miðvikudagur, desember 31, 2008

Jólin 2008

Jæja ég ákvað að henda inn svona eins og einu bloggi eða svo, bara af því að árið er á enda.

Við höfðum það mjög kósý hérna í DK um jólin. Jónas frændi minn eyddi jólunum hjá okkur þar sem hann er nýfluttur til Köben til að vinna sem kokkur. Og þar sem honum finnst svo gaman að elda þá eldaði hann ofan í okkur jólamatinn. Við fengum þessa dýrindis humarsúpu í forrétt og dádýr í aðalrétta. Ég fékk að gera ávaxtasalatið mitt góða, en það var svo sem eina sem ég gerði. Og það var ekkert auðvelt að slappa bara svona af og gera ekki neitt. En dádýrið bragðaðist ekkert smá vel. Takk fyrir okkur Jónas.

Það var mikið pakkaflóð undir jólatrénu okkar og auðvitað átti litla skottan 90% af þeim. En hún fékk heilmargt í jólagjöf eins og: Annabell dúkku og dúkkuföt, little people dót, búðarkassa, vatnsteiknibók, kærleiksbjörn, föt, pússluspil og bók. Ekki amalegt

Við skötuhjúin fengum málverk eftir Ingu Rós sem hún gerði hjá dagmömmunni, bækur, ipod dockstation, Georg Jensen óróa, peysu, verkfæri, gjafabréf, make up og DVD diska.

Ég hef nú þurft að vera lesa fyrir próf í þessu jólafríi en það er allt í lagi. Þó er ég reyndar búin að vera veik síðan á mánudaginn svo ég hef ekki verið að lesa mikið síðustu 2 daga fyrir verkjum. ekki gaman þar sem fyrsta prófið er á mánudaginn. Vonandi fer nú þetta að lagast en á meðan bryð ég verkjatöflur og sjússa mig með hóstastillandi meðali.

Kalkúninn er komin inn í ofn og eigum við vona á 5 manns í mat á eftir og ætlum við að bjóða upp á grillaðan humar í forrétt og náttúrulega kalkún og með því í aðalrétt og svo hjemmelaveden tobblerorn ís. Nammi namm.

Jæja ég er að spá í að segja þetta gott í bili og um leið óskum við ykkur gleðilegs nýs árs og hlökkum til að hitta sem flest af ykkur á nýju ári.

þar til næst
See ya

mánudagur, desember 08, 2008

Sitt lítið af hverju

Jæja þá, ætli það sé ekki best að henda inn einhverjum fréttum af okkur fyrst fólk er byrjað að kvarta. Ég skal reyna að hafa þetta ekki of langt.

Snorri kom í heimsókn til okkar þann 23 nóv. Við fórum reyndar til Köben og náðum í hann og eyddum deginum í skítakulda í Jóla tívolíinu. Inga Rós skemmti sér konunglega þar og talaði látlaust um jólaljósin og julemanden sem hún sá.
Snorri var hjá okkur í viku og skemmtum við okkur konunglega allann tíma. Hér var drukkinn bjór og spilað Monopoly bæði í Wii og á gamla mátann. Snorri endaði reyndar alltaf í jailinu og Finnur þurfti alltaf að borga hátekjuskatt hehehe. Takk Snorri fyrir frábæra viku.

Jólaljósin eru komin upp hér á bæ. Og náttlega erum við með langflottasta húsið í götunni. Við komum smá jólaljósa meting á við nágranna okkar sem er bara gaman :)
Svo verður bara farið að kaupa jólatré næstu helgi. Ingu Rós finnst allt þetta jóladót og ljós svo gaman. Svo fær hún Kalander gave á hverjum degi frá julemandinum og ekki leiðist henni það.

Við fórum með Ingu Rós upp á spítala s.l. fimmtudaginn til að athuga betur þetta mishljóð sem heyrðist í hjartanu hennar. Sem betur fer fannst ekkert alvarlegt svo við fórum heim með vel léttar axlir þennan dag. Þetta hljóð er bara þarna og mun hverfa með tímanum.

Við héldum svo upp á afmælið okkar á föstudaginn með tilheyrandi áti og drykkju hjá mörgum. Enda fóru síðust gestirnir ekki heim fyrr en að verða 5:30. Hjördís vinkona mætti á svæðið frá Århus og einnig stakk Jónas frændi inn nefinu, en hann er nýfluttur til Köben. Svo hann eyddi helginni hérna hjá okkur. Takk öllsömul sem mættu. Þetta var virkilega gaman.

