skötuhjúunum. Finnur er að vinna á fullu og nýta þeir tækifærið meðan veðrið er svona gott og vinna lengur á daginn og svo er ég bara að læra og reyna að láta karate kid ekki trufla mig of mikið með öllum sínum spörkum.

Í dag á þessi unga dama afmæli. Hún Evíta María litla systir hans Finns er 7 ára í dag. Vá hvað tíminn flýgur hratt. En annars er hún að koma í heimsókn til okkar í júní ásamt mömmu sinni og pabba. Og okkur hlakkar ekkert smá til að sjá hana aftur, enda eru liðnir 5 mánuðir síðan síðast.

Elsku Evíta María innilega til hamingju með 7 ára afmælið. Vonum að dagurinn verði frábær.
Birthday Song
Jæja ætla segja þetta gott í dag og halda áfram að læra.


Þar til næst
See ya

fimmtudagur, maí 04, 2006

Sumarblíða

Sunny
Þá held ég barasta að sumarið sé komið hérna hjá okkur í Kolding. Það er búin að vera þessi þvílíka veðurblíða í gær og í dag og er spáð áframhaldandi blíðu og yfir 15°C næstu daga. En það er náttúrulega bara típískt að hún komi þegar það er mest að gera hjá manni í skólanum og prófin að fara byrja.

En ég tók þessa mynd af trjánum hérna fyrir utan gluggann hjá okkur því það blómstrar allt saman núna.

Annars styttist í það að skólinn klárast og það er brjálað að gera í skólanum. Lokaprófið er 8 júní svo við erum á fullu að undirbúa okkur fyrir það. Við erum ekki enn búin að fá "aðgangsmiðann" okkar í lokaprófið en vonandi fer kennarinn að skila okkur verkefninu fljótlega.

Meðgangan gengur vel og í dag eru aðeins 11 vikur eftir(vonandi). Alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. En við erum dugleg á meðan að byrja kaupa dót og föt fyrir barnið svona hægt og rólega. Sem er bara gaman hehehe.

Annars á lítil skvísa 1 árs afmæli í dag og heitir hún Anna Valdís og á heima í Álaborg. Svo við óskum henni innilega til hamingju með daginn í dag. En á morgun á önnur skvísa afmæli. Það er hún Katla litla frænka mín og verður hún 1 árs á morgun, svo til hamingju með afmælið á morgun.

Jæja við höfum ekki mikið meira að segja í bili.

Þar til næst

See ya

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Bumbumyndir

Snappy
Jæja vildi bara láta ykkur vita að eftir mikla eftirspurn og kvartanir þá hef ég sett inn nýjar bumbumyndir. Einnig setti ég inn nokkrar myndir frá Álaborg. Svo njótið.

Þar til næst
See ya

mánudagur, apríl 17, 2006

Fríið búið........................

Someone Smile Today
Þá er páskafríið á enda og skólinn hefst á ný á morgun. Ég er búin að hafa það ofsalega gott í páskafríinu. Var reyndar ekki eins dugleg að lesa eins og ég ætlaði mér, en við fórum aftur á móti til Álaborgar og heimsóttum Laufey, Garðar og Önnu Valdísi. Við fórum með lestinni á fimmtudaginn og komum heim í gær. Við höfðum það mjög gott hjá þeim og var þetta helgi þar sem var borðaður var góður matur, slakað á, spilað og hlegið. Við þökkum Álaborgargenginu kærlega fyrir gestrisnina. Í gær opnaði ég páskaeggið mitt og eins og alltaf þá bragðast Nóa páskaegg alltaf gott.

Núna hefst geðveikin í skólanum á ný og henni mun ekki ljúka fyrr en 9 júní og þá með 6 tíma prófi. En fyrst verð ég að fá aðgöngumiða í það próf og hann fæ ég með því að fá jákvætt svar fyrir verkefnið sem ég vann í placementinu. En kennarinn mun ekki byrja fara yfir það fyrr en núna eftir páska og tekur sér 3-4 vikur í það. Finnst það full langur tími og fáum við það ekki til baka fyrr en í maí. Ef við föllum á verkefninu þá þurfum við að gera það aftur en maður bara vonar það besta.
Pregnant Smiley
Meðgangan gengur mjög vel og eru bara rétt rúmar 13 vikur eftir. Alveg ótrúlegt hvað tíminn hefur liðið hratt. Við erum búin að festa kaup á Emmaljunga barnavagni með burðarrúmi og hægt er að breyta honum í kerru voða flottur en við fáum hann ekki fyrr en í maí/júní sem er í fínu lagi. Þá eigum við bara eftir að finna skiptiborð og svo náttlega allt litla dótið sem fylgir en það kemur fyrir rest.

Þar til næst
See ya

föstudagur, apríl 07, 2006

Páskafrí..........