Til hamingju með afmælið í gær Guðni minn. Svo náttlega er Finnur 29 ára í dag og ég verð svo 28 ára á morgun bara gaman :)

Jæja ég held að þetta sé komið nóg af fréttum í bili.

Þar til næst
See ya

föstudagur, október 24, 2008

Nýjar myndir

Var rétt í þessu að henda inn nýjum myndum í mynda albúmið okkar hérna á síðunni. Þau heita "Strákakvöld jólin 2005" og "Argentína sumarið 2008"

Enjoy

Hitt og þetta

Vá ég ætlaði að segja eitthvað rosalega sniðugt hérna en man engan veginn hvað ég ætlaði að skrifa. Er maður komin með alzheimer light or what?

Við fórum til Álaborgar um daginn og heimsóttum Laufey, Garðar, Önnu Valdísi og Ágúst Loga. Smituðum þau endanlega fyrir Wii vírusnum sem er bara gaman ;)

Annars fer bara mjög vel um okkur hérna svona miðað við gang mála heima. Maður finnur aðeins fyrir þessu ef maður þarf að millifæra LÍN hingað út en maður er bara duglegur við að spara og eyða peningnum ekki í eintóma vitleysu.

Hérna rignir bara þessa dagana engin snjór eða stormur eins og heima og svo er spáð næturfrosti í næstu viku brrrrrrrrr. Væri samt alveg til í að fá snjó hérna í desember það er svo kósý.

Vá vitið það að ég er alveg blanc og veit ekki um neitt sniðugt til að segja ykkur. Nema það eru 260 dagar þangað til að við giftum okkur :)

Þar til næst
See ya

miðvikudagur, október 01, 2008

Fréttir, fréttir................

Jæja ætli það sé ekki best að henda inn nokkrum línum. Samt alveg spurning hvort maður nenni að halda þessu áfram þar sem maður veit ekkert um það hvort einhver kemur hérna inn og les þetta bull í mér.

En allavega við fórum um daginn og keyptum nýtt rúm handa Ingu Rós. Hún fékk pening í afmælisgjöf sem fór í það að kaupa nýtt rúm, nýja sæng og kodda. Hún er hin ánægðasta með þetta allt saman og það hefur gengið mjög vel að fá hana til að fara bara sofa þegar hún skríður upp í. Það hafa reyndar komið 2 kvöld þar sem hún er eitthvað að labba um í herberginu sínu þegar hún á vera upp í rúmmi hehehe.

Ég veit ekki alveg hvað ég á að skrifa. Það er voðalega lítið að frétta héðan. Same shit different day.
Jú ég fór og fékk mér linsur um daginn. Er aðeins að prufa þetta því ég vil ekki nota gleraugun á brúðkaupsdaginn og ef ég nota þau ekki þá sé ekki alla svo ég ákvað að skella mér í þetta. Frekar skrýtið eitthvað en ekkert smá þægilegt. Ég get labbað um án gleraugna og séð það sem er lengra í burtu hehehe.

Við ætlum að skella okkur til Álaborgar aðra helgi og heimsækja Laufey og co. Verð að fá að sjá nýjasta fjölskyldumeðlimin. Á sama tíma og ég fer til Laufeyjar þá verður TVG-Zimsen reunion heima svo við Laufey skálum bara fyrir ykkur hinum.

Ekki er nú ástandið heima gott. Helv....... krónan fellur og fellur og danska krónan hækkar og hækkar. Var komin upp í 20,5 núna áðan. Sem er ekkert sniðugt þar sem ég lifi á LÍN og fæ bara fyrirfram frá bankanum í ISK svo upphæðin er ekki mikil sem ég get millifært hingað út til okkar. Dabbi bankastjóri ætti að vera orðin glaður. Glitnir orðið að ríkiseign en hann sagði nú að ríkið myndi selja sinn hlut þegar þar að kæmi. Á nú eftir að sjá það gerast. En ég nenni ekki að pirra mig yfir þessu núna.

Svo vil ég minna aftur á heimasímann okkar 496-0229. Svona fyrir þá sem vilja endilega heyra í okkur hljóðið. Okkur finnst alltaf gaman að heyra í fólki frá Íslandi og fá slúður.

Jæja ég ætla að halda áfram að vera löt í dag.

Þar til næst
See ya

föstudagur, september 12, 2008

KLUKK

Ég var víst klukkuð af henni Petru vinkonu, svo ég má ekki vera minni manneskja svo hér kemur þetta.

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
- Sportbúð Títan
- Bónusvideo Mosó
- Íslandspóstur
- TVG-Zimsen

Fjórar kvikmyndir sem ég held upp á:
- P.S. I Love You
- Love Actually
- Notebook
- Og flest allar Disney teiknimyndir

Fjórir staðir sem ég hef búið á:
- Reykjavík
- Mosó
- England
- Danmörk

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
- CSI
- Bones
- Ugly Betty
- NCIS

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
- Krít
- Frakkland
- Ítalía
- Þýskaland

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
- mbl.is
- visir.is
- sdu.dk
- dmi.dk

Fernt sem ég held upp á matakyns:
- Fiskibollurnar hennar mömmu
- Mexíkókjúlli
- Hvítlaukspasta
- Stuffing (uppskriftin frá ömmu)

Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna:
- New York í desember
- Shopping spree í Minneapolis
- Chania, Krít
- Ástralíu

Fjórar bækur sem ég les oft:
- Bækurnar eftir Yrsu Sigurðardóttur
- James Patterson bækurnar
- Harry Potter bækurnar
- og bara flest allar spennusögur

Þeir fjórir "óheppnu" sem verða klukkaðir af mér eru:

Laufey vinkona í Álaborg

Mummi vinur í Köben

Sunna og Hvati

Biggi Bonoman


Þar til næst
See ya

föstudagur, ágúst 29, 2008

Ísland í dag, Danmörk á morgun

Jæja þá er sumardvöl okkar senn að ljúka og við leggjum af stað til Danmerkur á morgun. Þetta er búið að vera frábært sumar (fyrir utan að kallinn var í DK mest allann tímann). En við fáum að knúsa hann annað kvöld eða núsa eins og Inga Rós segir.

Ég er náttlega búin að vera vinna alla daga og svo skráði ég mig í herþjálfun í júlí sem var geðveikt gaman. Mér tókst allvega að grenna mig aðeins svo ég er sátt. Enda ætla ég að halda áfram að æfa eftir að ég kem út því ég þarf nú að líta vel út næsta sumar ;)

Inga Rós er búin að vera hjá æðislegri "dagmömmu" sem heitir Linda og hún á strák sem heitir Bergur Páll. Hún bjargaði mér alveg í sumar ásamt elsku bestu mömmu sem sótti hana á hverjum degi. Takk Linda og mamma.

Jæja ég nenni nú eiginlega bara ekki að skrifa meira. Þið vitið að þið eruð alltaf velkomin til okkar í heimsókn ef þið viljið koma til DK í smá verslunarferð :)

Þar til næst
See ya

föstudagur, ágúst 08, 2008

Prófið búið yeesssssssss

Jæja vildi bara láta vita að ég er búin í prófinu sem ég þurfti að skreppa og taka. Þetta gekk allt mjög vel og endaði með að labba út með eitt stykki 7 úr prófinu. Geggjað.

Nú ég og Finnur erum komin til Íslands og Ingu Rós fannst voða gaman að fá pabba sinn heim. Knúsaði hann vel og lengi. En hún fær að hafa hann hjá sér til 15 ágúst en þá fer hann tilbaka.

Það er nóg að gera um helgina hjá okkur en í dag erum við að fara í brúðkaup til Finns Yngva og Siggu, og svo verður bakað og tekið til á morgun og barnaafmæli á sunnudaginn. Busy busy busy.

En Finnur verður með gamla númerið sitt ef þið viljið heyra í honum.

Þar til næst
See ya

mánudagur, ágúst 04, 2008

Hún á afmæli í dag.....................

Það eru 2 ár síðan þessi litla blómarós kom í heiminn. Hún lét bíða eftir sér sem ég var nú ekki par ánægð með á sínum tíma :) en hún hefur svo sannarlega glatt okkur með nærveru sinni.
Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða.
Innilega til hamingju með 2ja ára afmælið(ammli eins og hún segir)
Kv. Mamma og pabbi

föstudagur, júlí 25, 2008

Já við erum að lífi...........