Bunny Face
Loksins loksins er maður komin í páskafrí. Þvílíkur lúxus þarf ekki að mæta aftur í skólann fyrr 18 apríl. Þetta er búnar að vera strembnar 2 vikur í skólanum eftir að ég kom til baka frá UK. Svo það er ósköp notalegt að vera komin í frí.
En þó ég sé komin í frí þá verður ekkert legið í leti allann tímann. Ég og Helle(bekkjarsystir mín) ætlum að byrja á market research verkefninu okkar sem við eigum að skila í maí og svo ætla ég að halda áfram og reyna klára barnateppið sem ég er að sauma út. Þó inn á milli verður borða, sofið og etið. Finnur fær ekki frí fyrr en á fimmtudaginn og þá erum við að spá í að skreppa til Álaborgar og heimsækja Laufey og co. Það verður gaman og hlakkar mig bara til því ég er búin að vera á leiðinni til hennar allt of lengi.

Við fengum súkkulaði rúsínur, DVD mynd o.fl. sent frá Gróu tengdó um daginn og runnu rúsínurnar hratt niður. Takk fyrir okkur. Og svo sendi mamma okkur pítu- og grænmetissósu og náttlega Nóa Siríus páskaegg sem verður borðað með bestu lyst á páskadag. Get ekki peðið eftir að testa það.

Chocolate Bunny
Jæja ég ætla fara gera eitthvað að viti hérna diskarnir vaska sig víst ekki sjálfir upp.

Þar til næst.
See ya

mánudagur, mars 27, 2006

Sommertime

Daylight Savings
Þá er sumartíminn kominn hérna í DK svo við erum 2 tímum á undan ykkur heima á Íslandi. Get samt ekki sagt að veðrið sé eitthvað sumarlegt en vonandi kemur það sem fyrst.
En allavega er ég komin til DK aftur eftir allt of langa dvöl í UK sem var mjög gaman en það er ofsalega gott að vera komin hjem til Finns aftur. Ég er búin að hafa það mjög gott þessa fáu daga sem ég er búin að vera hérna í DK og borða mjög góðan mat þar á meðal Jensen Bofhouse nammi gott.

Fyrsti skóladagurinn var í dag og það var frekar erfitt að byrja aftur og rifja upp það sem við vorum að tala um í desember. Heilinn var ekki alveg að fúnkera svona fyrsta daginn.
Student Head Explodes
Annars höfum við 3 það bara nokkuð gott. Erum að fara í sónar á morgun svo það verður voða gaman að sjá barnið aftur þar sem ég fór í sónar í UK en Finnur er að sjá það í fyrsta sinn. Vonandi verður það í fullu fjöru eins og venjulega og sparkar eitthvað svo Finnur sjái. Reyndar vill það ekki alveg leyfa pabba sínum að finna spörkin svo ég vona að það sé ekkert persónulegt Rolly 1

Og ég er búin að setja inn nýjar bumbumyndir þar sem okkur var farið að berast formlegar kvartanir og upphringingar. Brows

Jæja þar til næst
See ya

mánudagur, mars 20, 2006

Það var það já..........


Þá hefur síðasta helgin í Englandi runnið sitt skeið. Og það má segja að hún hafi bara verið nokkuð góð. Nóg að gera enda er maður pínu þreyttur svona á mánudegi.
Laugardagurinn fór ég ásamt Ole til Preston í final shopping leiðangur. Ég fann ekkert handa sjálfri mér en Ole tókst að versla þó nokkuð á sig. Veðrið var geggjað og löbbuðum við upp og niður verslunargötuna nokkrum sinnum áður en við enduðum inn á Starbuck þar sem ég trítaði sjálf mig af strawberry frappochino með þeyttum rjóma og stórri sneið af súkkulaðitertu nammi.
Chompy
Sunnudagurinn átti að fara í að sofa út og taka til. Well ég tók til en ég vaknaði kl 8 og gafst upp á að reyna sofna aftur kl 9 þannig að ég endaði bara á því að byrja daginn snemma. Byrjaði á undan strákunum að taka til en skildi nógu mikið eftir handa þeim þar til þeir vöknuðu sem var í lagi. Ég bakaði svo nokkrar pönnsur fyrir okkur svona af því við vorum búin að vera ógó dugleg og þær runnu hratt niður. Um kvöldið fórum við út að borða með Tom yfirmanni okkar, Sandra sem vinnur á skrifstofunni, Angela úr PR sem er svona nokkurs konar yfirmaður Ole og svo Ian charles frá skólanum. Við fórum á stað sem heitur Guys Court og er æðislegur staður. Kósý og geggjaður matur. Enda tók ég 3 rétta máltíð sem var bara gott. Reyndar komst ég ekki langt með eftirréttinn, sem var himneskur, því ég var allt of södd.
Ég var frekar þreytt í morgun enda þegar við komum heim þá var komið langt yfir háttatímann minn hehehe.
Tired
Nú eru bara 2 dagar eftir af vinnunni sem er ljúft og svo rýkur maður bara heim til DK á fimmtudaginn JIBBÍ. Við förum út að borða með samstarfsfólki okkar í hádeginu á morgun svona til að gera eitthvað áður en við förum og verður það ábyggilega voða huggó. En ég veit ekki alveg hvað ég geri af mér svona síðasta vinnudaginn. Veit að strákarnir ætla slá þessu upp í kæruleysi og mæta ekki fyrr en á hádegi enda eru þeir að fara á pöbbarölt með IT deildinni annað kvöld. En það kemur bara í ljós. Hlýt að finna eitthvað að gera.

Jæja ætla ekki að hafa þetta lengra (henti inn nokkrum myndum)

Þar til næst
See ya