Jæja er ekki best að henda inn eins og nokkrum línum. Ég veit ég er búin að vera frekar löt í að blogga. So here goes nothing.

Við mæðgur erum komnar til Íslands og erum búnar að vera hér í 4 vikur eða svo. Finnur hefur ekki setið aðgerðarlaus heima í DK. Hann skellti sér til Argentínu í rétt rúmar 2 vikur og skemmti sér konunglega. Það var víst rosalega gaman að hitta alla aftur og hann var ekki búin að gleyma spænskunni eins og hann hélt. Hún rifjaðist mjög fljótt upp hjá honum. Hann tók mikið af myndum sem verða settar inn við fyrsta tækifæri (eða þegar ég kem heim;)

Það eina sem ég er búin að vera gera hér er að vinna, sofa og hugsa um litla dýrið inn á milli. Inga Rós skemmtir sér konunglega hérna á Íslandi hjá ömmu sinni og afa. Skipar fólki fyrir og talar non stop. Orðaforðinn hennar hefur aukist til muna eftir að við komum heim sem er bara gaman.

Það er alveg ótrúlegt að við erum búnar að vera hér í mánuð og eigum bara mánuð eftir. Ég er reyndar að fara skjótast heim til DK 3 ágúst þar sem ég þarf að taka eitt próf en svo kem ég til baka með Finni þann 6 ágúst. Svo að við missum af afmælisdeginum hennar Ingu Rósar en við ætlum að halda upp á það þann 10 ágúst sem er í lagi. Mamma ætlar að passa Ingu Rós á meðan ég fer til DK og ég veit að sú stutta eigi eftir að vefja ömmu sinni og afa aðeins meira um fingurinn á sér.

En jæja ætla láta þetta gott heita. Vildi bara svona henda inn nokkrum línum og láta vita hvað við værum að bauka.

Þar til næst
See ya

fimmtudagur, júní 26, 2008

Próflok

Jæja þá eru þessi blessuðu próf búin. Mér gekk ekki eins vel og ég vonaði. Ég féll í organisation svo ég þarf að taka endurtökupróf 5 ágúst. Ég skýst í smá helgarheimsókn til Finns og tek prófið, næ því og fer aftur til Íslands. En ég náði svo EDB í dag sem ég er ekkert smá ánægð með. Sérstaklega tilhugsunin um að þurfa aldrei að taka það fag aftur. Ég á svo eftir að fá einkunnina fyrir marketing verkefnið okkar og vona að það komi fínt út úr því. En það kemur í ljós.

Ég ætla fagna þessum próflökum með góðum mat og bjór. Við erum búin að bjóða nágrönnum okkar úr nr. 7 og 9 í mat og fótbolta í kvöld svo það verður bara kósý.

Annars erum við mæðgurnar bara að detta til Íslands. Við eigum skv. áætlun að fara í loftið kl. 21.30 annað kvöld en það á eftir að koma í ljós hvort að það stendur. Sérstaklega útaf verkfalli flugumferðastjóra.

Ég verð ekki í bænum um helgina því ég fer upp í Kjós á laugardaginn og svo byrjar bara harkan 6 á mánudagsmorgun (vinnan). En annars verð ég svona næstum því free as a bird. Ég verð með gamla númerið mitt ef þið viljið heilsa upp á mig. Látið mig bara vita ef ykkur vantar númerið.

Jæja ætla klára að undirbúa fyrir kvöldið. Ætlum að grilla Jensen's spare ribs naaaaaaaaammmm. Og svo kaldur Corona á kantinum.

Þar til næst
See ya

mánudagur, júní 09, 2008

Ó já sumarið er komið

Fyrirgefið mér hvað ég ef verið löt við að skrifa. Er búin að vera á fullu að klára eitt verkefni og byrja á öðru og klára það. Nóg að gera hjá mér. Tók mér reyndar frí eitt laugardagskvöld og skrapp til Odense að sjá Bryan Adams yet again og það var bara gaman. Skildi kall og barn eftir heima og skrapp með stelpunum í geggjuðu veðrið.

Já sumarið er komið hérna í Danmörku. Búið að vera alveg frábært veður hérna út enda hefur hitinni ekki farið niður fyrir 20°C á daginn. Hér eru allir gluggar opnir allann sólarhringinn bara til að fá kannski smá ferskt loft inn.
Skelltum okkur á ströndina í gær. Inga Rós skemmti sér konunglega í sjónum. Buslaði, sullaði, synti og hló inn á milli. Við skötuhjúin urðum pínu crispy við þessa strandferð en það breytist vonandi bara í brúnku fljótlega.

Það er víst eitthvað að spá rigningu næstu daga sem er bara allt í lagi svona gróðursins vegna. En við bíðum og sjáum til hvernig sú veðurspá fer. Hún nefnilega breytist frekar oft.

Ég er í próflestri núna, en ég á eftir 2 munnleg próf og svo er bara Ísland góða Ísland. Aðeins 3 vikur í að við mæðgur fljúgum heim. Er farin að hlakka pínu til.

Inga Rós blómstrar með degi hverjum. Orðaforðinn hennar eykst dag frá degi og inn á milli bablar hún bara sitt eigið tungumál og við segjum bara já við því. Svo er hún farin að syngja líka. Okkur til mikillar skemmtunar.

Jæja ég vildi bara gefa ykkur update af okkur, en núna ætla ég að halda áfram próflestrinum áður en ég sæki Ingu Rós.

Þar til næst
See ya

mánudagur, maí 26, 2008

Eurovision partý

Sælt veri fólkið. Eins og titillinn á blogginu gefur til kynna þá verður talað um eurovision hér á bæ. En við héldum annars geggjað grillpartý hérna á laugardaginn og var virkilega góð mæting. Mummi mætti á svæðið frá Köben á föstudagskvöldið og eyddi helginni hérna hjá okkur. Takk fyrir innlitið Mummi minn það var virkilega gaman að sjá þig. Sunna og Hvati, Solla og Einar, Helle, Lene, AG og Eiríkur létu öll sjá sig. Það mættu allir upp úr kl 17 og var þá kjötinu skellt á grillið og grillaði Finnur ofan í liðið. Eftir geggjaða máltíð var haldið áfram að sötra og farið út og spilað kubb og badminton þangað til að Eurovision byrjaði.
Inga Rós skemmti sér konunglega enda fékk hún nóg af fólki til að stússast í kringm sig. Það skemmtu sér allir vel yfir Eurovision og skipti ekki máli hvaða þjóðerni maður var. Inga Rós chillaði og horfði á lögin og dansaði með sumum. Við kusum náttlega Ísland en því miður var önnur lönd ekki sammála okkur um gæði íslenska né danska lagsins. En við lentum í 14 sæti og fyrir ofan Svíþjóð sem var spáð mjög ofarlega.

Eftir Eurovision var farið aftur út og spilað meira kubb og var mikið hlegið og reynt að trufla andstæðinginn. Einar stóð sig best í að reyna trufla okkur stelpurnar en hann fór líka alveg með strákana hehehehe. Við skemmtum okkur stórkostlega og var mikið hlegið þetta kvöld að mig hreinlega verkjaði í magann. Takk öllsömul fyrir frábært kvöld.

Ég er búin að henda inn myndum frá kvöldinu inn á facebook svo þið getið kíkt á þær þar.

Jæja ég hef ekkert fleira að segja frá í bili svo ég læt þetta gott heita.

Þar til næst
See ya

fimmtudagur, maí 15, 2008

Sumar og sól

Jæja kannski komin tími til að henda inn nokkrum línum hérna. Ég er búin að vera afskaplega löt við að blogga. Er alltaf á leiðinni sjáið til.
En annars er allt gott að frétta af okkur. Við erum búin að vera njóta veðurblíðunnar sem hefur verið hér síðustu daga. Bara búið að vera geggjað veður og erum við búin að vera dugleg að vera út í garði að taka til eða bara hafa það notalegt.
Inga Rós fékk um daginn afmælisgjöf frá okkur sem var rennibraut, sandkassi og lítið leikhús úr plasti sem hún gjörsamlega elskar. Finnst ekkert smá gaman að vera út í garði og dunda sér. Hún er orðin svo stór að maður getur verið að dunda í eldhúsinu á meðan hún er út í garði að leika sér.

Próflesturinn er skollinn á svo maður er að reyna vera duglegur að lesa. Reyndar erfitt að lesa og horfa á blíðuna úti, svo ég sit bara úti að lesa. Um að gera að nýta hvern sólargeisla sem maður fær áður en við förum heim til Íslands. Bara því ég reikna ekki með góðu veðri heima þar sem ég er að koma svo þið verðið að hafa allan varann á. Ég spái rok og rigningu múhahahaha.

Nú er bara 1 1/2 mánuður þangað til að við komum til Íslands og ég er farin að hlakka aðeins til. Aðallega til að hitta alla og eyða lengri tíma með fólki. Maður reynir kannski að fara í eina útilegu í sumar sem væri mjög gaman enda orðið allt of langt síðan ég fór síðast.

Nú man ég bara ekki hvað ég ætlaði að segja meira svo ég læt þetta gott heita.

Þar til næst
See ya

sunnudagur, apríl 20, 2008

Vorið er komið og grundirnar gróa........

Æi maður er eitthvað svo voða latur í að blogga. En ég ákvað nú að henda inn nokkrum línum til að segja ykkur hvað við höfum verið að gera af okkur. Svona ef þið hafið áhuga. Maður veit nú ekki hver les þetta blogg í dag því það kvittar enginn.
En jæja Finnur lét einn af sínum draumum rætast og keypti sér flatskjá. Og við erum ekki að tala um lítinn heldur keypti hann 46" flatskjá. Þetta er frekar stórt svo nú verða reglulega bíókvöld hér á bæ. En hann bætti náttlega við pakkann og keypti nintendo wii sem er reyndar bara gaman og geggjað stuð að spila á svona stórann skjá. Finnur er allavega mjög glaður þessa dagana. En þar sem hann fékk að kaupa sjónvarp þá fékk ég að fjárfesta í nýju rúmi sem er bara draumur í dós. Það er verst að nýja rúmið er mikið stærra en það gamla að við týnumst í því.

Ég er búin að bóka flugið heim í sumar og munum við fljúga heim þann 30 júní og stoppum í 2 mánuði eða til 30 ágúst. Finnur ætlar líka að vera á ferð og flugi í sumar en hann ætlar að skella sér til Argentínu í tvær vikur í byrjun júlí og svo kemur hann líka til Íslands í nokkra daga í ágúst því okkur er boðið í brúðkaup og svo náttlega á verður litla dýrið 2ja ára.

Annars er vorið komið hérna í DK. Mikið var segi ég bara. Ég byrjuð að hengja upp þvottinn úti og hann þornar á svipstundu sem er bara geggjað. Svo förum við í það að taka upp garðhúsgögnin og koma þeim fyrir á pallinum. Við erum líka búin að vera dugleg í garðinum og reikna ég með næstu 2 helgum í það að róta upp beðum og setja niður blóm.

En svo vil ég bara minna á íslenska heimasímann okkar 496-0229 svona ef einhverjum dauðlangi til að tala við okkur. Kostar sama og hringja í heimasíma á klakanum.

Þar til næst
See ya

föstudagur, apríl 04, 2008

Back in DK with chicken pox

Jæja ég held það sé bara komin tími á að henda inn nokkrum línum. Það er nú vika síðan við komum frá Íslandi og ég er alltaf búin að vera á leiðinni að blogga en enda á að gera eitthvað allt annað í staðinn.
En já við erum komin aftur til DK eftir mjög svo ánægjulega dvöl á Íslandi. Við náðum svona að hitta flesta og slappa líka af sem var mjög gott. Við borðuðum vel heima enda var okkur boðið í mat nánast öll kvöldin og ég efast ekki um að maður hafi bætt á sig í þessari ferð. Takk fyrir okkur.
Eins og ég sagði frá áðan þá er vika síðan við komum heim og Inga Rós hefur ekkert farið til dagmömmunnar þar sem hún var svo heppin að fá hlaupabóli. En hún fer á mánudaginn og það verður bara mjög fínt þar sem hún er orðin frekar eirðarlaus hérna heima. En það er líka mjög fínt að hún er búin að fá hlaupabóluna núna.

Veðrið er búið að vera mjög fínt síðan við komum heim aftur og ég held að vorið sé barasta að láta sjá sig. Allavega erum við búin að vera dugleg að grilla þessa vikuna.

Vá ég er eitthvað svo andlaust að ég veit bara ekki hvað ég á að skrifa um. Jú ég gæti talað um gengi krónunnar sem er bara út í hött því danska krónan er svo há í dag að maður tapar á því að færa peninga hingað út.
Allt er að verða vitlaust heima í mótmælum og umferðateppum. En mér finnst það bara af hinu góða. Loksins gera Íslendingar eitthvað í stað þess að láta taka sig í rassgatið. Það er svo fyndið þegar Íslendingar tala um að allt sé svo hátt og þeir ætli sko ekki að versla við þennann eða hinn. Það endist alveg í eina viku svo eru þeir mættir aftur í sömu búðina. Afhverju geta Íslendingar ekki staðið upp og mótmælt almennilega? Afhverju ætli það sé?
Allavega eins og staðan er í dag þá höfum við ekki efni á að koma heima þegar ég klára námið því við höfum ekki áhuga á að fara út á leigumarkaðinn. Það er kannski bara spurning hvort maður kaupi/byggi hérna úti. Allavega má vel skoða það.

Ég er búin að setja inn fullt af myndum inn á síðuna hennar Ingu Rósar frá Íslandsferðinni. Svo má alveg kvitta fyrir komuna, því það er mjög gaman að sjá hverjir koma inn á síðuna.

Jæja ég ætla hætta þessu bulli

Þar til næst
See ya

sunnudagur, mars 16, 2008

Ísland here we come

Já við erum á leið til Íslands á morgun. Hlakka bara til að hitta alla og náttlega borða páskaegg um páskana. Við höfum í mörgu að snúast á meðan við stoppum heima. Við ætlum að kíkja á sali fyrir brúðkaupið og fleira. Við munum náttlega reyna hitta sem flesta en þar sem stoppið er stutt og við erum ekki með neinn bíl svo ég veit ekki hvernig þetta fer. En þeir sem vilja hitta mig og Ingu Rós en geta það ekki um páskana geta hitt okkur í sumar því við ætlum að koma til Íslands í c.a. 2 mánuði.
Ég er komin með vinnu í sumar en enga barnapíu, en ég er að leita. Svo ef að þið vitið um einhverja góða barnapíu sem hefur áhuga að passa hressa stelpu í sumar, þá má endilega hafa samband við mig.

Jæja ætla láta þetta gott heita. Ég ætla slappa aðeins af áður en ég skríð í bólið. Það er langur dagur á morgun.
Ó já við verðum með gömlu íslensku númerin okkur ef þið viljið ná í okkur.

Þar til næst
See ya

föstudagur, febrúar 29, 2008

Fréttir frá DK

Jæja ég ákvað nú bara að henda inn nokkrum línum bara svona til að leyfa ykkur að fylgjast með. Nú eru aðeins 17 dagar þangað til að við kíkjum við á klakann og ég hlakka ekkert smá til að hitta alla. Alltof langt síðan síðast. En svo stærstu fréttirnar eru þær að þetta verður ekki eina Íslandsferðin okkar. Ég er mjög líklega komin með vinnu í sumar svo að ég og Inga Rós munum eyða sumrinu heima. Svo ef að þið vitið um einhvern sem vill passa hressa litla stelpu endilega hafa samband. Finnur verður hérna heima í DK að vinna en hann mun kíkja í ágúst heim því okkur er boðið í brúðkaup hjá Finni Yngva og Siggu og notum náttlega tækifærið og höldum upp á afmælið hennar Ingu Rósar á meðan Finnur verður á klakanum.

Svo viljum við líka nota tækifærið að óska Arnbjörgu og Víking innilega til hamingju með litlu prinsessuna sem kom í heiminn 16 febrúar s.l. Hérna er mynd af litla englinum. (Sorry Arnbjörg fékk hana lánaða).

Jæja ætla hætta þessu bulli, því ég hef ekkert meir að segja og ætla bara sækja litlu prinsessuna mína.

Þar til næst
See ya

mánudagur, febrúar 04, 2008

Myndir

Vildi bara láta vita að ég er loksins búin að setja inn myndir frá afmælinu okkar, áramótunum og einnig frá grillpartýinu sem við vorum með um daginn. Tjékkið á því hérna.

Þar til næst
See ya

laugardagur, febrúar 02, 2008

Jæja ætli það sé ekki best að henda inn nokkrum línum hérna þar sem það er aðeins mánuður síðan síðasta blogg var sett inn.
Allavega ég er búin með öll próf og búin að fá 3 einkunnir en vantar ennþá þá síðustu og so far so good.
Annars er lítið að frétta af okkur. Það var fastelavnsdagur hjá Ingu Rós á fimmtudaginn og fór hún uppklædd sem lítið ljón algjört krútt. Henni fannst þetta voða gaman og ætli maður klæði hana ekki aftur í ljónabúninginn á morgun því þá er fastelavnsdagur og ég ætla að vera með bollukaffi hérna og einnig ganga mörg börn í hús og syngja fyrir nammi, bollu eða eitthvað sem maður á. Fastelavnsdagur er eins og blandaður bollu - og öskudagur hjá okkur.

Við vorum með svaka matarveislu hérna í gær og vorum við 11 manns í mat hérna. Hjördís og Mikkel komu frá Århus og var ekkert smá gaman að sjá þau aftur. Hér var borðað og drukkið vel og allir skemmtu sér konunglega. Við spiluðum Sing Star og Buzz langt fram eftir nóttu sem var bara gaman.

Æi ég er eitthvað svo andlaus að ég veit hreinlega ekki hvað ég á að skrifa um.

Þar til næst
See ya

þriðjudagur, janúar 01, 2008

Jól og áramót

Jæja verður maður ekki að skrifa nokkrar línur um hátíðarnar, þar sem það er nú komið nýtt ár.
Jólin voru frábær í alla staði. Tengdó komu á Þorláksmessukvöld svo það var kátt á hjalla hér um jólin. Þvílíkt og annað eins pakkaflóð undir trénu hef ég bara ekki séð síðan ég var barn. Inga Rós var mjög hrifin af jólatrénu og pökkunum undir því, en það tók dágóðan tíma fyrir hana að opna alla þessa pakka. Hún fékk meðal annars fullt af fötum, DVD myndir, 100 íslensk barnalög og nóg af dóti. Við skötuhjúin fengum DVD myndir, ipod (ég), fm transmitter, heyrnartól, höggborvél, peysur, kaffibolla, pening sem við notuðum til að kaupa fínni glös sem við erum að safna, eyrnalokka, viskípela og æðislega mynd með handarförum Ingu Rósar sem gerð var hjá dagmömmunni.

Ég eldaði dýrindis máltíð með aðstoð Unnar á aðfangadagskvöld þar á meðal rjúpu og sósu með henni. Og heppnaðist hún mjög vel ef ég á að segja eins og er.
Það hefur ekki verið gert mikið hérna nema borða vel og slappa af. Skruppum jú reyndar til Flensborgar 3ja í jólum með tengdó og Evítu sem var mjög fínt. Það var tekið smá forskot á útsölurnar í Þýskalandi en ekki svo mikið. Við erum annars búin að rölta mikið hérna um með tengdó og sýna þeim bæinn og búðirnar.

Gamlárskvöld rann svo upp með dýrindisveislu hérna. Við vorum 9 manns í mat og var boðið upp á 3ja rétta máltíð. Í forrétt fengum við pönnusteiktar rækjur kryddaðar með hvítlaukskryddi, í aðlrétt var boðið upp á kalkún (sem ég by the way eldaði í fyrsta sinn og heppnaðist mjög vel, allavega voru allir sáttir), svo kom að eftirréttinum sem var heimalagaður tobleronís ásamt ísköku frá local búðinni. Það var tekið létt á því í drykkju fram að miðnætti en þá var farið út að skjóta upp. Ég get alveg sagt það að Danir eru ekki minni menn en Íslendingar í að skjóta upp, enda var veðrið líka alveg geggjað.

Ekki skemmdi veðrið á nýársdag en þegar við vöknuðum þá snjóaði dálítið. Ekki slæmt, en því miður þá hvarf hann mjög fljótt.

Tengdó fara svo á fimmtudaginn og ég er svo að fara í fyrsta prófið mitt á föstudaginn, pínu strempinn vika en þetta hefst vonandi.

Jæja ætla láta þetta gott heita í bili. En ég get kannski sagt ykkur það að á meðan við fögnuðum miðnætti hérna úti í götu þá fór Finnur niður á annað hnéð og bað mín. Og já ég sagði já :)

Þar til næst
See ya

P.S er að vinna í því að setja inn myndir.